Skólaforeldrar í aðalhlutverki Margrét V. Helgadóttir skrifar 4. september 2012 06:00 Nú í haust hófu um það bil 1.400 nýir nemendur skólagöngu í 1. bekk í grunnskólum Reykjavíkur. Við þau tímamót er gaman að láta hugann reika til þess dags þegar við foreldrarnir vorum í þessum sporum og mættum full eftirvæntingar fyrsta skóladaginn. Þetta er stór dagur fyrir börnin en ekki síður fyrir okkur foreldrana. Litlu ungarnir okkar á leið inn í tíu ára grunnskólaferðalag og við teljum okkur jú vita manna best hvað þau eiga eftir að læra og reyna á vegferð þessari. Skólaumhverfið hefur þó breyst gríðarlega frá því við, foreldrarnir, hófum okkar skólagöngu. Heimilin taka meiri þátt í námi barnanna og skólinn tekur meiri þátt í gæslu og umönnun barna. Skilin á milli hlutverka heimila og skóla eru gjörbreytt miðað við það sem áður þekktist. Foreldrar gegna orðið miklu stærra hlutverki í skólasamfélaginu. Búið er að skilgreina ýmis hlutverk sem foreldrar taka að sér og auka þannig samstarf heimila og skóla til muna. Þar má nefna hin lögbundnu foreldrafélög og fulltrúa foreldra í skólaráði, hlutverk bekkjarfulltrúa og foreldraröltið. Við foreldrar erum afar mikilvæg auðlind í skólastarfi í dag og þurfum að vera dugleg að hvetja hvert annað áfram á þeirri braut. Sem betur fer er alltaf ákveðinn kjarni foreldra tilbúinn að starfa í foreldrafélögum og taka að sér hlutverk bekkjarfulltrúa og það ber að þakka. Vonandi sjá æ fleiri foreldrar hversu skemmtilegt og gefandi það er að starfa í skólasamfélaginu og fá tækifæri til að kynnast því betur í gegnum foreldrastarfið núna í vetur. Fyrir þá foreldra sem vilja taka beinan þátt í skipulögðu starfi þá eru valdir bekkjarfulltrúar í öllum árgöngum í grunnskólum á haustin og oftast eru aðalfundir haldnir á vorin og þá er kosin stjórn foreldrafélagsins. En það er ekki nauðsynlegt að vera kjörinn bekkjarfulltrúi eða sitja í stjórn foreldrafélagsins til að taka þátt. Það er hægt að taka þátt með því að láta vita af áhuga sínum eða bjóða fram starfskrafta sína í einstök verkefni. Ef allir foreldrar gefa kost á sér í eitt verkefni á vetri í þágu bekkjarins eða skólans verður vetrarstarfið leikur einn. Í öllum skólum eru starfandi foreldrafélög. SAMFOK eru svæðasamtök foreldra í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Til SAMFOK geta foreldrar, bekkjarfulltrúar, skólaráðsfulltrúar og stjórnir foreldrafélaga leitað eftir ráðgjöf og aðstoð í hinum ýmsu málum sem snúa að foreldrastarfinu eða samskiptum við skólann. Á haustin eru haldin bekkjarfulltrúanámskeið til að kynna hlutverkið fyrir nýjum bekkjarfulltrúum og á skrifstofunni er hægt að fá ýmiss konar aðstoð og ráðgjöf sem snýr að samskiptum og skólasamfélaginu. Hægt er að fá allar nánari upplýsingar um SAMFOK á vefsíðunni www.samfok.is og sömuleiðis á Facebook-síðunni SAMFOK. Höfum í huga að skólinn er vinnustaður barnanna tíu mánuði ársins. Með því að vera virkir þátttakendur í námi barnanna okkar og taka þátt í skólastarfinu, aukum við líkurnar á að barnið okkar upplifi námið og skólann á jákvæðum nótum og sjái heimilið og skólann sem heild, en ekki sem andstæða póla. Við þurfum að vera meðvituð um hlutverk okkar sem skólaforeldrar og að við séum einn hlekkur í stórri keðju sem sameinar skóla, foreldra og nemendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Nú í haust hófu um það bil 1.400 nýir nemendur skólagöngu í 1. bekk í grunnskólum Reykjavíkur. Við þau tímamót er gaman að láta hugann reika til þess dags þegar við foreldrarnir vorum í þessum sporum og mættum full eftirvæntingar fyrsta skóladaginn. Þetta er stór dagur fyrir börnin en ekki síður fyrir okkur foreldrana. Litlu ungarnir okkar á leið inn í tíu ára grunnskólaferðalag og við teljum okkur jú vita manna best hvað þau eiga eftir að læra og reyna á vegferð þessari. Skólaumhverfið hefur þó breyst gríðarlega frá því við, foreldrarnir, hófum okkar skólagöngu. Heimilin taka meiri þátt í námi barnanna og skólinn tekur meiri þátt í gæslu og umönnun barna. Skilin á milli hlutverka heimila og skóla eru gjörbreytt miðað við það sem áður þekktist. Foreldrar gegna orðið miklu stærra hlutverki í skólasamfélaginu. Búið er að skilgreina ýmis hlutverk sem foreldrar taka að sér og auka þannig samstarf heimila og skóla til muna. Þar má nefna hin lögbundnu foreldrafélög og fulltrúa foreldra í skólaráði, hlutverk bekkjarfulltrúa og foreldraröltið. Við foreldrar erum afar mikilvæg auðlind í skólastarfi í dag og þurfum að vera dugleg að hvetja hvert annað áfram á þeirri braut. Sem betur fer er alltaf ákveðinn kjarni foreldra tilbúinn að starfa í foreldrafélögum og taka að sér hlutverk bekkjarfulltrúa og það ber að þakka. Vonandi sjá æ fleiri foreldrar hversu skemmtilegt og gefandi það er að starfa í skólasamfélaginu og fá tækifæri til að kynnast því betur í gegnum foreldrastarfið núna í vetur. Fyrir þá foreldra sem vilja taka beinan þátt í skipulögðu starfi þá eru valdir bekkjarfulltrúar í öllum árgöngum í grunnskólum á haustin og oftast eru aðalfundir haldnir á vorin og þá er kosin stjórn foreldrafélagsins. En það er ekki nauðsynlegt að vera kjörinn bekkjarfulltrúi eða sitja í stjórn foreldrafélagsins til að taka þátt. Það er hægt að taka þátt með því að láta vita af áhuga sínum eða bjóða fram starfskrafta sína í einstök verkefni. Ef allir foreldrar gefa kost á sér í eitt verkefni á vetri í þágu bekkjarins eða skólans verður vetrarstarfið leikur einn. Í öllum skólum eru starfandi foreldrafélög. SAMFOK eru svæðasamtök foreldra í grunnskólum Reykjavíkurborgar. Til SAMFOK geta foreldrar, bekkjarfulltrúar, skólaráðsfulltrúar og stjórnir foreldrafélaga leitað eftir ráðgjöf og aðstoð í hinum ýmsu málum sem snúa að foreldrastarfinu eða samskiptum við skólann. Á haustin eru haldin bekkjarfulltrúanámskeið til að kynna hlutverkið fyrir nýjum bekkjarfulltrúum og á skrifstofunni er hægt að fá ýmiss konar aðstoð og ráðgjöf sem snýr að samskiptum og skólasamfélaginu. Hægt er að fá allar nánari upplýsingar um SAMFOK á vefsíðunni www.samfok.is og sömuleiðis á Facebook-síðunni SAMFOK. Höfum í huga að skólinn er vinnustaður barnanna tíu mánuði ársins. Með því að vera virkir þátttakendur í námi barnanna okkar og taka þátt í skólastarfinu, aukum við líkurnar á að barnið okkar upplifi námið og skólann á jákvæðum nótum og sjái heimilið og skólann sem heild, en ekki sem andstæða póla. Við þurfum að vera meðvituð um hlutverk okkar sem skólaforeldrar og að við séum einn hlekkur í stórri keðju sem sameinar skóla, foreldra og nemendur.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun