Öflugt atvinnulíf er forsenda velferðar á Íslandi Gunnar Bragi Sveinsson skrifar 3. september 2012 06:00 Öflugt atvinnulíf er forsenda þess að Ísland verði áfram eftirsótt til búsetu og heimsókna. Efling atvinnulífsins verður best tryggð með samtali og samvinnu stjórnvalda og þeirra sem eiga og reka stór og smá fyrirtæki. Hvert einasta starf skiptir máli og hver einasta króna sem framleidd er telur. Möguleikar Íslands eru nánast óþrjótandi ef samstarf þessara aðila er með eðlilegum hætti. Það er tómt mál að tala um öflugt velferðarkerfi eða annað sem kostar samfélagið fjármuni ef enginn er til staðar að búa þá fjármuni til. Fjármunir þeir sem þarf til að reka samfélagið verða fyrst og fremst til í öflugu atvinnulífi. Tækifæri til að efla fjárfestingu, skapa atvinnu og búa til verðmæti fyrir íslenskt samfélag verðum við að nálgast fordómalaust, hvort sem þau teljast lítil eða stór, allt verður að skoða því sjaldnast er hægt að dæma fyrir fram. Engum dylst að áfram verða sjávarútvegur, iðnaður, landbúnaður og þjónustustarfsemi burðarásar atvinnulífsins. Við þessa burðarása verður að styðja. En um leið verður að opna dyr tækifæranna fyrir hinum smærri og nýta kraftinn í frumkvöðlunum hvar sem þeir eru. Burðarásarnir geta ekki sinnt því einir að afla fjármuna fyrir samfélagið og því verður að skapa öðrum vaxandi greinum tækifæri til að dafna. Hátækni, kvikmyndir, önnur menning og listir þurfa skapandi umhverfi og stuðning til að sinna sínu hlutverki í eflingu samfélagsins. Flestum er ljóst að sá dýrmæti tími sem farið hefur til spillis frá fjármálahruninu kemur ekki aftur. Þau tækifæri sem stjórnvöld höfðu til að breyta samfélaginu og blása til framsóknar í burðarásum atvinnulífsins voru ekki nýtt. Með trausti og trúnaði má styrkja sjálfsmynd þjóðarinnar svo hún sjái til sólar, sjái hag sinn vænkast í nánustu framtíð. Samráð um framtíð Íslands verður að eiga sér stað fordómalaust þar sem styrkleikar hvers og eins eru nýttir til hins ýtrasta. Atvinnulífið er aflvaki fjármuna og því verður umgjörð þess að vera hvetjandi um leið og höfða verður til samfélagslegrar skyldu þess. Staðreyndin er sú að allir hagnast á öflugu atvinnulífi á einn eða annan hátt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Bragi Sveinsson Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Öflugt atvinnulíf er forsenda þess að Ísland verði áfram eftirsótt til búsetu og heimsókna. Efling atvinnulífsins verður best tryggð með samtali og samvinnu stjórnvalda og þeirra sem eiga og reka stór og smá fyrirtæki. Hvert einasta starf skiptir máli og hver einasta króna sem framleidd er telur. Möguleikar Íslands eru nánast óþrjótandi ef samstarf þessara aðila er með eðlilegum hætti. Það er tómt mál að tala um öflugt velferðarkerfi eða annað sem kostar samfélagið fjármuni ef enginn er til staðar að búa þá fjármuni til. Fjármunir þeir sem þarf til að reka samfélagið verða fyrst og fremst til í öflugu atvinnulífi. Tækifæri til að efla fjárfestingu, skapa atvinnu og búa til verðmæti fyrir íslenskt samfélag verðum við að nálgast fordómalaust, hvort sem þau teljast lítil eða stór, allt verður að skoða því sjaldnast er hægt að dæma fyrir fram. Engum dylst að áfram verða sjávarútvegur, iðnaður, landbúnaður og þjónustustarfsemi burðarásar atvinnulífsins. Við þessa burðarása verður að styðja. En um leið verður að opna dyr tækifæranna fyrir hinum smærri og nýta kraftinn í frumkvöðlunum hvar sem þeir eru. Burðarásarnir geta ekki sinnt því einir að afla fjármuna fyrir samfélagið og því verður að skapa öðrum vaxandi greinum tækifæri til að dafna. Hátækni, kvikmyndir, önnur menning og listir þurfa skapandi umhverfi og stuðning til að sinna sínu hlutverki í eflingu samfélagsins. Flestum er ljóst að sá dýrmæti tími sem farið hefur til spillis frá fjármálahruninu kemur ekki aftur. Þau tækifæri sem stjórnvöld höfðu til að breyta samfélaginu og blása til framsóknar í burðarásum atvinnulífsins voru ekki nýtt. Með trausti og trúnaði má styrkja sjálfsmynd þjóðarinnar svo hún sjái til sólar, sjái hag sinn vænkast í nánustu framtíð. Samráð um framtíð Íslands verður að eiga sér stað fordómalaust þar sem styrkleikar hvers og eins eru nýttir til hins ýtrasta. Atvinnulífið er aflvaki fjármuna og því verður umgjörð þess að vera hvetjandi um leið og höfða verður til samfélagslegrar skyldu þess. Staðreyndin er sú að allir hagnast á öflugu atvinnulífi á einn eða annan hátt.
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun