
Frönsk barnalög tryggja mannréttindi
Á móti eru íslensk barnalög ein þau vanþróuðustu í Vestur-Evrópu. Líka nýju Barnalögin sem taka gildi 1. janúar 2013. Því þótt þau bæti við heimild dómara til að úrskurða um forræði, má barn ekki eiga tvöfalt lögheimili. Og sem fyrr vernda þau börn alls ekki gegn umgengnisréttarbrotum þess foreldris sem þau hafa lögheimili hjá.
Ábyrgð fyrir lífstíðFrakkland gerir mjög miklar kröfur til beggja foreldra um að standa undir ábyrgð sinni gagnvart barninu sínu og hinu foreldri þess. Og algjört lágmark er að geta átt kurteisleg samskipti við hitt foreldrið. Enda telst óvirðing við hitt foreldri barns bein óvirðing við barnið sjálft.
Báðir foreldrar í Frakklandi hafa hnífjöfn réttindi og skyldur fyrir lífstíð vegna eigin barns. Og frönsk lög tryggja barninu óheftan aðgang að þeim báðum. Stjúpforeldri getur t.d. aldrei komið í stað raunverulegs foreldris. Það getur enginn nema um grófa glæpi gegn barninu sé að ræða (eins og t.d. að brjóta umgengnisrétt þess við hitt foreldri sitt). Franskir foreldrar geta m.ö.o. slitið samvistir – en þeir geta aldrei slitið samvistir við börnin sín.
Í Frakklandi eru álit og skoðanir barna alltaf í öndvegi, undantekningalaust og án tillits til aldurs. Fjölskylduhéraðsdómari sker úr um málsatvik. Alltaf skal virða óskir barnsins og foreldrum ber lagaleg skylda til þess að standa undir foreldraábyrgðinni og komast að samkomulagi. Allar stærri ákvarðanir í lífi franskra barna þarf þannig að taka sameiginlega, svo sem um skírn, fermingu, skóla, tómstundastarf og flutning.
Tvöfalt lögheimiliTil að tryggja réttindi franskra barna til ábyrgðar beggja foreldra sinna eiga þau rétt á tvöföldu lögheimili. Enda er alltaf gert ráð fyrir 50% samvistum ef það er landfræðilega hægt. Ef þetta er ekki hægt eru fundnar aðrar lausnir sem tryggja óheftan aðgang barnsins að báðum foreldrum sínum og stórfjölskyldum.
Dómari getur dæmt barni umgengnisrétt við nánustu ættingja sína til að tryggja að barnið geti hitt þá óhindrað. Frönsk börn hafa þannig óskoraðan rétt á nánum tengslum við forfeður sína og stórfjölskyldur í báðum fjölskyldum, eins og t.d. ömmur og afa. Og ef annað foreldrið brýtur umgengnisrétt barns við ömmur og afa liggja harðar refsingar við slíkum glæpum, m.a. forræðismissir.
Við skilnað foreldra tekur fjölskylduhéraðsdómari í sérstökum fjölskyldudómstóli ákvarðanir um skilnaðinn, þ.m.t. um líf og umgengnisrétt barnsins. Og ef umgengnisréttur barna er ekki virtur fer málið í sakadóm sem dæmir þau sem hegningarlagabrot. Ströngustu viðurlög við umgengnisréttarbrotum eru allt að þriggja ára fangelsi, forræðismissir og sektir að upphæð 6,6 milljónum króna (45.000 evrur). Opinberum aðilum ber auk þess að veita báðum foreldrum upplýsingar um barnið sitt. Og ef þetta er ekki virt af skóla, t.d. varðandi einkunnir, er slíkt hegningarlagabrot.
Ísland – best í heimi?Í ljósi réttinda franskra barna og foreldra eru íslensku barnalögin sjónhverfing. Á yfirborðinu þykjast þau vernda réttindi barna og foreldra þeirra – á meðan þau bjóða upp á að margbrjóta þessi réttindi undir yfirborðinu. Íslensku barnalögin vernda barn alls ekki fyrir misnotkun lögheimilisforeldis þess. Og þau gera það nær ómögulegt fyrir venjulegt fólk að eiga heilbrigð samskipti við börnin sín ef lögheimilisforeldið brýtur umgengnisrétt barnanna.
Á Íslandi ríkir eins konar einræði lögheimilisforeldra. Og allt í barnalögunum styður þetta einræði. Auk þess sem embættiskerfið virðist sniðið að þessu einræði. Sem er gjörsamlega óboðlegt í réttarríki. Því á Íslandi virðist hægt að brjóta mannréttindi barna og foreldra út í hið óendanlega með fullu leyfi laganna. Hvers vegna ákveður Ísland ekki að verða í fararbroddi í heiminum hvað varðar réttindi barna og foreldra í stað þess að vekja óhug annarra siðmenntaðra þjóða?
Skoðun

Ríkisstjórn sem skeytir engu
Diljá Matthíasardóttir skrifar

Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála
Anna Klara Georgsdóttir skrifar

Fólkið sem gleymdist í Grindavík
Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar

Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna
Erlingur Erlingsson skrifar

Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ?
Ómar Stefánsson skrifar

Elsku ASÍ, bara… Nei
Sunna Arnardóttir skrifar

Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu
Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Við höfum ekki efni á norsku leiðinni
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Sósíalistar á vaktinni í átta ár
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Styðjum þá sem bjarga okkur
Jens Garðar Helgason skrifar

Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Embætti þitt geta allir séð
Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar

Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð
Nichole Leigh Mosty skrifar

Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð?
Davíð Bergmann skrifar

Sigursaga Evrópu í 21 ár
Pawel Bartoszek skrifar

Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Börnin á Gasa
Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar

Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu?
Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar

Hvað ert þú að gera?
Eiður Welding skrifar

Rauðir sokkar á 1. maí
Sveinn Ólafsson skrifar

1. maí er líka fyrir fatlað fólk!
Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar

Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni
Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Á milli steins og sleggju Heinemann
Ólafur Stephensen skrifar

Heiðrum íslenska hestinn
Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar

Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk
Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar

Er kominn tími á Útlendingafrí?
Marion Poilvez skrifar

Janus og jakkalakkarnir
Óskar Guðmundsson skrifar

Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr
Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar

Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór?
Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar

Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi
Ingrid Kuhlman skrifar