Fólk forvitið um kynlíf 13. september 2012 13:00 Sunneva Sverrisdóttir og Veigar Ölnir Gunnarsson stýra saman sjónvarpsþættinum Tveir plús sex. Þátturinn fjallar um kynlíf og er fræðsluþáttur fyrir unglinga.fréttablaðið/stefán Sunneva Sverrisdóttir og Veigar Ölnir Gunnarsson stýra sjónvarpsþáttunum Tveir plús sex sem sýndir verða á Popptíví í vetur. Þættirnir fjalla á opinskáan hátt um kynlíf og eru hugsaðir sem skemmtilegir fræðsluþættir handa ungu fólki. Hugmyndina að þáttunum fékk Sunneva þegar hún vann hjá Jafningjafræðslunni. Henni þótti áberandi hvað íslensk ungmenni voru forvitin um kynlíf og kviknaði þá hugmyndin að sjónvarpsþáttunum. Hún bar hana undir systur sína, Hrefnu Björk Sverrisdóttur, og þær settu sig í samband við Sigríði Dögg Arnardóttur kynfræðing og þá fór boltinn að rúlla. Þetta er í fyrsta sinn sem Sunneva reynir fyrir sér í sjónvarpi og aðspurð segist hún alveg ófeimin fyrir framan myndavélina. „Ég lærði að koma fram hjá Jafningjafræðslunni og var í ræðumennsku í grunn- og menntaskóla sem hefur hjálpað mikið til." Sunneva kynntist Veigari Ölni í Menntaskólanum í Hamrahlíð og taldi hann tilvalinn í hlutverk meðstjórnanda þáttanna. „Hann er skemmtilegur, einlægur og hress og hefur líka verið í leiklist þannig að mér þótti tilvalið að fá hann með mér í þetta," segir hún. Veigar kveðst þó hafa þurft svolítinn umhugsunarfrest áður en hann tók að sér verkefnið. „Ég stökk ekki á þetta einn, tveir og þrír heldur þurfti smá tíma til að melta þetta. Þegar Sunneva útskýrði fyrir mér hversu mikil þörf væri á fræðslu sem þessari ákvað ég að vera með." Þetta er einnig í fyrsta sinn sem Veigar kemur fram í sjónvarpi og segir hann mun meiri vinnu liggja að baki gerðar þáttanna en hann hafi í fyrstu búist við. „En þetta er skemmtileg vinna og engin kvöð og ég hef lært heilan helling í leiðinni." Veigar heldur til Suður-Ameríku stuttu eftir að tökum lýkur og verður því ekki á landinu þegar þættirnir verða frumsýndir. „Ég sting af til útlanda áður en þættirnir byrja," segir hann að lokum í gamansömum tón. sara@frettabladid.is Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Sjá meira
Sunneva Sverrisdóttir og Veigar Ölnir Gunnarsson stýra sjónvarpsþáttunum Tveir plús sex sem sýndir verða á Popptíví í vetur. Þættirnir fjalla á opinskáan hátt um kynlíf og eru hugsaðir sem skemmtilegir fræðsluþættir handa ungu fólki. Hugmyndina að þáttunum fékk Sunneva þegar hún vann hjá Jafningjafræðslunni. Henni þótti áberandi hvað íslensk ungmenni voru forvitin um kynlíf og kviknaði þá hugmyndin að sjónvarpsþáttunum. Hún bar hana undir systur sína, Hrefnu Björk Sverrisdóttur, og þær settu sig í samband við Sigríði Dögg Arnardóttur kynfræðing og þá fór boltinn að rúlla. Þetta er í fyrsta sinn sem Sunneva reynir fyrir sér í sjónvarpi og aðspurð segist hún alveg ófeimin fyrir framan myndavélina. „Ég lærði að koma fram hjá Jafningjafræðslunni og var í ræðumennsku í grunn- og menntaskóla sem hefur hjálpað mikið til." Sunneva kynntist Veigari Ölni í Menntaskólanum í Hamrahlíð og taldi hann tilvalinn í hlutverk meðstjórnanda þáttanna. „Hann er skemmtilegur, einlægur og hress og hefur líka verið í leiklist þannig að mér þótti tilvalið að fá hann með mér í þetta," segir hún. Veigar kveðst þó hafa þurft svolítinn umhugsunarfrest áður en hann tók að sér verkefnið. „Ég stökk ekki á þetta einn, tveir og þrír heldur þurfti smá tíma til að melta þetta. Þegar Sunneva útskýrði fyrir mér hversu mikil þörf væri á fræðslu sem þessari ákvað ég að vera með." Þetta er einnig í fyrsta sinn sem Veigar kemur fram í sjónvarpi og segir hann mun meiri vinnu liggja að baki gerðar þáttanna en hann hafi í fyrstu búist við. „En þetta er skemmtileg vinna og engin kvöð og ég hef lært heilan helling í leiðinni." Veigar heldur til Suður-Ameríku stuttu eftir að tökum lýkur og verður því ekki á landinu þegar þættirnir verða frumsýndir. „Ég sting af til útlanda áður en þættirnir byrja," segir hann að lokum í gamansömum tón. sara@frettabladid.is
Mest lesið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Lífið Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Hall og Oates ná sáttum Lífið Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Lífið Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Lífið Fleiri fréttir Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar „Við ætlum að hlaupa fyrir hana Birtu okkar“ Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Sjá meira