1,8 milljarða króna krafa á móðurfélag Olís gefin eftir Þórður Snær Júlíusson skrifar 26. september 2012 09:00 Olís Félagið er á meðal stærstu eldsneytissala landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Olíuverzlun Íslands, betur þekkt sem Olís, tapaði 29,3 milljónum króna í fyrra, krafa sem félagið átti á móðurfélag sitt upp á 1,8 milljarða króna var gefin eftir og skuldir þess endurfjármagnaðar. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Olís. Í ársreikningnum kemur meðal annars fram að „í desember 2011 var gengið frá samkomulagi við viðskiptabanka félagsins [Landsbankann] varðandi endurfjármögnun og leiðréttingu á lánum félagsins. Samhliða því samkomulagi er gert ráð fyrir aðkomu nýrra hluthafa að félaginu á árinu 2012 og mun koma til hlutafjáraukningar á fyrri hluta ársins sem mun verða ráðstafað til greiðslu skammtímaskulda við bankann". Sú hlutafjáraukning átti sér stað í febrúar síðastliðnum þegar hlutafé Olís var lækkað um 502,5 milljónir króna að nafnvirði, eða um 75 prósent. Það var síðan samstundis hækkað aftur um sama magn. Fyrir breytinguna átti FAD 1830, sem nú heitir GESE ehf., allt hlutaféð. Það félag er í eigu Einars Benediktssonar og Gísla Baldurs Garðarssonar. Eftir breytinguna átti félagið 25 prósenta hlut. Samherji og FISK Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, greiddu fyrir hlutafjáraukninguna og eru því orðnir eigendur að meirihluta í Olís. Í ársreikningnum kemur fram að skuldir Olís hafi verið 16,8 milljarðar króna um síðustu áramót og hækkuðu um 300 milljónir á milli ára. Athygli vekur þó að afborganir langtímalána námu 7,6 milljörðum króna á árinu 2011 og skammtímaskuldir við lánastofnanir jukust um tæpa fjóra milljarða króna. Samkomulag Olís við Landsbankann gerði einnig ráð fyrir því að Olís myndi sameinast móðurfélagi sínu, GESE ehf., og systurfélaginu Sandfelli ehf. ef Samkeppnisyfirvöld myndu samþykkja breytingarnar. Það samþykki fékkst nú í september. Í ársreikningi Olís segir að „við samruna félaganna mun krafa Olíuverzlunar Íslands hf. á hendur móðurfélagi sínu að fjárhæð 1.781 millj. kr. falla út á móti skuld móðurfélagsins". Ekki liggur fyrir hvaða önnur áhrif endurskipulagningin mun hafa á fjárhag GESE ehf. Félagið skilaði síðast ársreikningi árið 2007. Þá skuldaði félagið 6,8 milljarða króna. Eina eign þess á þeim tíma var öll hlutabréf í Olís sem metin voru á 6,8 milljarða króna. Fréttir Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira
Olíuverzlun Íslands, betur þekkt sem Olís, tapaði 29,3 milljónum króna í fyrra, krafa sem félagið átti á móðurfélag sitt upp á 1,8 milljarða króna var gefin eftir og skuldir þess endurfjármagnaðar. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Olís. Í ársreikningnum kemur meðal annars fram að „í desember 2011 var gengið frá samkomulagi við viðskiptabanka félagsins [Landsbankann] varðandi endurfjármögnun og leiðréttingu á lánum félagsins. Samhliða því samkomulagi er gert ráð fyrir aðkomu nýrra hluthafa að félaginu á árinu 2012 og mun koma til hlutafjáraukningar á fyrri hluta ársins sem mun verða ráðstafað til greiðslu skammtímaskulda við bankann". Sú hlutafjáraukning átti sér stað í febrúar síðastliðnum þegar hlutafé Olís var lækkað um 502,5 milljónir króna að nafnvirði, eða um 75 prósent. Það var síðan samstundis hækkað aftur um sama magn. Fyrir breytinguna átti FAD 1830, sem nú heitir GESE ehf., allt hlutaféð. Það félag er í eigu Einars Benediktssonar og Gísla Baldurs Garðarssonar. Eftir breytinguna átti félagið 25 prósenta hlut. Samherji og FISK Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, greiddu fyrir hlutafjáraukninguna og eru því orðnir eigendur að meirihluta í Olís. Í ársreikningnum kemur fram að skuldir Olís hafi verið 16,8 milljarðar króna um síðustu áramót og hækkuðu um 300 milljónir á milli ára. Athygli vekur þó að afborganir langtímalána námu 7,6 milljörðum króna á árinu 2011 og skammtímaskuldir við lánastofnanir jukust um tæpa fjóra milljarða króna. Samkomulag Olís við Landsbankann gerði einnig ráð fyrir því að Olís myndi sameinast móðurfélagi sínu, GESE ehf., og systurfélaginu Sandfelli ehf. ef Samkeppnisyfirvöld myndu samþykkja breytingarnar. Það samþykki fékkst nú í september. Í ársreikningi Olís segir að „við samruna félaganna mun krafa Olíuverzlunar Íslands hf. á hendur móðurfélagi sínu að fjárhæð 1.781 millj. kr. falla út á móti skuld móðurfélagsins". Ekki liggur fyrir hvaða önnur áhrif endurskipulagningin mun hafa á fjárhag GESE ehf. Félagið skilaði síðast ársreikningi árið 2007. Þá skuldaði félagið 6,8 milljarða króna. Eina eign þess á þeim tíma var öll hlutabréf í Olís sem metin voru á 6,8 milljarða króna.
Fréttir Mest lesið Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir Neytendur Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Viðar nýr sölustjóri Wisefish Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Fleiri fréttir Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Sjá meira