Klók leið ríkisstjórnarinnar til að skapa störf í kreppunni Össur Skarphéðinsson skrifar 11. september 2012 06:00 Eitt allra snjallasta ráðið sem ríkisstjórnin brá á til að skapa störf í hápunkti kreppunnar þegar atvinnuleysið var sem hæst var ákvörðun um að endurgreiða 100% virðisaukaskatt af vinnu við viðhald bygginga einstaklinga, bæði íbúðarhúsnæðis og sumarhúsa, og af opinberum byggingum. Hátt á annað þúsund ársverk urðu til vegna þessarar djörfu ákvörðunar sem ríkisstjórnin tók mjög snemma á ferli sínum – eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hvarf úr stjórninni. Hundruð atvinnulausra iðnaðarmanna fengu vinnu, smiðir, rafvirkjar, pípulagningamenn, múrarar og fleiri. Ekki má gleyma verkfræðistofum sem fengu verkefni við að gera úttektir á viðhaldsþörf, hanna verk og meta, og loks hafa umsjón með framkvæmdum. Um alla Reykjavík og allt landið ruku upp stillansar. Húseigendur og húsfélög sem höfðu látið viðhald sitja á hakanum, tóku tilboði ríkisstjórnarinnar um 100 prósenta endurgreiðsluna, og fengu iðnaðarmenn, verktakafyrirtæki og verkfræðistofur til að standa fyrir endurbótum á stórum blokkum. Sama gerðu sveitarfélög sem höfðu beðið með viðhald á eignum sínum. Fyrir marga einyrkja og lítil fyrirtæki skipti ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að endurgreiða 100 prósenta virðisaukaskattinn algerum sköpum. Ríkisstjórnin, sem Sjálfstæðisflokkurinn skammar fyrir að hækka skatta á hátekjufólk, lækkaði þvert á móti skatta til að skapa störf fyrir atvinnulaust fólk. Þetta gerðist ekki meðan Sjálfstæðisflokkurinn var við völdin – heldur eftir að hann fór úr ríkisstjórn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen Skoðun Skoðun Skoðun Þreytt og drullug börn Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Betri kvikmyndaskóli Þór Pálsson skrifar Skoðun Fyrirhugað böl við Bústaðaveg og Blesugróf Sveinn Þórhallsson skrifar Skoðun Fjölbreytt námsmat Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Að þvælast fyrir atvinnurekstri - á þeim forsendum sem henta Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Margföldun þjóðarverðmæta: Meira virði úr sömu orku Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Leysum heimatilbúinn vanda á húsnæðismarkaði Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við þurfum að tala saman Páll Rafnar Þorsteinsson skrifar Skoðun Veðmál í fótbolta – aðgerðir áður en skaðinn verður Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Hataðu mig af því að ég er í Viðreisn, ekki af því að ég er hommi Oddgeir Georgsson skrifar Skoðun Símafrí á skólatíma Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ömurlegur fyrri hálfleikur – en er enn von? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Vitund, virðing og von: Jafningjastuðningur í brennidepli Nína Eck skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra – Um þögnina sem styður ofbeldi Halldóra Sigríður Sveinsdóttir skrifar Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson skrifar Skoðun Að láta mata sig er svo þægilegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Nýjar reglur um réttindi fólks í ráðningarsambandi Ingvar Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi í skólum: Áskoranir og leiðir til lausna Soffía Ámundadóttir skrifar Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson skrifar Skoðun Eplin í andlitshæð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Bataskólinn – fyrir þig? Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar Skoðun Boðsferð Landsvirkjunar Stefán Georgsson skrifar Skoðun Samstarf um loftslagsmál og grænar lausnir Sigurður Hannesson,Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ástin er falleg Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Grunnstoðir sveitarfélagsins efldar til muna Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Eitt allra snjallasta ráðið sem ríkisstjórnin brá á til að skapa störf í hápunkti kreppunnar þegar atvinnuleysið var sem hæst var ákvörðun um að endurgreiða 100% virðisaukaskatt af vinnu við viðhald bygginga einstaklinga, bæði íbúðarhúsnæðis og sumarhúsa, og af opinberum byggingum. Hátt á annað þúsund ársverk urðu til vegna þessarar djörfu ákvörðunar sem ríkisstjórnin tók mjög snemma á ferli sínum – eftir að Sjálfstæðisflokkurinn hvarf úr stjórninni. Hundruð atvinnulausra iðnaðarmanna fengu vinnu, smiðir, rafvirkjar, pípulagningamenn, múrarar og fleiri. Ekki má gleyma verkfræðistofum sem fengu verkefni við að gera úttektir á viðhaldsþörf, hanna verk og meta, og loks hafa umsjón með framkvæmdum. Um alla Reykjavík og allt landið ruku upp stillansar. Húseigendur og húsfélög sem höfðu látið viðhald sitja á hakanum, tóku tilboði ríkisstjórnarinnar um 100 prósenta endurgreiðsluna, og fengu iðnaðarmenn, verktakafyrirtæki og verkfræðistofur til að standa fyrir endurbótum á stórum blokkum. Sama gerðu sveitarfélög sem höfðu beðið með viðhald á eignum sínum. Fyrir marga einyrkja og lítil fyrirtæki skipti ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að endurgreiða 100 prósenta virðisaukaskattinn algerum sköpum. Ríkisstjórnin, sem Sjálfstæðisflokkurinn skammar fyrir að hækka skatta á hátekjufólk, lækkaði þvert á móti skatta til að skapa störf fyrir atvinnulaust fólk. Þetta gerðist ekki meðan Sjálfstæðisflokkurinn var við völdin – heldur eftir að hann fór úr ríkisstjórn.
Skoðun Ábyrg umfjöllun um sjálfsvíg – erum við öll ritstjórar? Guðrún Jóna Guðlaugsdóttir,Tómas Kristjánsson skrifar
Skoðun Sanna er rödd félagshyggju, réttlætis og jöfnuðar! Laufey Líndal Ólafsdóttir,Sara Stef. Hildardóttir skrifar
Skoðun Líknarmeðferð og dánaraðstoð eru ekki andstæður heldur nauðsynleg umræðuefni Ingrid Kuhlman skrifar