Betri rammi um krónuna Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 8. október 2012 06:00 Skýrsla Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum er nýr grundvöllur umræðu um framtíð krónunnar, upptöku evru og nýja peningastefnu fyrir heimili og fyrirtæki. Það er, ef fólk hefur áhuga á upplýstri og yfirvegaðri opinberri umræðu um þau mál. Skýrslan er gríðarstórt plagg en ég hvet alla til þess að kynna sér efni hennar í stórum dráttum, t.d. samantekt úr köflum. Eins og allir vita hefur Ísland glímt við þrenns konar efnahagskreppu undanfarin 4 ár; banka-, skulda- og gjaldmiðilskreppu. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur orðið vel ágengt í glímunni við banka- og skuldakreppuna en lítil samstaða er innan hennar um gengis- og peningastefnu til framtíðar. Í vetur leið skipaði þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, þverpólitískan samráðshóp um mótun gengis- og peningastefnu með þátttöku fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda. Á þeim vettvangi hefur skapast sameiginlegur skilningur á næstu skrefum fram á við í þessu mikilvæga verkefni. Það er einnig kominn góður grunnur til samtals um framtíðina ef fólk hefur raunverulegan áhuga á því að hætta bendingum og upphrópunum um þessi mál. Í skilabréfi samráðshópsins til nýs fjármála- og efnahagsráðherra, Katrínar Júlíusdóttur, segir m.a. að áætlanir stjórnvalda þurfi að taka mið af því að nýr gjaldmiðill verði ekki tekinn upp hér á landi á næstu árum. Það breyti því hins vegar ekki að ríkisstjórn þarf að treysta ramma ábyrgrar stjórnar ríkisfjármálanna og sýna aga í hagstjórninni almennt séð. Gjaldeyrishöftum þarf að lyfta án tillits til þess hvort fólk styður inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Ég er eins og annað samfylkingarfólk þeirrar skoðunar að sjálfstæð peningastefna sé ekki raunhæfur kostur til framtíðar en ég tel einnig mikið til þess vinnandi að skapa samstöðu og grundvöll um verkefnin í gjaldmiðils- og peningamálum sem flest (helst öll) stjórnmálaöfl í landinu geta starfað á. Niðurstaða samráðshópsins styður það álit Seðlabankans að verkefni næstu missera sé að skapa betri ramma um krónuna. Hann er nauðsynlegur hvort sem við veljum að taka upp evru eða ekki, þegar þar að kemur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Sjá meira
Skýrsla Seðlabankans um valkosti Íslands í gjaldmiðils- og gengismálum er nýr grundvöllur umræðu um framtíð krónunnar, upptöku evru og nýja peningastefnu fyrir heimili og fyrirtæki. Það er, ef fólk hefur áhuga á upplýstri og yfirvegaðri opinberri umræðu um þau mál. Skýrslan er gríðarstórt plagg en ég hvet alla til þess að kynna sér efni hennar í stórum dráttum, t.d. samantekt úr köflum. Eins og allir vita hefur Ísland glímt við þrenns konar efnahagskreppu undanfarin 4 ár; banka-, skulda- og gjaldmiðilskreppu. Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur orðið vel ágengt í glímunni við banka- og skuldakreppuna en lítil samstaða er innan hennar um gengis- og peningastefnu til framtíðar. Í vetur leið skipaði þáverandi efnahags- og viðskiptaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, þverpólitískan samráðshóp um mótun gengis- og peningastefnu með þátttöku fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda. Á þeim vettvangi hefur skapast sameiginlegur skilningur á næstu skrefum fram á við í þessu mikilvæga verkefni. Það er einnig kominn góður grunnur til samtals um framtíðina ef fólk hefur raunverulegan áhuga á því að hætta bendingum og upphrópunum um þessi mál. Í skilabréfi samráðshópsins til nýs fjármála- og efnahagsráðherra, Katrínar Júlíusdóttur, segir m.a. að áætlanir stjórnvalda þurfi að taka mið af því að nýr gjaldmiðill verði ekki tekinn upp hér á landi á næstu árum. Það breyti því hins vegar ekki að ríkisstjórn þarf að treysta ramma ábyrgrar stjórnar ríkisfjármálanna og sýna aga í hagstjórninni almennt séð. Gjaldeyrishöftum þarf að lyfta án tillits til þess hvort fólk styður inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Ég er eins og annað samfylkingarfólk þeirrar skoðunar að sjálfstæð peningastefna sé ekki raunhæfur kostur til framtíðar en ég tel einnig mikið til þess vinnandi að skapa samstöðu og grundvöll um verkefnin í gjaldmiðils- og peningamálum sem flest (helst öll) stjórnmálaöfl í landinu geta starfað á. Niðurstaða samráðshópsins styður það álit Seðlabankans að verkefni næstu missera sé að skapa betri ramma um krónuna. Hann er nauðsynlegur hvort sem við veljum að taka upp evru eða ekki, þegar þar að kemur.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar