1,8 milljarða króna krafa á móðurfélag Olís gefin eftir Þórður Snær Júlíusson skrifar 26. september 2012 09:00 Olís Félagið er á meðal stærstu eldsneytissala landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Olíuverzlun Íslands, betur þekkt sem Olís, tapaði 29,3 milljónum króna í fyrra, krafa sem félagið átti á móðurfélag sitt upp á 1,8 milljarða króna var gefin eftir og skuldir þess endurfjármagnaðar. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Olís. Í ársreikningnum kemur meðal annars fram að „í desember 2011 var gengið frá samkomulagi við viðskiptabanka félagsins [Landsbankann] varðandi endurfjármögnun og leiðréttingu á lánum félagsins. Samhliða því samkomulagi er gert ráð fyrir aðkomu nýrra hluthafa að félaginu á árinu 2012 og mun koma til hlutafjáraukningar á fyrri hluta ársins sem mun verða ráðstafað til greiðslu skammtímaskulda við bankann". Sú hlutafjáraukning átti sér stað í febrúar síðastliðnum þegar hlutafé Olís var lækkað um 502,5 milljónir króna að nafnvirði, eða um 75 prósent. Það var síðan samstundis hækkað aftur um sama magn. Fyrir breytinguna átti FAD 1830, sem nú heitir GESE ehf., allt hlutaféð. Það félag er í eigu Einars Benediktssonar og Gísla Baldurs Garðarssonar. Eftir breytinguna átti félagið 25 prósenta hlut. Samherji og FISK Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, greiddu fyrir hlutafjáraukninguna og eru því orðnir eigendur að meirihluta í Olís. Í ársreikningnum kemur fram að skuldir Olís hafi verið 16,8 milljarðar króna um síðustu áramót og hækkuðu um 300 milljónir á milli ára. Athygli vekur þó að afborganir langtímalána námu 7,6 milljörðum króna á árinu 2011 og skammtímaskuldir við lánastofnanir jukust um tæpa fjóra milljarða króna. Samkomulag Olís við Landsbankann gerði einnig ráð fyrir því að Olís myndi sameinast móðurfélagi sínu, GESE ehf., og systurfélaginu Sandfelli ehf. ef Samkeppnisyfirvöld myndu samþykkja breytingarnar. Það samþykki fékkst nú í september. Í ársreikningi Olís segir að „við samruna félaganna mun krafa Olíuverzlunar Íslands hf. á hendur móðurfélagi sínu að fjárhæð 1.781 millj. kr. falla út á móti skuld móðurfélagsins". Ekki liggur fyrir hvaða önnur áhrif endurskipulagningin mun hafa á fjárhag GESE ehf. Félagið skilaði síðast ársreikningi árið 2007. Þá skuldaði félagið 6,8 milljarða króna. Eina eign þess á þeim tíma var öll hlutabréf í Olís sem metin voru á 6,8 milljarða króna. Fréttir Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Olíuverzlun Íslands, betur þekkt sem Olís, tapaði 29,3 milljónum króna í fyrra, krafa sem félagið átti á móðurfélag sitt upp á 1,8 milljarða króna var gefin eftir og skuldir þess endurfjármagnaðar. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Olís. Í ársreikningnum kemur meðal annars fram að „í desember 2011 var gengið frá samkomulagi við viðskiptabanka félagsins [Landsbankann] varðandi endurfjármögnun og leiðréttingu á lánum félagsins. Samhliða því samkomulagi er gert ráð fyrir aðkomu nýrra hluthafa að félaginu á árinu 2012 og mun koma til hlutafjáraukningar á fyrri hluta ársins sem mun verða ráðstafað til greiðslu skammtímaskulda við bankann". Sú hlutafjáraukning átti sér stað í febrúar síðastliðnum þegar hlutafé Olís var lækkað um 502,5 milljónir króna að nafnvirði, eða um 75 prósent. Það var síðan samstundis hækkað aftur um sama magn. Fyrir breytinguna átti FAD 1830, sem nú heitir GESE ehf., allt hlutaféð. Það félag er í eigu Einars Benediktssonar og Gísla Baldurs Garðarssonar. Eftir breytinguna átti félagið 25 prósenta hlut. Samherji og FISK Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, greiddu fyrir hlutafjáraukninguna og eru því orðnir eigendur að meirihluta í Olís. Í ársreikningnum kemur fram að skuldir Olís hafi verið 16,8 milljarðar króna um síðustu áramót og hækkuðu um 300 milljónir á milli ára. Athygli vekur þó að afborganir langtímalána námu 7,6 milljörðum króna á árinu 2011 og skammtímaskuldir við lánastofnanir jukust um tæpa fjóra milljarða króna. Samkomulag Olís við Landsbankann gerði einnig ráð fyrir því að Olís myndi sameinast móðurfélagi sínu, GESE ehf., og systurfélaginu Sandfelli ehf. ef Samkeppnisyfirvöld myndu samþykkja breytingarnar. Það samþykki fékkst nú í september. Í ársreikningi Olís segir að „við samruna félaganna mun krafa Olíuverzlunar Íslands hf. á hendur móðurfélagi sínu að fjárhæð 1.781 millj. kr. falla út á móti skuld móðurfélagsins". Ekki liggur fyrir hvaða önnur áhrif endurskipulagningin mun hafa á fjárhag GESE ehf. Félagið skilaði síðast ársreikningi árið 2007. Þá skuldaði félagið 6,8 milljarða króna. Eina eign þess á þeim tíma var öll hlutabréf í Olís sem metin voru á 6,8 milljarða króna.
Fréttir Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira