1,8 milljarða króna krafa á móðurfélag Olís gefin eftir Þórður Snær Júlíusson skrifar 26. september 2012 09:00 Olís Félagið er á meðal stærstu eldsneytissala landsins. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Olíuverzlun Íslands, betur þekkt sem Olís, tapaði 29,3 milljónum króna í fyrra, krafa sem félagið átti á móðurfélag sitt upp á 1,8 milljarða króna var gefin eftir og skuldir þess endurfjármagnaðar. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Olís. Í ársreikningnum kemur meðal annars fram að „í desember 2011 var gengið frá samkomulagi við viðskiptabanka félagsins [Landsbankann] varðandi endurfjármögnun og leiðréttingu á lánum félagsins. Samhliða því samkomulagi er gert ráð fyrir aðkomu nýrra hluthafa að félaginu á árinu 2012 og mun koma til hlutafjáraukningar á fyrri hluta ársins sem mun verða ráðstafað til greiðslu skammtímaskulda við bankann". Sú hlutafjáraukning átti sér stað í febrúar síðastliðnum þegar hlutafé Olís var lækkað um 502,5 milljónir króna að nafnvirði, eða um 75 prósent. Það var síðan samstundis hækkað aftur um sama magn. Fyrir breytinguna átti FAD 1830, sem nú heitir GESE ehf., allt hlutaféð. Það félag er í eigu Einars Benediktssonar og Gísla Baldurs Garðarssonar. Eftir breytinguna átti félagið 25 prósenta hlut. Samherji og FISK Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, greiddu fyrir hlutafjáraukninguna og eru því orðnir eigendur að meirihluta í Olís. Í ársreikningnum kemur fram að skuldir Olís hafi verið 16,8 milljarðar króna um síðustu áramót og hækkuðu um 300 milljónir á milli ára. Athygli vekur þó að afborganir langtímalána námu 7,6 milljörðum króna á árinu 2011 og skammtímaskuldir við lánastofnanir jukust um tæpa fjóra milljarða króna. Samkomulag Olís við Landsbankann gerði einnig ráð fyrir því að Olís myndi sameinast móðurfélagi sínu, GESE ehf., og systurfélaginu Sandfelli ehf. ef Samkeppnisyfirvöld myndu samþykkja breytingarnar. Það samþykki fékkst nú í september. Í ársreikningi Olís segir að „við samruna félaganna mun krafa Olíuverzlunar Íslands hf. á hendur móðurfélagi sínu að fjárhæð 1.781 millj. kr. falla út á móti skuld móðurfélagsins". Ekki liggur fyrir hvaða önnur áhrif endurskipulagningin mun hafa á fjárhag GESE ehf. Félagið skilaði síðast ársreikningi árið 2007. Þá skuldaði félagið 6,8 milljarða króna. Eina eign þess á þeim tíma var öll hlutabréf í Olís sem metin voru á 6,8 milljarða króna. Fréttir Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira
Olíuverzlun Íslands, betur þekkt sem Olís, tapaði 29,3 milljónum króna í fyrra, krafa sem félagið átti á móðurfélag sitt upp á 1,8 milljarða króna var gefin eftir og skuldir þess endurfjármagnaðar. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Olís. Í ársreikningnum kemur meðal annars fram að „í desember 2011 var gengið frá samkomulagi við viðskiptabanka félagsins [Landsbankann] varðandi endurfjármögnun og leiðréttingu á lánum félagsins. Samhliða því samkomulagi er gert ráð fyrir aðkomu nýrra hluthafa að félaginu á árinu 2012 og mun koma til hlutafjáraukningar á fyrri hluta ársins sem mun verða ráðstafað til greiðslu skammtímaskulda við bankann". Sú hlutafjáraukning átti sér stað í febrúar síðastliðnum þegar hlutafé Olís var lækkað um 502,5 milljónir króna að nafnvirði, eða um 75 prósent. Það var síðan samstundis hækkað aftur um sama magn. Fyrir breytinguna átti FAD 1830, sem nú heitir GESE ehf., allt hlutaféð. Það félag er í eigu Einars Benediktssonar og Gísla Baldurs Garðarssonar. Eftir breytinguna átti félagið 25 prósenta hlut. Samherji og FISK Seafood, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, greiddu fyrir hlutafjáraukninguna og eru því orðnir eigendur að meirihluta í Olís. Í ársreikningnum kemur fram að skuldir Olís hafi verið 16,8 milljarðar króna um síðustu áramót og hækkuðu um 300 milljónir á milli ára. Athygli vekur þó að afborganir langtímalána námu 7,6 milljörðum króna á árinu 2011 og skammtímaskuldir við lánastofnanir jukust um tæpa fjóra milljarða króna. Samkomulag Olís við Landsbankann gerði einnig ráð fyrir því að Olís myndi sameinast móðurfélagi sínu, GESE ehf., og systurfélaginu Sandfelli ehf. ef Samkeppnisyfirvöld myndu samþykkja breytingarnar. Það samþykki fékkst nú í september. Í ársreikningi Olís segir að „við samruna félaganna mun krafa Olíuverzlunar Íslands hf. á hendur móðurfélagi sínu að fjárhæð 1.781 millj. kr. falla út á móti skuld móðurfélagsins". Ekki liggur fyrir hvaða önnur áhrif endurskipulagningin mun hafa á fjárhag GESE ehf. Félagið skilaði síðast ársreikningi árið 2007. Þá skuldaði félagið 6,8 milljarða króna. Eina eign þess á þeim tíma var öll hlutabréf í Olís sem metin voru á 6,8 milljarða króna.
Fréttir Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Þóra kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent Bóndi í Borgarfirði keyrði Skoda-bíl yfir milljón kílómetra Samstarf Líkleg tölvuárás á Toyota Viðskipti innlent Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Viðskipti innlent Notendalausnir Origo verða Ofar Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Fleiri fréttir Þóra kveður Stöð 2 Klara frá Kerecis til Arterna Biosciences Notendalausnir Origo verða Ofar Líkleg tölvuárás á Toyota Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Sjá meira