Eitt ráðuneyti fyrir allar atvinnugreinar Margrét Kristmannsdóttir og Andrés Magnússon skrifar 1. september 2012 06:00 Í dag á sér stað merkileg breyting innan Stjórnarráðs Íslands, þegar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti tekur formlega til starfa. Hið nýja ráðuneyti leysir af hólmi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, iðnaðarráðuneyti og hluta af starfsemi efnahags- og viðskiptaráðuneytis. Það hefur lengi verið baráttumál SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu að málefni allra atvinnugreina í landinu verði færð undir einn hatt innan stjórnsýslunnar. Með stofnun hins nýja ráðuneytis er það baráttumál í höfn. Ástæður þess að samtökin hafa lagt áherslu á þetta eru einkum tvær. Sú fyrri er að eldri skipan ráðuneyta var einfaldlega orðin úrelt, hafði ekki fylgt þróun atvinnulífsins. Seinni ástæðan er að málefni verslunar og þjónustu hafa alla tíð verið hornreka innan stjórnsýslunnar og aðrar atvinnugreinar hafa notið mun meiri stuðnings og athygli þeirra sem setið hafa við stjórnvölinn í landinu. Flestar aðrar atvinnugreinar en verslun og þjónusta hafa marga undanfarna áratugi haft sín eigin ráðuneyti, þ.e. landbúnaðarráðuneyti, sjávarútvegsráðuneyti og iðnaðarráðuneyti þar sem ferðaþjónustan hefur verið innanborðs. Atvinnugreinin verslun og þjónusta, sem nú veitir hátt í 30% vinnandi fólks í þessu landi atvinnu, hefur hins vegar aldrei haft eigið ráðuneyti en verið hýst í efnahags- og viðskiptaráðuneyti ásamt mörgum öðrum málaflokkum. Þar innandyra voru málefni verslunar og þjónustu lítt áberandi og voru iðulega afgangsstærð. Sú breyting sem verður á skipan stjórnarráðsins í dag er því mikið fagnaðarefni. Með þessari breytingu verður til eitt stórt og öflugt ráðuneyti þar sem viðfangsefnin verða málefni allra atvinnugreina í landinu. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra mun hafa heildarsýn yfir atvinnulífið í landinu og SVÞ leggja áherslu á að sá ráðherra sem fer með þennan málaflokk nú og í framtíðinni tryggi að jafnvægis verði gætt á milli allra atvinnugreina, að heildarhagsmunir verði hafðir að leiðarljósi og að þröngir sérhagsmunir ráði aldrei för. Allt bendir til þess að verslun og þjónusta muni veita stærstum hópi þess fólks atvinnu sem kemur á vinnumarkaðinn á næstu árum. Mikilvægi atvinnugreinarinnar í íslensku samfélagi mun því enn aukast. Í því ljósi hlýtur það að teljast löngu tímabært að þetta mikilvægi endurspeglist innan stjórnsýslunnar og greinin standi, a.m.k. að þessu leyti, jafnfætis öðrum atvinnugreinum í landinu – og hljóti þar með þann sess sem henni ber. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Margrét Kristmannsdóttir Mest lesið Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Halldór 18.10.2025 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag á sér stað merkileg breyting innan Stjórnarráðs Íslands, þegar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti tekur formlega til starfa. Hið nýja ráðuneyti leysir af hólmi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti, iðnaðarráðuneyti og hluta af starfsemi efnahags- og viðskiptaráðuneytis. Það hefur lengi verið baráttumál SVÞ – Samtaka verslunar og þjónustu að málefni allra atvinnugreina í landinu verði færð undir einn hatt innan stjórnsýslunnar. Með stofnun hins nýja ráðuneytis er það baráttumál í höfn. Ástæður þess að samtökin hafa lagt áherslu á þetta eru einkum tvær. Sú fyrri er að eldri skipan ráðuneyta var einfaldlega orðin úrelt, hafði ekki fylgt þróun atvinnulífsins. Seinni ástæðan er að málefni verslunar og þjónustu hafa alla tíð verið hornreka innan stjórnsýslunnar og aðrar atvinnugreinar hafa notið mun meiri stuðnings og athygli þeirra sem setið hafa við stjórnvölinn í landinu. Flestar aðrar atvinnugreinar en verslun og þjónusta hafa marga undanfarna áratugi haft sín eigin ráðuneyti, þ.e. landbúnaðarráðuneyti, sjávarútvegsráðuneyti og iðnaðarráðuneyti þar sem ferðaþjónustan hefur verið innanborðs. Atvinnugreinin verslun og þjónusta, sem nú veitir hátt í 30% vinnandi fólks í þessu landi atvinnu, hefur hins vegar aldrei haft eigið ráðuneyti en verið hýst í efnahags- og viðskiptaráðuneyti ásamt mörgum öðrum málaflokkum. Þar innandyra voru málefni verslunar og þjónustu lítt áberandi og voru iðulega afgangsstærð. Sú breyting sem verður á skipan stjórnarráðsins í dag er því mikið fagnaðarefni. Með þessari breytingu verður til eitt stórt og öflugt ráðuneyti þar sem viðfangsefnin verða málefni allra atvinnugreina í landinu. Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra mun hafa heildarsýn yfir atvinnulífið í landinu og SVÞ leggja áherslu á að sá ráðherra sem fer með þennan málaflokk nú og í framtíðinni tryggi að jafnvægis verði gætt á milli allra atvinnugreina, að heildarhagsmunir verði hafðir að leiðarljósi og að þröngir sérhagsmunir ráði aldrei för. Allt bendir til þess að verslun og þjónusta muni veita stærstum hópi þess fólks atvinnu sem kemur á vinnumarkaðinn á næstu árum. Mikilvægi atvinnugreinarinnar í íslensku samfélagi mun því enn aukast. Í því ljósi hlýtur það að teljast löngu tímabært að þetta mikilvægi endurspeglist innan stjórnsýslunnar og greinin standi, a.m.k. að þessu leyti, jafnfætis öðrum atvinnugreinum í landinu – og hljóti þar með þann sess sem henni ber.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun