Fólk forvitið um kynlíf 13. september 2012 13:00 Sunneva Sverrisdóttir og Veigar Ölnir Gunnarsson stýra saman sjónvarpsþættinum Tveir plús sex. Þátturinn fjallar um kynlíf og er fræðsluþáttur fyrir unglinga.fréttablaðið/stefán Sunneva Sverrisdóttir og Veigar Ölnir Gunnarsson stýra sjónvarpsþáttunum Tveir plús sex sem sýndir verða á Popptíví í vetur. Þættirnir fjalla á opinskáan hátt um kynlíf og eru hugsaðir sem skemmtilegir fræðsluþættir handa ungu fólki. Hugmyndina að þáttunum fékk Sunneva þegar hún vann hjá Jafningjafræðslunni. Henni þótti áberandi hvað íslensk ungmenni voru forvitin um kynlíf og kviknaði þá hugmyndin að sjónvarpsþáttunum. Hún bar hana undir systur sína, Hrefnu Björk Sverrisdóttur, og þær settu sig í samband við Sigríði Dögg Arnardóttur kynfræðing og þá fór boltinn að rúlla. Þetta er í fyrsta sinn sem Sunneva reynir fyrir sér í sjónvarpi og aðspurð segist hún alveg ófeimin fyrir framan myndavélina. „Ég lærði að koma fram hjá Jafningjafræðslunni og var í ræðumennsku í grunn- og menntaskóla sem hefur hjálpað mikið til." Sunneva kynntist Veigari Ölni í Menntaskólanum í Hamrahlíð og taldi hann tilvalinn í hlutverk meðstjórnanda þáttanna. „Hann er skemmtilegur, einlægur og hress og hefur líka verið í leiklist þannig að mér þótti tilvalið að fá hann með mér í þetta," segir hún. Veigar kveðst þó hafa þurft svolítinn umhugsunarfrest áður en hann tók að sér verkefnið. „Ég stökk ekki á þetta einn, tveir og þrír heldur þurfti smá tíma til að melta þetta. Þegar Sunneva útskýrði fyrir mér hversu mikil þörf væri á fræðslu sem þessari ákvað ég að vera með." Þetta er einnig í fyrsta sinn sem Veigar kemur fram í sjónvarpi og segir hann mun meiri vinnu liggja að baki gerðar þáttanna en hann hafi í fyrstu búist við. „En þetta er skemmtileg vinna og engin kvöð og ég hef lært heilan helling í leiðinni." Veigar heldur til Suður-Ameríku stuttu eftir að tökum lýkur og verður því ekki á landinu þegar þættirnir verða frumsýndir. „Ég sting af til útlanda áður en þættirnir byrja," segir hann að lokum í gamansömum tón. sara@frettabladid.is Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira
Sunneva Sverrisdóttir og Veigar Ölnir Gunnarsson stýra sjónvarpsþáttunum Tveir plús sex sem sýndir verða á Popptíví í vetur. Þættirnir fjalla á opinskáan hátt um kynlíf og eru hugsaðir sem skemmtilegir fræðsluþættir handa ungu fólki. Hugmyndina að þáttunum fékk Sunneva þegar hún vann hjá Jafningjafræðslunni. Henni þótti áberandi hvað íslensk ungmenni voru forvitin um kynlíf og kviknaði þá hugmyndin að sjónvarpsþáttunum. Hún bar hana undir systur sína, Hrefnu Björk Sverrisdóttur, og þær settu sig í samband við Sigríði Dögg Arnardóttur kynfræðing og þá fór boltinn að rúlla. Þetta er í fyrsta sinn sem Sunneva reynir fyrir sér í sjónvarpi og aðspurð segist hún alveg ófeimin fyrir framan myndavélina. „Ég lærði að koma fram hjá Jafningjafræðslunni og var í ræðumennsku í grunn- og menntaskóla sem hefur hjálpað mikið til." Sunneva kynntist Veigari Ölni í Menntaskólanum í Hamrahlíð og taldi hann tilvalinn í hlutverk meðstjórnanda þáttanna. „Hann er skemmtilegur, einlægur og hress og hefur líka verið í leiklist þannig að mér þótti tilvalið að fá hann með mér í þetta," segir hún. Veigar kveðst þó hafa þurft svolítinn umhugsunarfrest áður en hann tók að sér verkefnið. „Ég stökk ekki á þetta einn, tveir og þrír heldur þurfti smá tíma til að melta þetta. Þegar Sunneva útskýrði fyrir mér hversu mikil þörf væri á fræðslu sem þessari ákvað ég að vera með." Þetta er einnig í fyrsta sinn sem Veigar kemur fram í sjónvarpi og segir hann mun meiri vinnu liggja að baki gerðar þáttanna en hann hafi í fyrstu búist við. „En þetta er skemmtileg vinna og engin kvöð og ég hef lært heilan helling í leiðinni." Veigar heldur til Suður-Ameríku stuttu eftir að tökum lýkur og verður því ekki á landinu þegar þættirnir verða frumsýndir. „Ég sting af til útlanda áður en þættirnir byrja," segir hann að lokum í gamansömum tón. sara@frettabladid.is
Mest lesið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Fleiri fréttir Pamela slær á sögusagnirnar Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Sjá meira