Hestamenn hunsaðir Brynjar Kvaran skrifar 4. september 2012 06:00 Nú er til kynningar hjá Reykjavíkurborg nýtt deiliskipulag fyrir Heiðmörk og hægt að gera athugasemdir við það til 12. september nk. Hestaíþróttin er þriðja fjölmennasta íþróttagreinin innan ÍSÍ með um tólf þúsund félagsmenn. Á höfuðborgarsvæðinu einu eru skráðir félagsmenn um sex þúsund. Fjöldi þeirra sem stunda hestamennsku er þó mun meiri þar sem stór hluti hestamanna er ekki félagsbundinn. Á höfuðborgarsvæðinu eru einnig margir reiðskólar og hestaleigur og áætlað er að um átján þúsund manns stundi hestamennsku á ári hverju á höfuðborgarsvæðinu. Félagssvæði hestamannafélaganna í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði eru öll í næsta nágrenni við Heiðmörkina því þar hafa sveitarfélögin úthlutað þeim svæðum undir hesthús, reiðhallir og keppnisvelli. Hins vegar virðist skilningur skipulagsyfirvalda á eðli hestamennsku vera takmarkaður sem kemur best fram þegar verið er að skipuleggja nágrenni hestamannahverfanna. Hestamennska gengur aðeins að litlum hluta út á að ríða á hringvöllum eða í reiðhöllum. Hún gengur fyrst og fremst út á að að ríða út í náttúrunni og njóta hennar og hestanna í reiðtúrum og ferðalögum um landið. Miklu skiptir því að fjölbreyttar reiðleiðir séu fyrir hendi og eðli málsins samkvæmt ekki síst í námunda við hestamannahverfin. Á tímabilinu frá desember til júní ár hvert eru hestamenn án efa einn allra fjölmennasti hópurinn sem fer um og nýtir sér Heiðmerkursvæðið. Það hlýtur því að teljast eðlilegt og sjálfsagt að tekið sé tillit til hestamanna og þarfa þeirra við gerð deiliskipulags fyrir svæðið. Það er því nokkuð einkennilegt að lesa greinargerð með deiliskipulagstillögunni en í henni er ekkert fjallað um þessa miklu umferð hestamanna um svæðið sem áratuga hefð er fyrir. Skipulagið verður auðvitað að gera ráð fyrir að hestamenn geti hér eftir sem hingað til stundað íþrótt sína og útreiðar í námunda við hestamannahverfin þar sem þeir hafa fjárfest í aðstöðu fyrir sitt áhugamál. Reiðgötur eru útivistar- og íþróttavettvangur hestamanna. Þeir vilja að aðrir sýni þessu skilning og þá ekki síst sveitarfélög og skipulagsyfirvöld. Sama deiliskipulagstillaga og nú er auglýst af hálfu Reykjavíkurborgar var til umfjöllunar fyrir tveimur árum. Hestamennafélagið Fákur, reiðveganefnd Landssambands hestamanna og fleiri gerðu þá alvarlegar athugasemdir við tillöguna og bentu á að það væri óásættanlegt hversu lítið tillit væri tekið til ofangreindra hagsmuna hestamanna í tillögunni. Hestamenn eru samkvæmt tillögunni útilokaðir frá stórum hluta svæðisins og hún tekur alls ekki tillit til almennrar notkunar og þarfa hestamanna. Besta dæmið þar um er að stysti hringur sem hestamenn geta farið innan svæðisins sem tillagan tekur til er u.þ.b. 19 km langur. Það er auðvitað algjörlega óásættanlegt. Í samvinnu við landslagsarkitekt og aðra fagaðila voru lagðar fram vel ígrundaðar tillögur til breytinga og bóta á skipulaginu. Síðan þá hefur ekkert heyrst í þeim sem fara með þessi mál af hálfu Reykjavíkurborgar. Engir fundir hafa verið haldnir með hestamönnum um tillöguna eða önnur samskipi höfð við þá um hana. Athugasemdir og breytingatillögur hagsmunaaðila hestamanna virðast hafa verið algjörlega hunsaðar. Á fundi sem hestamannafélagið Fákur hélt nýlega var fundarmönnum heitt í hamsi og þar samþykkt harðorð ályktun gegn deiliskipulagstillögunni og breytinga krafist. Líklegt er að önnur hestamannafélög á höfuðborgarsvæðinu muni gera slíkt hið sama enda hafa þau líka hagsmuna að gæta þar sem félagssvæði þeirra flestra liggja að Heiðmerkursvæðinu. Það munu einnig fjölmargir hestamenn gera í eigin nafni því tillagan er óásættanleg og takmarkar möguleika þeirra til að stunda íþrótt sína og áhugamál og rýrir um leið verðgildi fasteigna þeirra. Þess er krafist að fundað verði með hestamönnum, hlustað á þá, þeim sýndur skilningur og virðing og að komið verði til móts við kröfur þeirra um betra aðgengi fyrir hestamenn og nýtingu á Heiðmerkursvæðinu. Það viljum við gera í sátt og samlyndi við aðra notendur svæðisins, hagsmunaaðila, fagaðila og náttúruna sjálfa. Er það ekki tilgangurinn og það sem að er stefnt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Sjá meira
Nú er til kynningar hjá Reykjavíkurborg nýtt deiliskipulag fyrir Heiðmörk og hægt að gera athugasemdir við það til 12. september nk. Hestaíþróttin er þriðja fjölmennasta íþróttagreinin innan ÍSÍ með um tólf þúsund félagsmenn. Á höfuðborgarsvæðinu einu eru skráðir félagsmenn um sex þúsund. Fjöldi þeirra sem stunda hestamennsku er þó mun meiri þar sem stór hluti hestamanna er ekki félagsbundinn. Á höfuðborgarsvæðinu eru einnig margir reiðskólar og hestaleigur og áætlað er að um átján þúsund manns stundi hestamennsku á ári hverju á höfuðborgarsvæðinu. Félagssvæði hestamannafélaganna í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ og Hafnarfirði eru öll í næsta nágrenni við Heiðmörkina því þar hafa sveitarfélögin úthlutað þeim svæðum undir hesthús, reiðhallir og keppnisvelli. Hins vegar virðist skilningur skipulagsyfirvalda á eðli hestamennsku vera takmarkaður sem kemur best fram þegar verið er að skipuleggja nágrenni hestamannahverfanna. Hestamennska gengur aðeins að litlum hluta út á að ríða á hringvöllum eða í reiðhöllum. Hún gengur fyrst og fremst út á að að ríða út í náttúrunni og njóta hennar og hestanna í reiðtúrum og ferðalögum um landið. Miklu skiptir því að fjölbreyttar reiðleiðir séu fyrir hendi og eðli málsins samkvæmt ekki síst í námunda við hestamannahverfin. Á tímabilinu frá desember til júní ár hvert eru hestamenn án efa einn allra fjölmennasti hópurinn sem fer um og nýtir sér Heiðmerkursvæðið. Það hlýtur því að teljast eðlilegt og sjálfsagt að tekið sé tillit til hestamanna og þarfa þeirra við gerð deiliskipulags fyrir svæðið. Það er því nokkuð einkennilegt að lesa greinargerð með deiliskipulagstillögunni en í henni er ekkert fjallað um þessa miklu umferð hestamanna um svæðið sem áratuga hefð er fyrir. Skipulagið verður auðvitað að gera ráð fyrir að hestamenn geti hér eftir sem hingað til stundað íþrótt sína og útreiðar í námunda við hestamannahverfin þar sem þeir hafa fjárfest í aðstöðu fyrir sitt áhugamál. Reiðgötur eru útivistar- og íþróttavettvangur hestamanna. Þeir vilja að aðrir sýni þessu skilning og þá ekki síst sveitarfélög og skipulagsyfirvöld. Sama deiliskipulagstillaga og nú er auglýst af hálfu Reykjavíkurborgar var til umfjöllunar fyrir tveimur árum. Hestamennafélagið Fákur, reiðveganefnd Landssambands hestamanna og fleiri gerðu þá alvarlegar athugasemdir við tillöguna og bentu á að það væri óásættanlegt hversu lítið tillit væri tekið til ofangreindra hagsmuna hestamanna í tillögunni. Hestamenn eru samkvæmt tillögunni útilokaðir frá stórum hluta svæðisins og hún tekur alls ekki tillit til almennrar notkunar og þarfa hestamanna. Besta dæmið þar um er að stysti hringur sem hestamenn geta farið innan svæðisins sem tillagan tekur til er u.þ.b. 19 km langur. Það er auðvitað algjörlega óásættanlegt. Í samvinnu við landslagsarkitekt og aðra fagaðila voru lagðar fram vel ígrundaðar tillögur til breytinga og bóta á skipulaginu. Síðan þá hefur ekkert heyrst í þeim sem fara með þessi mál af hálfu Reykjavíkurborgar. Engir fundir hafa verið haldnir með hestamönnum um tillöguna eða önnur samskipi höfð við þá um hana. Athugasemdir og breytingatillögur hagsmunaaðila hestamanna virðast hafa verið algjörlega hunsaðar. Á fundi sem hestamannafélagið Fákur hélt nýlega var fundarmönnum heitt í hamsi og þar samþykkt harðorð ályktun gegn deiliskipulagstillögunni og breytinga krafist. Líklegt er að önnur hestamannafélög á höfuðborgarsvæðinu muni gera slíkt hið sama enda hafa þau líka hagsmuna að gæta þar sem félagssvæði þeirra flestra liggja að Heiðmerkursvæðinu. Það munu einnig fjölmargir hestamenn gera í eigin nafni því tillagan er óásættanleg og takmarkar möguleika þeirra til að stunda íþrótt sína og áhugamál og rýrir um leið verðgildi fasteigna þeirra. Þess er krafist að fundað verði með hestamönnum, hlustað á þá, þeim sýndur skilningur og virðing og að komið verði til móts við kröfur þeirra um betra aðgengi fyrir hestamenn og nýtingu á Heiðmerkursvæðinu. Það viljum við gera í sátt og samlyndi við aðra notendur svæðisins, hagsmunaaðila, fagaðila og náttúruna sjálfa. Er það ekki tilgangurinn og það sem að er stefnt?
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun