Vinnum saman Katrín Jakobsdóttir og Guðbjartur Hannesson skrifar 28. september 2012 06:00 Atvinnuleysi er eitt versta mein sem samfélög komast í tæri við. Langvarandi atvinnuleysi getur hoggið djúp skörð í heilu kynslóðirnar. Því miður var óumflýjanlegt að atvinnuleysi yrði umtalsvert í þeirri efnahagskreppu sem íslenskt samfélag hefur tekist á við undanfarin ár. Um síðastliðin mánaðamót voru 8.346 á atvinnuleysisskrá þó þeim hafi, sem betur fer, farið fækkandi. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að allir leggist á eitt við að kveða niður atvinnuleysið og að lágmarka neikvæð áhrif þess. Forsætisráðherra kallaði til víðtæks samráðs um vinnumarkaðsmál í febrúar 2011. Að því komu fulltrúar allra stjórnmálaflokka, launþega, vinnuveitenda og allra helstu hagsmunasamtaka. Það skilaði af sér tillögum sem síðan voru settar í framkvæmd á grundvelli yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga til þriggja ára þann 5. maí 2011. Haustið 2011 fengu eitt þúsund atvinnuleitendur tækifæri til að sækja nám við sitt hæfi og þannig efla sig og styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. Í vor tóku ríkisstjórnin, sveitarfélög og atvinnulífið saman höndum um að skapa allt að eitt þúsund og fimm hundruð störf. Markmiðið er tvíþætt. Annars vegar að nýta þá fjármuni sem að öðrum kosti væru greiddir í atvinnuleysisbætur til þess að skapa þessi tækifæri einstaklingunum og samfélaginu til hagsbóta. Hins vegar að tryggja að við komum betur menntuð út úr kreppunni en við vorum þegar hún skall á. Árangurinn er ótvíræður. Á undanförnu ári hafa um eitt þúsund atvinnuleitendur hafið nám í skólum landsins og um eitt þúsund og fjögur hundruð fengið ný störf. Milljörðum króna sem ella hefði verið varið til greiðslu bóta hefur í staðinn verið varið til að greiða fyrir nám eða að niðurgreiða stofnkostnað við ný störf. Í þeirri vinnu sem liggur að baki þessum árangri er gott samstarf ríkistjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins lykilatriði. Það sýnir hversu miklum árangri hægt er að ná með víðtæku samstarfi og þegar allir láta markmiðið um betra samfélag ráða för. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Atvinnuleysi er eitt versta mein sem samfélög komast í tæri við. Langvarandi atvinnuleysi getur hoggið djúp skörð í heilu kynslóðirnar. Því miður var óumflýjanlegt að atvinnuleysi yrði umtalsvert í þeirri efnahagskreppu sem íslenskt samfélag hefur tekist á við undanfarin ár. Um síðastliðin mánaðamót voru 8.346 á atvinnuleysisskrá þó þeim hafi, sem betur fer, farið fækkandi. Við slíkar aðstæður er mikilvægt að allir leggist á eitt við að kveða niður atvinnuleysið og að lágmarka neikvæð áhrif þess. Forsætisráðherra kallaði til víðtæks samráðs um vinnumarkaðsmál í febrúar 2011. Að því komu fulltrúar allra stjórnmálaflokka, launþega, vinnuveitenda og allra helstu hagsmunasamtaka. Það skilaði af sér tillögum sem síðan voru settar í framkvæmd á grundvelli yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar vegna kjarasamninga til þriggja ára þann 5. maí 2011. Haustið 2011 fengu eitt þúsund atvinnuleitendur tækifæri til að sækja nám við sitt hæfi og þannig efla sig og styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. Í vor tóku ríkisstjórnin, sveitarfélög og atvinnulífið saman höndum um að skapa allt að eitt þúsund og fimm hundruð störf. Markmiðið er tvíþætt. Annars vegar að nýta þá fjármuni sem að öðrum kosti væru greiddir í atvinnuleysisbætur til þess að skapa þessi tækifæri einstaklingunum og samfélaginu til hagsbóta. Hins vegar að tryggja að við komum betur menntuð út úr kreppunni en við vorum þegar hún skall á. Árangurinn er ótvíræður. Á undanförnu ári hafa um eitt þúsund atvinnuleitendur hafið nám í skólum landsins og um eitt þúsund og fjögur hundruð fengið ný störf. Milljörðum króna sem ella hefði verið varið til greiðslu bóta hefur í staðinn verið varið til að greiða fyrir nám eða að niðurgreiða stofnkostnað við ný störf. Í þeirri vinnu sem liggur að baki þessum árangri er gott samstarf ríkistjórnarinnar og aðila vinnumarkaðarins lykilatriði. Það sýnir hversu miklum árangri hægt er að ná með víðtæku samstarfi og þegar allir láta markmiðið um betra samfélag ráða för.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun