Yfir þúsund sprengjur fundnar á Reykjanesi 4. október 2012 07:30 Frá Miðnesheiði þar sem herinn hafði aðstöðu. mynd/ teitur. Á annað þúsund sprengjur og skot hafa fundist við hreinsunarstarf Landhelgisgæslunnar á Reykjanesi síðustu fimm ár. Sigurður Ásgrímsson, deildarstjóri hjá Gæslunni, segir starfið hafa gengið vel og átakinu ljúki senn. Skýrsla um framvinduna er væntanleg innan skamms. „Við erum búnir að gera mikið átak í samstarfi við Kadeco, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, um að hreinsa svæðin næst Keflavík, sem voru nýtt sem skotæfingasvæði í stríðinu og eftir það, og það hefur gengið þokkalega vel. Auðvitað er alveg útilokað að lýsa því yfir að svæðið sé orðið fullkomlega hreint, en allavega hefur mikið unnist í þessu." Svæðin sem um ræðir eru Vogaheiði og svæðið í kringum Patterson-flugvöll, en þar stóð bandaríski herinn fyrir skotæfingum allt fram til ársins 1960. Hreinsunarsvæðið er afar víðfeðmt, á Vogaheiði er rætt um fimmtán ferkílómetra og Patterson-svæðið er um tólf ferkílómetrar. „Þetta eru mikið til fallbyssukúlur, sprengjuvörpusprengjur og svo skot af öllum stærðum," segir Sigurður. Hann segir mikið af því sem finnist vera virkar sprengjur sem mikil hætta stafi af. „Sprengjurnar virkjast við að vera skotið, en tíu til tólf prósent af þeim sem skotið er virka ekki í fyrstu, af einhverri ástæðu. Þannig liggja þær, kannski í allt að 60 ár, bæði ofan jarðar og neðan. Þá er þetta orðið mjög tært, en kúlan er þá í fínu lagi og sprengiefnið líka, og þá er það orðið mjög hættulegt." Sigurður segir ástandið nú vera orðið nokkuð gott á svæðunum og ætti ekkert að koma í veg fyrir uppbyggingu, til dæmis á Patterson-svæðinu sem liggur neðan við gamla varnarsvæðið, Ásbrú. - þj Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira
Á annað þúsund sprengjur og skot hafa fundist við hreinsunarstarf Landhelgisgæslunnar á Reykjanesi síðustu fimm ár. Sigurður Ásgrímsson, deildarstjóri hjá Gæslunni, segir starfið hafa gengið vel og átakinu ljúki senn. Skýrsla um framvinduna er væntanleg innan skamms. „Við erum búnir að gera mikið átak í samstarfi við Kadeco, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, um að hreinsa svæðin næst Keflavík, sem voru nýtt sem skotæfingasvæði í stríðinu og eftir það, og það hefur gengið þokkalega vel. Auðvitað er alveg útilokað að lýsa því yfir að svæðið sé orðið fullkomlega hreint, en allavega hefur mikið unnist í þessu." Svæðin sem um ræðir eru Vogaheiði og svæðið í kringum Patterson-flugvöll, en þar stóð bandaríski herinn fyrir skotæfingum allt fram til ársins 1960. Hreinsunarsvæðið er afar víðfeðmt, á Vogaheiði er rætt um fimmtán ferkílómetra og Patterson-svæðið er um tólf ferkílómetrar. „Þetta eru mikið til fallbyssukúlur, sprengjuvörpusprengjur og svo skot af öllum stærðum," segir Sigurður. Hann segir mikið af því sem finnist vera virkar sprengjur sem mikil hætta stafi af. „Sprengjurnar virkjast við að vera skotið, en tíu til tólf prósent af þeim sem skotið er virka ekki í fyrstu, af einhverri ástæðu. Þannig liggja þær, kannski í allt að 60 ár, bæði ofan jarðar og neðan. Þá er þetta orðið mjög tært, en kúlan er þá í fínu lagi og sprengiefnið líka, og þá er það orðið mjög hættulegt." Sigurður segir ástandið nú vera orðið nokkuð gott á svæðunum og ætti ekkert að koma í veg fyrir uppbyggingu, til dæmis á Patterson-svæðinu sem liggur neðan við gamla varnarsvæðið, Ásbrú. - þj
Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Sjá meira