Frönsk barnalög tryggja mannréttindi François Scheefer skrifar 5. september 2012 06:00 Frönsku barnalögin frá 4. mars 2002 tryggja mannréttindi barna og foreldra, eins og sænsk og norsk barnalög. Enda meta löggjafar Frakklands, Svíþjóðar og Noregs þau grunnréttindi að börn njóti heilbrigðra tengsla við báða foreldra sína og báðar stórfjölskyldur – og þau grunnréttindi að foreldrar eigi óheft og eðlileg samskipti við börnin sín – meðal allra ríkustu mannréttinda. Á móti eru íslensk barnalög ein þau vanþróuðustu í Vestur-Evrópu. Líka nýju Barnalögin sem taka gildi 1. janúar 2013. Því þótt þau bæti við heimild dómara til að úrskurða um forræði, má barn ekki eiga tvöfalt lögheimili. Og sem fyrr vernda þau börn alls ekki gegn umgengnisréttarbrotum þess foreldris sem þau hafa lögheimili hjá. Ábyrgð fyrir lífstíðFrakkland gerir mjög miklar kröfur til beggja foreldra um að standa undir ábyrgð sinni gagnvart barninu sínu og hinu foreldri þess. Og algjört lágmark er að geta átt kurteisleg samskipti við hitt foreldrið. Enda telst óvirðing við hitt foreldri barns bein óvirðing við barnið sjálft. Báðir foreldrar í Frakklandi hafa hnífjöfn réttindi og skyldur fyrir lífstíð vegna eigin barns. Og frönsk lög tryggja barninu óheftan aðgang að þeim báðum. Stjúpforeldri getur t.d. aldrei komið í stað raunverulegs foreldris. Það getur enginn nema um grófa glæpi gegn barninu sé að ræða (eins og t.d. að brjóta umgengnisrétt þess við hitt foreldri sitt). Franskir foreldrar geta m.ö.o. slitið samvistir – en þeir geta aldrei slitið samvistir við börnin sín. Í Frakklandi eru álit og skoðanir barna alltaf í öndvegi, undantekningalaust og án tillits til aldurs. Fjölskylduhéraðsdómari sker úr um málsatvik. Alltaf skal virða óskir barnsins og foreldrum ber lagaleg skylda til þess að standa undir foreldraábyrgðinni og komast að samkomulagi. Allar stærri ákvarðanir í lífi franskra barna þarf þannig að taka sameiginlega, svo sem um skírn, fermingu, skóla, tómstundastarf og flutning. Tvöfalt lögheimiliTil að tryggja réttindi franskra barna til ábyrgðar beggja foreldra sinna eiga þau rétt á tvöföldu lögheimili. Enda er alltaf gert ráð fyrir 50% samvistum ef það er landfræðilega hægt. Ef þetta er ekki hægt eru fundnar aðrar lausnir sem tryggja óheftan aðgang barnsins að báðum foreldrum sínum og stórfjölskyldum. Dómari getur dæmt barni umgengnisrétt við nánustu ættingja sína til að tryggja að barnið geti hitt þá óhindrað. Frönsk börn hafa þannig óskoraðan rétt á nánum tengslum við forfeður sína og stórfjölskyldur í báðum fjölskyldum, eins og t.d. ömmur og afa. Og ef annað foreldrið brýtur umgengnisrétt barns við ömmur og afa liggja harðar refsingar við slíkum glæpum, m.a. forræðismissir. Við skilnað foreldra tekur fjölskylduhéraðsdómari í sérstökum fjölskyldudómstóli ákvarðanir um skilnaðinn, þ.m.t. um líf og umgengnisrétt barnsins. Og ef umgengnisréttur barna er ekki virtur fer málið í sakadóm sem dæmir þau sem hegningarlagabrot. Ströngustu viðurlög við umgengnisréttarbrotum eru allt að þriggja ára fangelsi, forræðismissir og sektir að upphæð 6,6 milljónum króna (45.000 evrur). Opinberum aðilum ber auk þess að veita báðum foreldrum upplýsingar um barnið sitt. Og ef þetta er ekki virt af skóla, t.d. varðandi einkunnir, er slíkt hegningarlagabrot. Ísland – best í heimi?Í ljósi réttinda franskra barna og foreldra eru íslensku barnalögin sjónhverfing. Á yfirborðinu þykjast þau vernda réttindi barna og foreldra þeirra – á meðan þau bjóða upp á að margbrjóta þessi réttindi undir yfirborðinu. Íslensku barnalögin vernda barn alls ekki fyrir misnotkun lögheimilisforeldis þess. Og þau gera það nær ómögulegt fyrir venjulegt fólk að eiga heilbrigð samskipti við börnin sín ef lögheimilisforeldið brýtur umgengnisrétt barnanna. Á Íslandi ríkir eins konar einræði lögheimilisforeldra. Og allt í barnalögunum styður þetta einræði. Auk þess sem embættiskerfið virðist sniðið að þessu einræði. Sem er gjörsamlega óboðlegt í réttarríki. Því á Íslandi virðist hægt að brjóta mannréttindi barna og foreldra út í hið óendanlega með fullu leyfi laganna. Hvers vegna ákveður Ísland ekki að verða í fararbroddi í heiminum hvað varðar réttindi barna og foreldra í stað þess að vekja óhug annarra siðmenntaðra þjóða? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Frönsku barnalögin frá 4. mars 2002 tryggja mannréttindi barna og foreldra, eins og sænsk og norsk barnalög. Enda meta löggjafar Frakklands, Svíþjóðar og Noregs þau grunnréttindi að börn njóti heilbrigðra tengsla við báða foreldra sína og báðar stórfjölskyldur – og þau grunnréttindi að foreldrar eigi óheft og eðlileg samskipti við börnin sín – meðal allra ríkustu mannréttinda. Á móti eru íslensk barnalög ein þau vanþróuðustu í Vestur-Evrópu. Líka nýju Barnalögin sem taka gildi 1. janúar 2013. Því þótt þau bæti við heimild dómara til að úrskurða um forræði, má barn ekki eiga tvöfalt lögheimili. Og sem fyrr vernda þau börn alls ekki gegn umgengnisréttarbrotum þess foreldris sem þau hafa lögheimili hjá. Ábyrgð fyrir lífstíðFrakkland gerir mjög miklar kröfur til beggja foreldra um að standa undir ábyrgð sinni gagnvart barninu sínu og hinu foreldri þess. Og algjört lágmark er að geta átt kurteisleg samskipti við hitt foreldrið. Enda telst óvirðing við hitt foreldri barns bein óvirðing við barnið sjálft. Báðir foreldrar í Frakklandi hafa hnífjöfn réttindi og skyldur fyrir lífstíð vegna eigin barns. Og frönsk lög tryggja barninu óheftan aðgang að þeim báðum. Stjúpforeldri getur t.d. aldrei komið í stað raunverulegs foreldris. Það getur enginn nema um grófa glæpi gegn barninu sé að ræða (eins og t.d. að brjóta umgengnisrétt þess við hitt foreldri sitt). Franskir foreldrar geta m.ö.o. slitið samvistir – en þeir geta aldrei slitið samvistir við börnin sín. Í Frakklandi eru álit og skoðanir barna alltaf í öndvegi, undantekningalaust og án tillits til aldurs. Fjölskylduhéraðsdómari sker úr um málsatvik. Alltaf skal virða óskir barnsins og foreldrum ber lagaleg skylda til þess að standa undir foreldraábyrgðinni og komast að samkomulagi. Allar stærri ákvarðanir í lífi franskra barna þarf þannig að taka sameiginlega, svo sem um skírn, fermingu, skóla, tómstundastarf og flutning. Tvöfalt lögheimiliTil að tryggja réttindi franskra barna til ábyrgðar beggja foreldra sinna eiga þau rétt á tvöföldu lögheimili. Enda er alltaf gert ráð fyrir 50% samvistum ef það er landfræðilega hægt. Ef þetta er ekki hægt eru fundnar aðrar lausnir sem tryggja óheftan aðgang barnsins að báðum foreldrum sínum og stórfjölskyldum. Dómari getur dæmt barni umgengnisrétt við nánustu ættingja sína til að tryggja að barnið geti hitt þá óhindrað. Frönsk börn hafa þannig óskoraðan rétt á nánum tengslum við forfeður sína og stórfjölskyldur í báðum fjölskyldum, eins og t.d. ömmur og afa. Og ef annað foreldrið brýtur umgengnisrétt barns við ömmur og afa liggja harðar refsingar við slíkum glæpum, m.a. forræðismissir. Við skilnað foreldra tekur fjölskylduhéraðsdómari í sérstökum fjölskyldudómstóli ákvarðanir um skilnaðinn, þ.m.t. um líf og umgengnisrétt barnsins. Og ef umgengnisréttur barna er ekki virtur fer málið í sakadóm sem dæmir þau sem hegningarlagabrot. Ströngustu viðurlög við umgengnisréttarbrotum eru allt að þriggja ára fangelsi, forræðismissir og sektir að upphæð 6,6 milljónum króna (45.000 evrur). Opinberum aðilum ber auk þess að veita báðum foreldrum upplýsingar um barnið sitt. Og ef þetta er ekki virt af skóla, t.d. varðandi einkunnir, er slíkt hegningarlagabrot. Ísland – best í heimi?Í ljósi réttinda franskra barna og foreldra eru íslensku barnalögin sjónhverfing. Á yfirborðinu þykjast þau vernda réttindi barna og foreldra þeirra – á meðan þau bjóða upp á að margbrjóta þessi réttindi undir yfirborðinu. Íslensku barnalögin vernda barn alls ekki fyrir misnotkun lögheimilisforeldis þess. Og þau gera það nær ómögulegt fyrir venjulegt fólk að eiga heilbrigð samskipti við börnin sín ef lögheimilisforeldið brýtur umgengnisrétt barnanna. Á Íslandi ríkir eins konar einræði lögheimilisforeldra. Og allt í barnalögunum styður þetta einræði. Auk þess sem embættiskerfið virðist sniðið að þessu einræði. Sem er gjörsamlega óboðlegt í réttarríki. Því á Íslandi virðist hægt að brjóta mannréttindi barna og foreldra út í hið óendanlega með fullu leyfi laganna. Hvers vegna ákveður Ísland ekki að verða í fararbroddi í heiminum hvað varðar réttindi barna og foreldra í stað þess að vekja óhug annarra siðmenntaðra þjóða?
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun