Ég sé fyrir mér mennskan heim Júlíus Valdimarsson skrifar 6. september 2012 06:00 Þegar ég vaknaði einn fallegan morgun í janúar 1996 eða fyrir 16 árum setti ég á blað persónulega yfirlýsingu sem ég nefndi „Ég sé fyrir mér mennskan heim". Það sem þarna var ritað stóð einhvern veginn ljóslifandi fyrir mér og tiltrú mín hefur ekki minnkað á þá mennsku framtíð sem þar er lýst þrátt fyrir tímabundna erfiðleika sem við göngum nú í gegnum. Ekki síst er tiltrú mín sterk á unga fólkið sem er kraftmikið og skapandi og reiðubúið til þess að leita nýrra leiða eins og kom vel fram í bús-áhaldabyltingunni sem ekki hefði átt sér stað án þess. Hér á eftir fer fyrri hluti þessara skrifa sem mig langar nú að deila með ykkur sem lesa. Seinni hlutann langar mig til að birta síðar en hann gæti heitið „Ísland sem mennskt land". „Ég sé fyrir mér mennskan heim, ég vil vera húmanisti og hef ákveðið að helga líf mitt því tilgangsríka verkefni húmanista úti um allan heim að gera hann mennskan. Ég sé fyrir mér mennskt Ísland sem orðið geti fyrirmynd annarra þjóðfélaga, um betra þjóðfélag fyrir alla. Ég sé fyrir mér hvernig þetta muni gerast… Ég sé fyrir mér að í öllum hverfum, alls staðar í öllum götum, hittist fólk heima hvert hjá öðru. Ég sé fyrir mér fólkið hittast til þess að bera saman líðan sína, sorgir sínar og vonbrigði, vonir sínar og þrá, aðeins eftir hamingjusömu lífi án angistar, misskilnings og þjáningar fyrir sig og fyrir þá sem þeim þykir vænt um. Ég sé fyrir mér fólk í öllum hverfum, öllum skólum, öllum vinnustöðum, í öllum félögum byrja að bera saman þrá sína eftir þjóðfélagi þar sem fólk er ekki að þeytast út og suður í leit að ómerkilegum hlutum, ómerkilegri uppbót fyrir tilgangslausa og litlausa tilveru. Ég sé fyrir mér fólk alls staðar úti um allt land byrja að hittast reglulega til að bera saman sameiginlega þrá eftir því að öll þessi þjáning, vegna óréttlætisins, græðginnar og einstaklingshyggjunnar, verði yfirstigin. Ég sé fyrir mér að fólk uppgötvi, þegar það fer að hittast, fer að ráða ráðum sínum saman, að innsta þrá hvers og eins er hin sama. Ég sé fyrir mér að fólk í sameiningu uppgötvi sín í milli aðeins að við viljum hamingju fyrir okkur sjálf og fyrir þá sem okkur þykir vænt um. Ég sé fyrir mér að þegar, alls staðar og úti um allt, þetta fer að gerast muni fólk uppgötva undraverðan kraft, óvænta sameiginlega visku, hamingju og gleði. Ég sé fyrir mér að fólk muni, með þessu mannlega skipulagi, með mannlegu neti sameiginlegrar ætlunar, auðveldlega ná fullri stjórn á kringumstæðum sínum. Öll þekking býr í hinum mörgu, allt sem búið er til og heimurinn gengur fyrir er gert með þekkingu og framlagi hinna mörgu. Það er aðeins þannig að öll völdin, öll uppspretta græðginnar, allir áhrifamiðlarnir eru í höndum nokkurra fárra, gráðugra og tillitslausra valda- og peningamanna. Það er engin þekking þar, það er ekkert framlag þar og heimurinn gengur sallafínt án þeirra. Ég sé fyrir mér að fólkið taki auðveldlega, og án ofbeldis og hörmunga, völdin í sínar hendur. Ég sé fyrir mér að fólkið opni nýja leið, nýja mannkynssögu svo gjörólíka allri sögu mannsins hingað til, ég sé nýja mannveru fæðast…" Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Sjá meira
Þegar ég vaknaði einn fallegan morgun í janúar 1996 eða fyrir 16 árum setti ég á blað persónulega yfirlýsingu sem ég nefndi „Ég sé fyrir mér mennskan heim". Það sem þarna var ritað stóð einhvern veginn ljóslifandi fyrir mér og tiltrú mín hefur ekki minnkað á þá mennsku framtíð sem þar er lýst þrátt fyrir tímabundna erfiðleika sem við göngum nú í gegnum. Ekki síst er tiltrú mín sterk á unga fólkið sem er kraftmikið og skapandi og reiðubúið til þess að leita nýrra leiða eins og kom vel fram í bús-áhaldabyltingunni sem ekki hefði átt sér stað án þess. Hér á eftir fer fyrri hluti þessara skrifa sem mig langar nú að deila með ykkur sem lesa. Seinni hlutann langar mig til að birta síðar en hann gæti heitið „Ísland sem mennskt land". „Ég sé fyrir mér mennskan heim, ég vil vera húmanisti og hef ákveðið að helga líf mitt því tilgangsríka verkefni húmanista úti um allan heim að gera hann mennskan. Ég sé fyrir mér mennskt Ísland sem orðið geti fyrirmynd annarra þjóðfélaga, um betra þjóðfélag fyrir alla. Ég sé fyrir mér hvernig þetta muni gerast… Ég sé fyrir mér að í öllum hverfum, alls staðar í öllum götum, hittist fólk heima hvert hjá öðru. Ég sé fyrir mér fólkið hittast til þess að bera saman líðan sína, sorgir sínar og vonbrigði, vonir sínar og þrá, aðeins eftir hamingjusömu lífi án angistar, misskilnings og þjáningar fyrir sig og fyrir þá sem þeim þykir vænt um. Ég sé fyrir mér fólk í öllum hverfum, öllum skólum, öllum vinnustöðum, í öllum félögum byrja að bera saman þrá sína eftir þjóðfélagi þar sem fólk er ekki að þeytast út og suður í leit að ómerkilegum hlutum, ómerkilegri uppbót fyrir tilgangslausa og litlausa tilveru. Ég sé fyrir mér fólk alls staðar úti um allt land byrja að hittast reglulega til að bera saman sameiginlega þrá eftir því að öll þessi þjáning, vegna óréttlætisins, græðginnar og einstaklingshyggjunnar, verði yfirstigin. Ég sé fyrir mér að fólk uppgötvi, þegar það fer að hittast, fer að ráða ráðum sínum saman, að innsta þrá hvers og eins er hin sama. Ég sé fyrir mér að fólk í sameiningu uppgötvi sín í milli aðeins að við viljum hamingju fyrir okkur sjálf og fyrir þá sem okkur þykir vænt um. Ég sé fyrir mér að þegar, alls staðar og úti um allt, þetta fer að gerast muni fólk uppgötva undraverðan kraft, óvænta sameiginlega visku, hamingju og gleði. Ég sé fyrir mér að fólk muni, með þessu mannlega skipulagi, með mannlegu neti sameiginlegrar ætlunar, auðveldlega ná fullri stjórn á kringumstæðum sínum. Öll þekking býr í hinum mörgu, allt sem búið er til og heimurinn gengur fyrir er gert með þekkingu og framlagi hinna mörgu. Það er aðeins þannig að öll völdin, öll uppspretta græðginnar, allir áhrifamiðlarnir eru í höndum nokkurra fárra, gráðugra og tillitslausra valda- og peningamanna. Það er engin þekking þar, það er ekkert framlag þar og heimurinn gengur sallafínt án þeirra. Ég sé fyrir mér að fólkið taki auðveldlega, og án ofbeldis og hörmunga, völdin í sínar hendur. Ég sé fyrir mér að fólkið opni nýja leið, nýja mannkynssögu svo gjörólíka allri sögu mannsins hingað til, ég sé nýja mannveru fæðast…"
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun