Uppbyggingarhrun Magnús Jónsson skrifar 6. september 2012 06:00 Í makríldeilunni svokölluðu er tekist á um skiptingu afla úr þessum stóra fiskistofni. Margt bendir til þess að stærð hans sé stórlega vanmetin, sagði Guðmundur Óskarsson fiskifræðingur í viðtali í Morgunblaðinu nýlega og magn þeirrar fæðu sem þessi ránfiskur tekur til sín þá einnig. Kannski er hann að éta árlega tugi milljóna tonna úr lífmassa Norður-Atlantshafsins, aðallega ljósátu, rauðátu, svifdýr, sandsíli, trönusíli og jafnvel smáloðnu, síldarseyði og annað fisksmæli. Margir sjómenn líkja þessum fiski við engisprettufár. Sumir rekja hrun sandsílisstofnsins til stækkunar makrílstofnsins með tilheyrandi keðjuverkun á fugla- og fiskistofnum. Og nú eru menn í óða önn að reyna að byggja alla stofna upp samtímis óháð því hverjir éta hvern! Á t.d. að friða svartfuglinn og kríuna á landi og þorskinn, ýsuna og lúðuna í sjó til þess eins að drepast úr hungri vegna uppbyggingar á makrílstofninum? Hvenær skyldi koma að því að raunveruleg náttúrufræði verði tekin með í reikninginn þegar sest er við samningaborð um veiðar, nýtingu einstakra stofna og skiptingu þeirra á milli einstakra þjóða? Væri ekki skynsamlegast í stöðunni að veiða eins mikið af makríl og markaður er fyrir áður en hann étur aðra mikilvægari fiskistofna, fuglastofna og jafnvel þjóðina út á gaddinn? Áhrif slíkra makrílveiða á lífríkið yrðu síðan verðugt rannsóknarefni fyrir fiski- og fuglafræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Sjá meira
Í makríldeilunni svokölluðu er tekist á um skiptingu afla úr þessum stóra fiskistofni. Margt bendir til þess að stærð hans sé stórlega vanmetin, sagði Guðmundur Óskarsson fiskifræðingur í viðtali í Morgunblaðinu nýlega og magn þeirrar fæðu sem þessi ránfiskur tekur til sín þá einnig. Kannski er hann að éta árlega tugi milljóna tonna úr lífmassa Norður-Atlantshafsins, aðallega ljósátu, rauðátu, svifdýr, sandsíli, trönusíli og jafnvel smáloðnu, síldarseyði og annað fisksmæli. Margir sjómenn líkja þessum fiski við engisprettufár. Sumir rekja hrun sandsílisstofnsins til stækkunar makrílstofnsins með tilheyrandi keðjuverkun á fugla- og fiskistofnum. Og nú eru menn í óða önn að reyna að byggja alla stofna upp samtímis óháð því hverjir éta hvern! Á t.d. að friða svartfuglinn og kríuna á landi og þorskinn, ýsuna og lúðuna í sjó til þess eins að drepast úr hungri vegna uppbyggingar á makrílstofninum? Hvenær skyldi koma að því að raunveruleg náttúrufræði verði tekin með í reikninginn þegar sest er við samningaborð um veiðar, nýtingu einstakra stofna og skiptingu þeirra á milli einstakra þjóða? Væri ekki skynsamlegast í stöðunni að veiða eins mikið af makríl og markaður er fyrir áður en hann étur aðra mikilvægari fiskistofna, fuglastofna og jafnvel þjóðina út á gaddinn? Áhrif slíkra makrílveiða á lífríkið yrðu síðan verðugt rannsóknarefni fyrir fiski- og fuglafræðinga.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar