Ábyrg stjórnmál Kristinn H. Gunnarsson skrifar 10. október 2012 00:00 Margt hefur áunnist frá efnahagshruninu á haustdögum 2008 og ýmislegt hefur verið vel gert. Engu að síður er mikil þrekraun fram undan. Greiða þarf niður skuldir á næstu árum og varðveita þannig efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Það verður ekkert áhlaupaverk, en samt vel gerlegt ef ástunduð eru ábyrg stjórnmál næsta áratuginn. Helsta hættan er sú að flokkarnir falli í hefðbundið far og lofi stórfelldum nýjum útgjöldum úr ríkissjóði. Því miður eru fyrstu kosningatilboðin komin fram bæði frá stjórn og stjórnarandstöðu. Staðreyndin er sú að þetta eru innistæðulaus fyrirheit og auka aðeins á vandann. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu verður halli á rekstri ríkissjóðs sem nemur 60 milljörðum króna á næsta ári. Í vaxtagjöld fara 15% af tekjum ríkisins eða um 88 milljarðar króna. Á komandi kjörtímabili 2013-17 er gert ráð fyrir að vaxtagjöldin verði samtals um 370 milljarðar króna. Til samanburðar eru barnabætur næsta árs áætlaðar 10,7 milljarðar króna. Vaxtagjöldin verða aðeins til þess að skerða þjónustu hins opinbera, nú eða síðar. Fyrir peninga sem fara til þess að greiða gamlar skuldir fæst engin velferð. Eina skynsama leiðin er að lækka skuldir og lækka vaxtakostnaðinn. Þegar það hefur verið gert er hægt að auka við í velferðarkerfinu. Fjármálaráðherra hefur sett fram það markmið að greiða niður skuldir á viðunandi stig á tíu árum. Til þess að svo megi verða þarf að lækka þær um 75 milljarða króna á hverju ári. Að auki eru uppsafnaðar lífeyrisskuldbindingar sem virðist óhjákvæmilegt að falli á ríkið, alls um 430 milljarðar króna. Augljóst er að auka þarf tekjur ríkisins og lækka útgjöld til þess að ná fram nauðsynlegum afgangi. Annars er voðinn vís ef áfram verður lifað um efni fram. Það er hægt að auka veiðar á þorski umtalsvert á næstu árum og nýta aðrar náttúruauðlindir meira. En það þarf að endurskipuleggja rekstur hins opinbera og finna leiðir til þess að veita svipaða þjónustu og velferð með minni kostnaði. Ábyrg stjórnmál eru stóra pólitíska verkefnið sem blasir við í aðdraganda næstu alþingiskosninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Skoðun Mest lesið Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Margt hefur áunnist frá efnahagshruninu á haustdögum 2008 og ýmislegt hefur verið vel gert. Engu að síður er mikil þrekraun fram undan. Greiða þarf niður skuldir á næstu árum og varðveita þannig efnahagslegt sjálfstæði þjóðarinnar. Það verður ekkert áhlaupaverk, en samt vel gerlegt ef ástunduð eru ábyrg stjórnmál næsta áratuginn. Helsta hættan er sú að flokkarnir falli í hefðbundið far og lofi stórfelldum nýjum útgjöldum úr ríkissjóði. Því miður eru fyrstu kosningatilboðin komin fram bæði frá stjórn og stjórnarandstöðu. Staðreyndin er sú að þetta eru innistæðulaus fyrirheit og auka aðeins á vandann. Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu verður halli á rekstri ríkissjóðs sem nemur 60 milljörðum króna á næsta ári. Í vaxtagjöld fara 15% af tekjum ríkisins eða um 88 milljarðar króna. Á komandi kjörtímabili 2013-17 er gert ráð fyrir að vaxtagjöldin verði samtals um 370 milljarðar króna. Til samanburðar eru barnabætur næsta árs áætlaðar 10,7 milljarðar króna. Vaxtagjöldin verða aðeins til þess að skerða þjónustu hins opinbera, nú eða síðar. Fyrir peninga sem fara til þess að greiða gamlar skuldir fæst engin velferð. Eina skynsama leiðin er að lækka skuldir og lækka vaxtakostnaðinn. Þegar það hefur verið gert er hægt að auka við í velferðarkerfinu. Fjármálaráðherra hefur sett fram það markmið að greiða niður skuldir á viðunandi stig á tíu árum. Til þess að svo megi verða þarf að lækka þær um 75 milljarða króna á hverju ári. Að auki eru uppsafnaðar lífeyrisskuldbindingar sem virðist óhjákvæmilegt að falli á ríkið, alls um 430 milljarðar króna. Augljóst er að auka þarf tekjur ríkisins og lækka útgjöld til þess að ná fram nauðsynlegum afgangi. Annars er voðinn vís ef áfram verður lifað um efni fram. Það er hægt að auka veiðar á þorski umtalsvert á næstu árum og nýta aðrar náttúruauðlindir meira. En það þarf að endurskipuleggja rekstur hins opinbera og finna leiðir til þess að veita svipaða þjónustu og velferð með minni kostnaði. Ábyrg stjórnmál eru stóra pólitíska verkefnið sem blasir við í aðdraganda næstu alþingiskosninga.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun