Ég á ekki að borga. Ég á bara að fá Sighvatur Björgvinsson skrifar 13. september 2012 06:00 Jón Steinsson, hagfræðingur og áður ráðgjafi Geirs H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra, furðar sig á því, að ríkisstjórnin skuli ekki njóta nema 38% stuðnings þjóðarinnar þrátt fyrir þann mikla árangur, sem hún hafi náð við úrlausn erfiðra verkefna. Telur hann upp í grein í Fréttablaðinu mikinn árangur ríkisstjórnarinnar í sjö liðum, sem að sögn hagfræðingsins skipta verulega miklu máli um framtíðarvelferð þjóðarinnar. Ég er ekkert hissa. Hvenær hafa Íslendingar ráðstafað atkvæði sínu með hliðsjón af heilsufari ríkissjóðs? Hvenær hafa Íslendingar greitt atkvæði með hliðsjón af nafni þess sem stýrir Seðlabankanum eða hvað sá annars segir? Hvenær hafa Íslendingar látið það ráða atkvæði sínu hvort ríkisvald hafi einkavætt banka með eða án spillingar? Ég bara spyr! Hvenær hefur slíkt gerst? Á átján ára valdaskeiði frjálshyggjunnar? Einhvern tíma á árunum þar á undan? Spyrjum „Jón á förnum vegi". Hvað ræður afstöðu hans? Hann er reiður ríkisstjórninni því hún vildi ekki lækka skuldirnar hans (les: Láta einhverja aðra borga). Jón á förnum vegi telur sig eiga rétt á því vegna „forsendubrests". Jón kallar það „forsendubrest" að íslenska krónan hafi haldið áfram að falla árin 2007 og 2008 eins og hún hefur gert með svipuðum hætti alla þá áratugi, sem hún hefur verið til. Jón á förnum vegi er samt sem áður mikill stuðningsmaður krónunnar. Hann vill bara að samfélagið bæti sér upp hversu ónýtur pappír hún er. Ekki dregur það svo úr óánægju Jóns á förnum vegi með ríkisstjórnina að Palli nágranni, sem komist hafði á lista 16 þúsund vanskilamanna fyrir hrun, skyldi hafa fengið hluta skulda sinna niðurfelldan fyrir atbeina stjórnvalda. „Þessi óráðssíumaður, sem skuldaði öllum allt og átti aldrei neitt. Honum var hjálpað, en ekki mér." Palli nágranni er líka mjög ósáttur með ríkisstjórnina. Hann átti nefnilega kröfu á miklu meiri leiðréttingu en hann fékk! Allt ríkisstjórninni að kenna. „Ég á ekki að borga. Ég á bara að fá." Þetta eru ekki bara pólitísk viðmið þeirra Jóns á röltinu og Palla nágranna. Lítum á forystusauði íslensks efnahagslífs. Samfélagið hefur verið og er enn að fella niður af þeim skuldakröfur upp á þúsundir milljóna króna. Byrðarnar bera ellilífeyrisþegar og öryrkjar með milligöngu lífeyrissjóðanna sem og skattborgarar og landsmenn allir í rýrðum lífskjörum og hrapandi kaupmætti. Hvað hafast þeir svo að, sem „fá"? Þeir koma fjármunum sínum í skattaskjól erlendis og skrá sjálfa sig til heimilis í Bretlandi, í Lúxemborg og í öðrum löndum. Til hvers? Til þess að komast hjá því að greiða skatta og gjöld til þess samfélags sem þeir eru að krefjast af að létti af þeim milljarðaskuldum. „Ég vil ekki borga. Ég vil bara fá." Er furða, þó eftir höfðinu dansi limirnir. Jón á röltinu og Palli nágranni eru ekki að gera neitt annað, en fyrir þeim er haft. Bara í miklu minna mæli. Af hverju? Af því að þeim gefst ekki kostur á meiru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Skoðun Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Sjá meira
Jón Steinsson, hagfræðingur og áður ráðgjafi Geirs H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra, furðar sig á því, að ríkisstjórnin skuli ekki njóta nema 38% stuðnings þjóðarinnar þrátt fyrir þann mikla árangur, sem hún hafi náð við úrlausn erfiðra verkefna. Telur hann upp í grein í Fréttablaðinu mikinn árangur ríkisstjórnarinnar í sjö liðum, sem að sögn hagfræðingsins skipta verulega miklu máli um framtíðarvelferð þjóðarinnar. Ég er ekkert hissa. Hvenær hafa Íslendingar ráðstafað atkvæði sínu með hliðsjón af heilsufari ríkissjóðs? Hvenær hafa Íslendingar greitt atkvæði með hliðsjón af nafni þess sem stýrir Seðlabankanum eða hvað sá annars segir? Hvenær hafa Íslendingar látið það ráða atkvæði sínu hvort ríkisvald hafi einkavætt banka með eða án spillingar? Ég bara spyr! Hvenær hefur slíkt gerst? Á átján ára valdaskeiði frjálshyggjunnar? Einhvern tíma á árunum þar á undan? Spyrjum „Jón á förnum vegi". Hvað ræður afstöðu hans? Hann er reiður ríkisstjórninni því hún vildi ekki lækka skuldirnar hans (les: Láta einhverja aðra borga). Jón á förnum vegi telur sig eiga rétt á því vegna „forsendubrests". Jón kallar það „forsendubrest" að íslenska krónan hafi haldið áfram að falla árin 2007 og 2008 eins og hún hefur gert með svipuðum hætti alla þá áratugi, sem hún hefur verið til. Jón á förnum vegi er samt sem áður mikill stuðningsmaður krónunnar. Hann vill bara að samfélagið bæti sér upp hversu ónýtur pappír hún er. Ekki dregur það svo úr óánægju Jóns á förnum vegi með ríkisstjórnina að Palli nágranni, sem komist hafði á lista 16 þúsund vanskilamanna fyrir hrun, skyldi hafa fengið hluta skulda sinna niðurfelldan fyrir atbeina stjórnvalda. „Þessi óráðssíumaður, sem skuldaði öllum allt og átti aldrei neitt. Honum var hjálpað, en ekki mér." Palli nágranni er líka mjög ósáttur með ríkisstjórnina. Hann átti nefnilega kröfu á miklu meiri leiðréttingu en hann fékk! Allt ríkisstjórninni að kenna. „Ég á ekki að borga. Ég á bara að fá." Þetta eru ekki bara pólitísk viðmið þeirra Jóns á röltinu og Palla nágranna. Lítum á forystusauði íslensks efnahagslífs. Samfélagið hefur verið og er enn að fella niður af þeim skuldakröfur upp á þúsundir milljóna króna. Byrðarnar bera ellilífeyrisþegar og öryrkjar með milligöngu lífeyrissjóðanna sem og skattborgarar og landsmenn allir í rýrðum lífskjörum og hrapandi kaupmætti. Hvað hafast þeir svo að, sem „fá"? Þeir koma fjármunum sínum í skattaskjól erlendis og skrá sjálfa sig til heimilis í Bretlandi, í Lúxemborg og í öðrum löndum. Til hvers? Til þess að komast hjá því að greiða skatta og gjöld til þess samfélags sem þeir eru að krefjast af að létti af þeim milljarðaskuldum. „Ég vil ekki borga. Ég vil bara fá." Er furða, þó eftir höfðinu dansi limirnir. Jón á röltinu og Palli nágranni eru ekki að gera neitt annað, en fyrir þeim er haft. Bara í miklu minna mæli. Af hverju? Af því að þeim gefst ekki kostur á meiru.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun