ESB og lýðræðisrétturinn Ögmundur Jónasson skrifar 29. ágúst 2012 06:00 Þorsteinn Pálsson skrifar greinar í Fréttablaðið um helgar. Greinar hans eru mjög áþekkar og jafnan þar að finna sömu stefin. Eitt slíkt stef er að VG sé tvísaga í aðildarviðræðunum við ESB; sé fylgjandi aðild innan veggja Stjórnarráðsins en andvígt utandyra. Þjóðin hafi orðið þess vitni, skrifar hann nýlega, þegar ráðherrar VG stóðu „utan veggja Stjórnarráðsins og lýstu því yfir að rétt væri að endurmeta umsókn Íslands vegna óróa í peningamálum á evrusvæðinu. Um leið ítrekuðu þeir andstöðu sína við aðild og upptöku evru. Þetta lýsti grundvallarágreiningi stjórnarflokkanna í sama máli. Annað hvort eru ráðherrar VG að segja ósatt sitjandi innan veggja Stjórnarráðsins eða standandi utan þeirra." Ekki er þetta nú svo. Á fundi ríkisstjórnarinnar 13. júlí sl. komu samningsmarkmið Íslands í peningamálum til umfjöllunar, svo og aftur 21. ágúst eftir þessi svikabrigslaskrif Þorsteins Pálssonar, sem af hálfu stjórnvalda gegnir trúnaðarstöðu í ESB ferlinu. Hið rétta er að þrír fyrirvarar komu fram á þessum fundum: Varðandi afnám gjaldeyrishafta; varðandi inngöngu í ERM II gjaldeyrissamstarfið og varðandi upptöku evru. Sá sem ekki vill ganga í ESB er varla áhugasamur um upptöku evru og hélt ég að Þorsteini Pálssyni væri kunnugt um afdráttarlausa afstöðu VG í þeim efnum. VG gerði fyrirvara um málið í heild sinni og hefur frá upphafi haldið því opnu að endurskoða málið ef aðstæður breyttust. Það hafa þær svo sannarlega gert. Samfylkingin hafnaði því í aðdraganda stjórnarmyndunar að spyrja þjóðina hvort hún vildi sækja um aðild. En réttur þjóðarinnar verður ekki af henni tekinn endalaust, ekki síst þegar aðstæður breytast. Það stóð aldrei til að draga viðræður á langinn þar til ESB og sambandssinnar hér á landi finna heppilegri tímapunkt en nú er í augsýn til að ljúka málinu. Samkvæmt skoðanakönnunum er yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga andvígur því að ganga í ESB. Það er ekkert undarlegt því Evrópa logar. Að sjálfsögðu á þjóðin rétt á því að vera spurð hvort hún vilji inn í eldhafið. Það verður að gerast áður en þetta kjörtímabil er úti. Þá verða kaflaskil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Ögmundur Jónasson Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Þorsteinn Pálsson skrifar greinar í Fréttablaðið um helgar. Greinar hans eru mjög áþekkar og jafnan þar að finna sömu stefin. Eitt slíkt stef er að VG sé tvísaga í aðildarviðræðunum við ESB; sé fylgjandi aðild innan veggja Stjórnarráðsins en andvígt utandyra. Þjóðin hafi orðið þess vitni, skrifar hann nýlega, þegar ráðherrar VG stóðu „utan veggja Stjórnarráðsins og lýstu því yfir að rétt væri að endurmeta umsókn Íslands vegna óróa í peningamálum á evrusvæðinu. Um leið ítrekuðu þeir andstöðu sína við aðild og upptöku evru. Þetta lýsti grundvallarágreiningi stjórnarflokkanna í sama máli. Annað hvort eru ráðherrar VG að segja ósatt sitjandi innan veggja Stjórnarráðsins eða standandi utan þeirra." Ekki er þetta nú svo. Á fundi ríkisstjórnarinnar 13. júlí sl. komu samningsmarkmið Íslands í peningamálum til umfjöllunar, svo og aftur 21. ágúst eftir þessi svikabrigslaskrif Þorsteins Pálssonar, sem af hálfu stjórnvalda gegnir trúnaðarstöðu í ESB ferlinu. Hið rétta er að þrír fyrirvarar komu fram á þessum fundum: Varðandi afnám gjaldeyrishafta; varðandi inngöngu í ERM II gjaldeyrissamstarfið og varðandi upptöku evru. Sá sem ekki vill ganga í ESB er varla áhugasamur um upptöku evru og hélt ég að Þorsteini Pálssyni væri kunnugt um afdráttarlausa afstöðu VG í þeim efnum. VG gerði fyrirvara um málið í heild sinni og hefur frá upphafi haldið því opnu að endurskoða málið ef aðstæður breyttust. Það hafa þær svo sannarlega gert. Samfylkingin hafnaði því í aðdraganda stjórnarmyndunar að spyrja þjóðina hvort hún vildi sækja um aðild. En réttur þjóðarinnar verður ekki af henni tekinn endalaust, ekki síst þegar aðstæður breytast. Það stóð aldrei til að draga viðræður á langinn þar til ESB og sambandssinnar hér á landi finna heppilegri tímapunkt en nú er í augsýn til að ljúka málinu. Samkvæmt skoðanakönnunum er yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga andvígur því að ganga í ESB. Það er ekkert undarlegt því Evrópa logar. Að sjálfsögðu á þjóðin rétt á því að vera spurð hvort hún vilji inn í eldhafið. Það verður að gerast áður en þetta kjörtímabil er úti. Þá verða kaflaskil.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar