Frá gjaldþroti til gullverðlauna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. september 2012 10:00 ÍR-ingar hafa fagnað sigri á bikarmóti FRÍ síðustu þrjú ár. mynd/björn guðmundsson Frjálsar ÍR-ingar bundu enda á tuttugu ára bikarlausa tíð árið 2009 þegar liðið sigraði í heildarstigakeppninni. Þá sigraði kvennalið félagsins einnig en báðir bikararnir hafa síðan verið í varðveislu ÍR-inga. Á Akureyri um síðustu helgi urðu karlarnir einnig hlutskarpastir og því fullt hús hjá Breiðhyltingum í fyrsta sinn í 27 ár. „Við höfum staðið okkur langbest í unglingastarfinu á undanförnum tíu árum. Þess vegna höfum við síðustu ár verið að sigla fram úr öðrum félögum í meistaraflokknum. Við höfum unnið unglingameistaramót 15-22 ára með yfirburðum undanfarin níu ár, bæði innanhúss og utan," segir Þráinn Hafsteinsson, yfirþjálfari frjálsíþróttadeildar ÍR, en ekki er langt síðan útlitið var vægast sagt svart hjá ÍR-ingum. „Við lentum í fjárhagsvandræðum árið 1999 og vorum orðin stórskuldug. Við misstum besta fólkið okkar í burtu og byrjuðum upp á nýtt," segir Þráinn en deildin hefur verið rekin með hagnaði frá árinu 2000 og er skuldlaus. Lögð var áhersla á að hlúa vel að yngri iðkendum enda hafði deildin ekki tök á að halda úti sterkum meistaraflokki. Iðkendum hefur síðan fjölgað úr sjötíu í 600 en Þráinn segir afar góða fjölskyldustemmingu ríkja í félaginu. Allir æfa á eigin forsendum„Við sinnum ekki aðeins þeim sem okkur sýnist geta orðið afreksmenn. Við leggjum mikla rækt við alla sem vilja æfa hjá okkur. Þannig sköpum við miklu fleiri einstaklingum tækifæri til að æfa sína íþrótt á eigin forsendum," segir Þráinn og nefnir einnig stóran hóp fólks sem aðstoðar félagið á ýmsan hátt í sjálfboðaliðastarfi. „Það eru yfir 300 manns sem koma að verkefnum hjá okkur yfir árið. Ég er ekki að skjóta út í loftið því þetta er allt skráð hjá okkur. Við getum leitað til þeirra þegar við höldum fjölmenn innanhússmót með 800-900 keppendum. Þá köllum við til foreldra krakkanna sem keppa. Þeir koma og mæla, raka í sandgryfjunni og starfa á annan hátt við mótið," segir Þráinn en í stað þess að keppendur úr ÍR greiði þátttökugjald skaffa þeir starfsmann við mótið. Á meðan allt virðist í blóma hjá ÍR-ingum tekur Þráinn undir að frjálsar íþróttir eigi undir högg að sækja hér á landi sem víðar. Aðeins fimm lið tóku þátt í bikarmótinu um liðna helgi en sú var tíðin að keppt var í þremur sex-liða deildum. Þráinn segir það reynast mörgum liðum erfitt að manna allar 37 greinarnar sem keppt er í á mótinu en nefnir einnig til sögunnar fækkun iðkenda í sveitum landsins. „Þar hefur frjálsíþróttafólk alltaf haft trygga stöðu. Með fækkun fólks í sveitunum minnkar möguleiki á að halda úti liðum á landsbyggðinni," segir Þráinn en vandamálið sé þó ekki einskorðað við sveitina. Ármann og Fjölnir, hin Reykjavíkurfélögin, sem ásamt ÍR hafa aðstöðu í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal, sendu ekki lið til keppni í ár en félögin hafa oftar en ekki sameinað krafta sína á stærri mótum. Vandamálið sé stærra en hægt sé að finna lausn á í snarheitum. Þrautreynd sveit þjálfaraÞráinn leggur áherslu á hve miklu máli skipti að hafa reynslumikla, áhugasama, og vel menntaða þjálfara. Þjálfararnir eru alls þrjátíu en tíu þjálfarar koma að þjálfun meistaraflokksins. „Við höfum smátt og smátt fjölgað iðkendum og búið til æfingahópa á hverju sviði sem getur verið hjá sérhæfðum þjálfara. Það þarf að vera grundvöllur fyrir ráðningu þjálfara, nógu margir iðkendur sem greiða æfingagjöld svo hægt sé að borga þjálfurunum einhverja þóknun," segir Þráinn og bætir við að þótt launin séu ekki há séu þau eitthvað. Þjálfarasveit ÍR-inga telur ekki ómerkari menn en Ólympíufara og Íslandsmeistarahafa á borð við Einar Vilhjálmsson, Pétur Guðmundsson, Þóreyju Eddu Elísdóttur auk Þráins og konu hans Þórdísar Gísladóttur. Þórdís hélt á síðasta ári kynningu á starfi deildarinnar á ráðstefnu á vegum Frjálsíþróttasambands Evrópu. Fimm félög sem vakið höfðu athygli innan geirans voru beðin um að kynna starf sitt. „Fólki þótti með ólíkindum að við værum með 600 iðkendur og þrjátíu þjálfara á launum. Það þótti gríðarlega stórt hjá 300 þúsund manna þjóð," segir Þráinn og nefnir til samanburðar að fjölmennasta félag Noregs telji 250 iðkendur og það stærsta í Kanada sé áþekkt frjálsíþróttadeild ÍR að stærð. Bikararnir þrír marka tímamót hjá ÍR. Fjögur ár eru í Ólympíuleikana í Ríó og segir Þráinn nauðsynlegt að setja ný fjögurra ára markmið hvort sem litið sé til barna- og unglingastarfs, meistaraflokks, afreksstarfs, almenningsíþrótta, sjálfboðaliðastarfs eða mótahalds. Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum Sjá meira
Frjálsar ÍR-ingar bundu enda á tuttugu ára bikarlausa tíð árið 2009 þegar liðið sigraði í heildarstigakeppninni. Þá sigraði kvennalið félagsins einnig en báðir bikararnir hafa síðan verið í varðveislu ÍR-inga. Á Akureyri um síðustu helgi urðu karlarnir einnig hlutskarpastir og því fullt hús hjá Breiðhyltingum í fyrsta sinn í 27 ár. „Við höfum staðið okkur langbest í unglingastarfinu á undanförnum tíu árum. Þess vegna höfum við síðustu ár verið að sigla fram úr öðrum félögum í meistaraflokknum. Við höfum unnið unglingameistaramót 15-22 ára með yfirburðum undanfarin níu ár, bæði innanhúss og utan," segir Þráinn Hafsteinsson, yfirþjálfari frjálsíþróttadeildar ÍR, en ekki er langt síðan útlitið var vægast sagt svart hjá ÍR-ingum. „Við lentum í fjárhagsvandræðum árið 1999 og vorum orðin stórskuldug. Við misstum besta fólkið okkar í burtu og byrjuðum upp á nýtt," segir Þráinn en deildin hefur verið rekin með hagnaði frá árinu 2000 og er skuldlaus. Lögð var áhersla á að hlúa vel að yngri iðkendum enda hafði deildin ekki tök á að halda úti sterkum meistaraflokki. Iðkendum hefur síðan fjölgað úr sjötíu í 600 en Þráinn segir afar góða fjölskyldustemmingu ríkja í félaginu. Allir æfa á eigin forsendum„Við sinnum ekki aðeins þeim sem okkur sýnist geta orðið afreksmenn. Við leggjum mikla rækt við alla sem vilja æfa hjá okkur. Þannig sköpum við miklu fleiri einstaklingum tækifæri til að æfa sína íþrótt á eigin forsendum," segir Þráinn og nefnir einnig stóran hóp fólks sem aðstoðar félagið á ýmsan hátt í sjálfboðaliðastarfi. „Það eru yfir 300 manns sem koma að verkefnum hjá okkur yfir árið. Ég er ekki að skjóta út í loftið því þetta er allt skráð hjá okkur. Við getum leitað til þeirra þegar við höldum fjölmenn innanhússmót með 800-900 keppendum. Þá köllum við til foreldra krakkanna sem keppa. Þeir koma og mæla, raka í sandgryfjunni og starfa á annan hátt við mótið," segir Þráinn en í stað þess að keppendur úr ÍR greiði þátttökugjald skaffa þeir starfsmann við mótið. Á meðan allt virðist í blóma hjá ÍR-ingum tekur Þráinn undir að frjálsar íþróttir eigi undir högg að sækja hér á landi sem víðar. Aðeins fimm lið tóku þátt í bikarmótinu um liðna helgi en sú var tíðin að keppt var í þremur sex-liða deildum. Þráinn segir það reynast mörgum liðum erfitt að manna allar 37 greinarnar sem keppt er í á mótinu en nefnir einnig til sögunnar fækkun iðkenda í sveitum landsins. „Þar hefur frjálsíþróttafólk alltaf haft trygga stöðu. Með fækkun fólks í sveitunum minnkar möguleiki á að halda úti liðum á landsbyggðinni," segir Þráinn en vandamálið sé þó ekki einskorðað við sveitina. Ármann og Fjölnir, hin Reykjavíkurfélögin, sem ásamt ÍR hafa aðstöðu í frjálsíþróttahöllinni í Laugardal, sendu ekki lið til keppni í ár en félögin hafa oftar en ekki sameinað krafta sína á stærri mótum. Vandamálið sé stærra en hægt sé að finna lausn á í snarheitum. Þrautreynd sveit þjálfaraÞráinn leggur áherslu á hve miklu máli skipti að hafa reynslumikla, áhugasama, og vel menntaða þjálfara. Þjálfararnir eru alls þrjátíu en tíu þjálfarar koma að þjálfun meistaraflokksins. „Við höfum smátt og smátt fjölgað iðkendum og búið til æfingahópa á hverju sviði sem getur verið hjá sérhæfðum þjálfara. Það þarf að vera grundvöllur fyrir ráðningu þjálfara, nógu margir iðkendur sem greiða æfingagjöld svo hægt sé að borga þjálfurunum einhverja þóknun," segir Þráinn og bætir við að þótt launin séu ekki há séu þau eitthvað. Þjálfarasveit ÍR-inga telur ekki ómerkari menn en Ólympíufara og Íslandsmeistarahafa á borð við Einar Vilhjálmsson, Pétur Guðmundsson, Þóreyju Eddu Elísdóttur auk Þráins og konu hans Þórdísar Gísladóttur. Þórdís hélt á síðasta ári kynningu á starfi deildarinnar á ráðstefnu á vegum Frjálsíþróttasambands Evrópu. Fimm félög sem vakið höfðu athygli innan geirans voru beðin um að kynna starf sitt. „Fólki þótti með ólíkindum að við værum með 600 iðkendur og þrjátíu þjálfara á launum. Það þótti gríðarlega stórt hjá 300 þúsund manna þjóð," segir Þráinn og nefnir til samanburðar að fjölmennasta félag Noregs telji 250 iðkendur og það stærsta í Kanada sé áþekkt frjálsíþróttadeild ÍR að stærð. Bikararnir þrír marka tímamót hjá ÍR. Fjögur ár eru í Ólympíuleikana í Ríó og segir Þráinn nauðsynlegt að setja ný fjögurra ára markmið hvort sem litið sé til barna- og unglingastarfs, meistaraflokks, afreksstarfs, almenningsíþrótta, sjálfboðaliðastarfs eða mótahalds.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Fótbolti Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Fótbolti „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir voru sterkari en við í loftinu“ Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Sauð allt upp úr hjá stuðningsfólki Bröndby eftir leik „Fullkominn skandall, Bröndby niðurlægt á Íslandi“ „Eitt af þessum kvöldum þar sem allt gekk upp“ „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Zrinjski - Breiðablik 1-1 | Guði sé lof fyrir kaffi Hulda Clara og Karen Lind efstar Axel og Dagbjartur leiða Sævar Atli hetja Brann sem er í góðum málum Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Uppgjörið: Víkingur - Bröndby 3-0 | Niðurlægðu gestina og Víkingar í frábærum málum Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Mega sniffa ammoníak eftir allt saman Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Leðurblökur að trufla handboltafélag Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Sexfaldur Íslandsmeistari sló fyrsta höggið á Íslandsmótinu í golfi 2025 Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum Sjá meira