Fólk forvitið um kynlíf 13. september 2012 13:00 Sunneva Sverrisdóttir og Veigar Ölnir Gunnarsson stýra saman sjónvarpsþættinum Tveir plús sex. Þátturinn fjallar um kynlíf og er fræðsluþáttur fyrir unglinga.fréttablaðið/stefán Sunneva Sverrisdóttir og Veigar Ölnir Gunnarsson stýra sjónvarpsþáttunum Tveir plús sex sem sýndir verða á Popptíví í vetur. Þættirnir fjalla á opinskáan hátt um kynlíf og eru hugsaðir sem skemmtilegir fræðsluþættir handa ungu fólki. Hugmyndina að þáttunum fékk Sunneva þegar hún vann hjá Jafningjafræðslunni. Henni þótti áberandi hvað íslensk ungmenni voru forvitin um kynlíf og kviknaði þá hugmyndin að sjónvarpsþáttunum. Hún bar hana undir systur sína, Hrefnu Björk Sverrisdóttur, og þær settu sig í samband við Sigríði Dögg Arnardóttur kynfræðing og þá fór boltinn að rúlla. Þetta er í fyrsta sinn sem Sunneva reynir fyrir sér í sjónvarpi og aðspurð segist hún alveg ófeimin fyrir framan myndavélina. „Ég lærði að koma fram hjá Jafningjafræðslunni og var í ræðumennsku í grunn- og menntaskóla sem hefur hjálpað mikið til." Sunneva kynntist Veigari Ölni í Menntaskólanum í Hamrahlíð og taldi hann tilvalinn í hlutverk meðstjórnanda þáttanna. „Hann er skemmtilegur, einlægur og hress og hefur líka verið í leiklist þannig að mér þótti tilvalið að fá hann með mér í þetta," segir hún. Veigar kveðst þó hafa þurft svolítinn umhugsunarfrest áður en hann tók að sér verkefnið. „Ég stökk ekki á þetta einn, tveir og þrír heldur þurfti smá tíma til að melta þetta. Þegar Sunneva útskýrði fyrir mér hversu mikil þörf væri á fræðslu sem þessari ákvað ég að vera með." Þetta er einnig í fyrsta sinn sem Veigar kemur fram í sjónvarpi og segir hann mun meiri vinnu liggja að baki gerðar þáttanna en hann hafi í fyrstu búist við. „En þetta er skemmtileg vinna og engin kvöð og ég hef lært heilan helling í leiðinni." Veigar heldur til Suður-Ameríku stuttu eftir að tökum lýkur og verður því ekki á landinu þegar þættirnir verða frumsýndir. „Ég sting af til útlanda áður en þættirnir byrja," segir hann að lokum í gamansömum tón. sara@frettabladid.is Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira
Sunneva Sverrisdóttir og Veigar Ölnir Gunnarsson stýra sjónvarpsþáttunum Tveir plús sex sem sýndir verða á Popptíví í vetur. Þættirnir fjalla á opinskáan hátt um kynlíf og eru hugsaðir sem skemmtilegir fræðsluþættir handa ungu fólki. Hugmyndina að þáttunum fékk Sunneva þegar hún vann hjá Jafningjafræðslunni. Henni þótti áberandi hvað íslensk ungmenni voru forvitin um kynlíf og kviknaði þá hugmyndin að sjónvarpsþáttunum. Hún bar hana undir systur sína, Hrefnu Björk Sverrisdóttur, og þær settu sig í samband við Sigríði Dögg Arnardóttur kynfræðing og þá fór boltinn að rúlla. Þetta er í fyrsta sinn sem Sunneva reynir fyrir sér í sjónvarpi og aðspurð segist hún alveg ófeimin fyrir framan myndavélina. „Ég lærði að koma fram hjá Jafningjafræðslunni og var í ræðumennsku í grunn- og menntaskóla sem hefur hjálpað mikið til." Sunneva kynntist Veigari Ölni í Menntaskólanum í Hamrahlíð og taldi hann tilvalinn í hlutverk meðstjórnanda þáttanna. „Hann er skemmtilegur, einlægur og hress og hefur líka verið í leiklist þannig að mér þótti tilvalið að fá hann með mér í þetta," segir hún. Veigar kveðst þó hafa þurft svolítinn umhugsunarfrest áður en hann tók að sér verkefnið. „Ég stökk ekki á þetta einn, tveir og þrír heldur þurfti smá tíma til að melta þetta. Þegar Sunneva útskýrði fyrir mér hversu mikil þörf væri á fræðslu sem þessari ákvað ég að vera með." Þetta er einnig í fyrsta sinn sem Veigar kemur fram í sjónvarpi og segir hann mun meiri vinnu liggja að baki gerðar þáttanna en hann hafi í fyrstu búist við. „En þetta er skemmtileg vinna og engin kvöð og ég hef lært heilan helling í leiðinni." Veigar heldur til Suður-Ameríku stuttu eftir að tökum lýkur og verður því ekki á landinu þegar þættirnir verða frumsýndir. „Ég sting af til útlanda áður en þættirnir byrja," segir hann að lokum í gamansömum tón. sara@frettabladid.is
Mest lesið Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ Lífið Ástin blómstraði í karókí Lífið Michelle Trachtenberg er látin Lífið Ása Steinars á von á barni Lífið Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Lífið Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Lífið Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Lífið Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Lífið Fleiri fréttir Ása Steinars á von á barni Ástin blómstraði í karókí Michelle Trachtenberg er látin Kjósa ekki Fiennes heldur Brody vegna misskilnings Öllu tjaldað til í sjö ára afmæli Chicago Halla og Bjössi í Mottumars sokkunum í fyrsta sinn Steinhissa en verður Dumbledore Fluttu með alla fjölskylduna til Tene: „Nenni ekki að vera í þessari typpakeppni“ „Hann kann að dansa, maður minn!“ Skuggavaldið: Samsæriskenningum aldrei verið beitt svona áður Segir hlutverkið hafa bjargað lífi sínu Stöðugt spurðir hvers vegna þeir ættleiddu ekki bara Rappar um vímu Sjóðheit stemning í eftirpartýi Flóna 38 ára hreinn sveinn: Er til leið út úr þessum vítahring? Ísraelar þekkja ásakanir um stuld af eigin raun Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Sjá meira