Börn og lestur – mikilvægi foreldra Ingibjörg Auðunsdóttir skrifar 8. september 2012 06:00 Foreldrar eru fyrstu kennarar barna sinna og þeir aðilar sem lengst fylgja þeim eftir í lífinu. Fjöldi rannsókna sýnir fram á að þátttaka foreldra í námi barnanna styrkir þau í námi, það á einnig við um árangur þeirra í lestri. Afburðagóðan árangur finnskra barna í lesskilningi má rekja til menntunar- og félagslegra þátta, finnskir foreldrar lesa mikið. Á bókasöfnum þar í landi hefur almenningur mjög gott aðgengi að bókum og blöðum, en lestrarfærni tengist sterklega því umhverfi sem börn alast upp í. Það skiptir því máli að: n börn hafi aðgang að bókum heima, helst bókum sem þeim finnst áhugaverðar n börn finni að lestur sé mikilvægur n bækur séu til á heimilinu, að börn sjái foreldra sína lesa n foreldrar lesi mikið og lesi sér til ánægju n börn lesi og að foreldrar hlusti af áhuga á þau lesa n börn og foreldrar ræði saman um það sem börnin lesa n foreldrar haldi áfram að lesa fyrir börn sín þótt þau geti lesið hjálparlaust. Læsi er ekki námsgrein heldur grundvallarfærni sem gengur þvert á allar námsgreinar og er undirstaða annars náms og starfa í samfélaginu. Því er mikilvægt að heimili og skólar séu samstiga í því að styrkja læsi barna. Frá árinu 1965 hafa Sameinuðu þjóðirnar helgað 8. september málefnum læsis. Í ár taka Íslendingar þátt í þessum alþjóðlega degi í fjórða skiptið. Í tilefni af Degi læsis eru fjölskyldur hvattar til að skipuleggja 30 mínútna samverustund, þar sem lesið er saman, bækur skoðaðar og rætt um efni bókanna. Nokkur dæmi um það sem fjölskyldur geta gert: n Lestur um tiltekið efni. Sammælist um efnið. Finnið misþungt lesefni, þannig að allir hafi lesefni miðað við aldur og leikni. Hafið lestrartíma þar sem allir lesa sitt efni í hljóði. Hver og einn getur síðan sagt frá sínu lesefni. Takið saman í lokin hvers fjölskyldan varð vísari. nSpilið spil þar sem lesa þarf texta til að geta haldið áfram. Gæti verið heimatilbúið slönguspil. nRáðið krossgátur saman. nTeiknið upp kort sem sýnir leiðir að heimilinu, í vinnu, verslun, skóla. Merkið götuheiti og helstu kennileiti. nSegið barninu frá bókum sem þið hafið lesið og gefið barninu tækifæri til þess sama. nFarið oft með barnið á bókasafnið til að fá lánaðar bækur. nHafið gott aðgengi að bókum, tímaritum og hljóðbókum á heimilinu. nVerið góð fyrirmynd, sérstaklega er feðrum og öðrum karlmönnum í fjölskyldum drengja bent á mikilvægi þess að vera góð fyrirmynd við lestur. nGerið barnið að þátttakanda í daglegum lestrar- og skriftarathöfnum fjölskyldunnar, t.d. þegar þið lesið blöðin eða skrifið innkaupalista. Fáið barnið til að hjálpa til við að finna vörur í hillum verslana, lesa mataruppskriftir um leið og eldað er, lesa dagskrá sjónvarpsins og textann á skjánum, lesa leiðbeiningar sem til eru á heimilinu, skrifa og lesa á kort og tölvupóst, skoða vefsíður og tölvuforrit. Börn stíga sín fyrstu spor í lestri og læsi með fjölskyldunni. Þau verða fyrir áhrifum frá henni. Viðhorf, áhugi og notkun lesefnis á heimili hefur bein áhrif á lestrar- og skriftargetu barnsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Foreldrar eru fyrstu kennarar barna sinna og þeir aðilar sem lengst fylgja þeim eftir í lífinu. Fjöldi rannsókna sýnir fram á að þátttaka foreldra í námi barnanna styrkir þau í námi, það á einnig við um árangur þeirra í lestri. Afburðagóðan árangur finnskra barna í lesskilningi má rekja til menntunar- og félagslegra þátta, finnskir foreldrar lesa mikið. Á bókasöfnum þar í landi hefur almenningur mjög gott aðgengi að bókum og blöðum, en lestrarfærni tengist sterklega því umhverfi sem börn alast upp í. Það skiptir því máli að: n börn hafi aðgang að bókum heima, helst bókum sem þeim finnst áhugaverðar n börn finni að lestur sé mikilvægur n bækur séu til á heimilinu, að börn sjái foreldra sína lesa n foreldrar lesi mikið og lesi sér til ánægju n börn lesi og að foreldrar hlusti af áhuga á þau lesa n börn og foreldrar ræði saman um það sem börnin lesa n foreldrar haldi áfram að lesa fyrir börn sín þótt þau geti lesið hjálparlaust. Læsi er ekki námsgrein heldur grundvallarfærni sem gengur þvert á allar námsgreinar og er undirstaða annars náms og starfa í samfélaginu. Því er mikilvægt að heimili og skólar séu samstiga í því að styrkja læsi barna. Frá árinu 1965 hafa Sameinuðu þjóðirnar helgað 8. september málefnum læsis. Í ár taka Íslendingar þátt í þessum alþjóðlega degi í fjórða skiptið. Í tilefni af Degi læsis eru fjölskyldur hvattar til að skipuleggja 30 mínútna samverustund, þar sem lesið er saman, bækur skoðaðar og rætt um efni bókanna. Nokkur dæmi um það sem fjölskyldur geta gert: n Lestur um tiltekið efni. Sammælist um efnið. Finnið misþungt lesefni, þannig að allir hafi lesefni miðað við aldur og leikni. Hafið lestrartíma þar sem allir lesa sitt efni í hljóði. Hver og einn getur síðan sagt frá sínu lesefni. Takið saman í lokin hvers fjölskyldan varð vísari. nSpilið spil þar sem lesa þarf texta til að geta haldið áfram. Gæti verið heimatilbúið slönguspil. nRáðið krossgátur saman. nTeiknið upp kort sem sýnir leiðir að heimilinu, í vinnu, verslun, skóla. Merkið götuheiti og helstu kennileiti. nSegið barninu frá bókum sem þið hafið lesið og gefið barninu tækifæri til þess sama. nFarið oft með barnið á bókasafnið til að fá lánaðar bækur. nHafið gott aðgengi að bókum, tímaritum og hljóðbókum á heimilinu. nVerið góð fyrirmynd, sérstaklega er feðrum og öðrum karlmönnum í fjölskyldum drengja bent á mikilvægi þess að vera góð fyrirmynd við lestur. nGerið barnið að þátttakanda í daglegum lestrar- og skriftarathöfnum fjölskyldunnar, t.d. þegar þið lesið blöðin eða skrifið innkaupalista. Fáið barnið til að hjálpa til við að finna vörur í hillum verslana, lesa mataruppskriftir um leið og eldað er, lesa dagskrá sjónvarpsins og textann á skjánum, lesa leiðbeiningar sem til eru á heimilinu, skrifa og lesa á kort og tölvupóst, skoða vefsíður og tölvuforrit. Börn stíga sín fyrstu spor í lestri og læsi með fjölskyldunni. Þau verða fyrir áhrifum frá henni. Viðhorf, áhugi og notkun lesefnis á heimili hefur bein áhrif á lestrar- og skriftargetu barnsins.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun