Ben Stiller og Þórey Össur Skarphéðinsson skrifar 8. september 2012 06:00 Fjári var það gott hjá Þóreyju Vilhjálmsdóttur, framkvæmdastjóra borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna, að benda á hér í Fbl. að lögin um endurgreiðslu 20% kostnaðar við kvikmyndir framleiddar hér á landi hafa reynst einstaklega farsæl. Þau hafa meðal annars, eins og Þórey bendir á, laðað hingað frægar kvikmyndastjörnur eins og Ben Stiller, og ekki má nú gleyma harðjöxlum eins og Clint Eastwood, sem við Geir H. Haarde vorum samtíða í líkamsrækt í World Class um árið þegar hann gerði Flags of Our Fathers. Það er líka aldeilis rétt hjá henni, að þessi lög skapa vinnu fyrir um 800 manns við kvikmyndagerð á Íslandi, og hafa kallað heim aftur úrvalsfólk, sem hafði sytrað til útlanda í erfiðu árferði. Þá eru ótaldar þær þúsundir starfa sem skilgreina má sem afleidd störf vegna kvikmyndaframleiðslunnar hér á landi. Á það bendir Þórey réttilega líka. Framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna gleymir hins vegar einu í annars afbragðsgóðri grein. Þessi merku lög voru upphaflega barin í gegn af Finni Ingólfssyni, iðnaðarráðherra Framsóknarflokksins, við töluverða erfiðleika gagnvart Sjálfstæðisflokknum, sem Þórey vinnur fyrir. Finnur lagði til, og fékk samþykkta, 14% endurgreiðslu. Sjálfsagt er að láta hann njóta þess frumkvæðis. Þegar fram liðu stundir hækkuðu önnur lönd sína endurgreiðslu. Við það dapraðist mjög segulmagn og samkeppnishæfni Íslands á þessu sviði. Þegar ég varð iðnaðarráðherra 2007 átti ég fundi með kvikmyndagerðarfólki sem færði afar sterk rök fyrir nauðsyn þess að hækka endurgreiðsluna upp í 20%. Ég fór með málið af stað en þótt ég ólmaðist eins og kviðsítt naut í mýri mætti ég hörðum vegg hjá Sjálfstæðisflokknum sem var líka í þáverandi ríkisstjórn. Flokkurinn, sem Þórey vinnur fyrir, var einfaldlega á móti því að hækka endurgreiðsluna upp í 20%. Það kvað við annan tón þegar Vinstri hreyfingin – grænt framboð tók sæti í ríkisstjórn. Á öðrum fundi þeirrar ríkisstjórnar tók ég upp úr skúffu frumvarpið sem Sjálfstæðisflokkurinn vildi aldrei sjá í ríkisstjórn – og það rann í gegn. Alþingi samþykkti 20% endurgreiðsluna í kjölfarið. Síðan rann upp það blómaskeið í kvikmyndagerð á Íslandi sem framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna lýsti svo fallega í grein sinni hér í Fbl. á dögunum. Það var því þrátt fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en ekki vegna hans, sem Ben Stiller, Tom Cruise og annað stjörnuglit kom hingað til að gera stórmyndir sínar í sumar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Össur Skarphéðinsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Sjá meira
Fjári var það gott hjá Þóreyju Vilhjálmsdóttur, framkvæmdastjóra borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna, að benda á hér í Fbl. að lögin um endurgreiðslu 20% kostnaðar við kvikmyndir framleiddar hér á landi hafa reynst einstaklega farsæl. Þau hafa meðal annars, eins og Þórey bendir á, laðað hingað frægar kvikmyndastjörnur eins og Ben Stiller, og ekki má nú gleyma harðjöxlum eins og Clint Eastwood, sem við Geir H. Haarde vorum samtíða í líkamsrækt í World Class um árið þegar hann gerði Flags of Our Fathers. Það er líka aldeilis rétt hjá henni, að þessi lög skapa vinnu fyrir um 800 manns við kvikmyndagerð á Íslandi, og hafa kallað heim aftur úrvalsfólk, sem hafði sytrað til útlanda í erfiðu árferði. Þá eru ótaldar þær þúsundir starfa sem skilgreina má sem afleidd störf vegna kvikmyndaframleiðslunnar hér á landi. Á það bendir Þórey réttilega líka. Framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna gleymir hins vegar einu í annars afbragðsgóðri grein. Þessi merku lög voru upphaflega barin í gegn af Finni Ingólfssyni, iðnaðarráðherra Framsóknarflokksins, við töluverða erfiðleika gagnvart Sjálfstæðisflokknum, sem Þórey vinnur fyrir. Finnur lagði til, og fékk samþykkta, 14% endurgreiðslu. Sjálfsagt er að láta hann njóta þess frumkvæðis. Þegar fram liðu stundir hækkuðu önnur lönd sína endurgreiðslu. Við það dapraðist mjög segulmagn og samkeppnishæfni Íslands á þessu sviði. Þegar ég varð iðnaðarráðherra 2007 átti ég fundi með kvikmyndagerðarfólki sem færði afar sterk rök fyrir nauðsyn þess að hækka endurgreiðsluna upp í 20%. Ég fór með málið af stað en þótt ég ólmaðist eins og kviðsítt naut í mýri mætti ég hörðum vegg hjá Sjálfstæðisflokknum sem var líka í þáverandi ríkisstjórn. Flokkurinn, sem Þórey vinnur fyrir, var einfaldlega á móti því að hækka endurgreiðsluna upp í 20%. Það kvað við annan tón þegar Vinstri hreyfingin – grænt framboð tók sæti í ríkisstjórn. Á öðrum fundi þeirrar ríkisstjórnar tók ég upp úr skúffu frumvarpið sem Sjálfstæðisflokkurinn vildi aldrei sjá í ríkisstjórn – og það rann í gegn. Alþingi samþykkti 20% endurgreiðsluna í kjölfarið. Síðan rann upp það blómaskeið í kvikmyndagerð á Íslandi sem framkvæmdastjóri borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna lýsti svo fallega í grein sinni hér í Fbl. á dögunum. Það var því þrátt fyrir Sjálfstæðisflokkinn, en ekki vegna hans, sem Ben Stiller, Tom Cruise og annað stjörnuglit kom hingað til að gera stórmyndir sínar í sumar.
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir Skoðun