Leikarar í lélegum farsa Sighvatur Björgvinsson skrifar 24. ágúst 2012 06:00 Tuttugu og sjö nýir þingmenn voru kjörnir til setu á Alþingi Íslendinga fyrir röskum þremur árum. Aldrei hafa fleiri nýliðar bæst í hóp þingmanna. Reynslan hefur sýnt, að nokkrir en langt í frá allir úr þessum hópi eru efnilegir – gætu átt eftir að láta mikið að sér kveða efir að hafa aflað sér meiri reynslu og yfirgripsmeiri þekkingar í starfi ásamt því að hafa sýnt fram á fylgi við sig og málflutning sinn í fleiri en einum kosningum. Þingmennska er nefnilega eins og hvert annað starf. Það krefst þess að aflað sé reynslu og þekkingar og sýnt fram á getu í starfi. Þannig sækir þingmaður sér varanlegan stuðning. Slíkur stuðningur næst ekki í fyrstu tilraun. Þingmaðurinn þarf að sanna sig. Gömlum hundi í pólitík eins og mér þykir með fádæmum þegar fólk, sem setið hefur þrjá vetur á þingi, eða jafnvel aldrei komið þar nálægt, heldur sig vera þess umkomið að taka að sér forystu í stjórnmálaflokki og þar með hugsanlega að þurfa að axla forystuábyrgð fyrir þjóð sína. Messaguttar kalla ekki eftir skipstjórnarsætinu eftir sinn fyrsta túr. Þó sumir af hinum nýju þingmönnum séu efnilegir og hafi óvænt fengið meiri ábyrgðarstörf en nýliðum eru jafnan fengin er oft sárgrætilegt að hlusta á hve mikið skortir á þekkingu þeirra jafnvel á eigin umfjöllunarefnum þegar þeir mæta spyrlum ljósvakamiðla. Eru þá eins og álfar út úr hól og virðast ekki einu sinni gera sér grein fyrir því sjálfir. Á það jafnt við um suma af mínum samherjum sem aðra og geri ég þar ekki upp á milli. Þegar verst lætur er eins og leikari sé að reyna að leika stjórnmálamann í lélegum farsa – og fari auk þess illa með hlutverkið. Við Íslendingar eigum mikið af hæfileikaríku fólki – fleiri slíka einstaklinga nú en þegar menn eins og Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson, Matthías Bjarnason, Ólafur Björnsson, Emil Jónsson, Gylfi Þ. Gíslason, Benedikt Gröndal, Hannibal Valdimarsson, Eysteinn Jónsson, Ólafur Jóhannesson, Steingrímur Hermannsson, Lúðvík Jósepsson, Eðvarð Sigurðsson, Björn Jónsson og Magnús Kjartansson settu svip á löggjafarsamkomu okkar og standa mér enn í fersku minni. Fáir eru þar nú, sem nálgast gætu þeirra samjöfnuð. Að 10-15 einstaklingum undanteknum, sem þar sitja nú, er mér til efs að aðrir eigi þar nokkurt erindi. Hvernig stendur á því? Hvers vegna vilja þeir hæfileikamiklu Íslendingar, sem við eigum, ekki taka að sér að gegna löggjafarstörfum fyrir þjóð sína? Andrúmsloftið á Alþingi skapa alþingismenn sjálfir. Viðhorfið til þeirra skapast af almenningsálitinu. Ætli þeir beri ekki jafna ábyrgð á því hvernig komið er – alþingismennirnir sjálfir og íslenska þjóðin. Í lýðræðisríki fá þjóðir þá eina stjórnmálamenn sem þær velja sér sjálfar. Sagt er að slíkar þjóðir fái þá eina stjórnendur, sem þær eiga skilið. Sé framboðið ekki í stíl við væntingarnar er meira en lítið að. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Skoðun Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Tuttugu og sjö nýir þingmenn voru kjörnir til setu á Alþingi Íslendinga fyrir röskum þremur árum. Aldrei hafa fleiri nýliðar bæst í hóp þingmanna. Reynslan hefur sýnt, að nokkrir en langt í frá allir úr þessum hópi eru efnilegir – gætu átt eftir að láta mikið að sér kveða efir að hafa aflað sér meiri reynslu og yfirgripsmeiri þekkingar í starfi ásamt því að hafa sýnt fram á fylgi við sig og málflutning sinn í fleiri en einum kosningum. Þingmennska er nefnilega eins og hvert annað starf. Það krefst þess að aflað sé reynslu og þekkingar og sýnt fram á getu í starfi. Þannig sækir þingmaður sér varanlegan stuðning. Slíkur stuðningur næst ekki í fyrstu tilraun. Þingmaðurinn þarf að sanna sig. Gömlum hundi í pólitík eins og mér þykir með fádæmum þegar fólk, sem setið hefur þrjá vetur á þingi, eða jafnvel aldrei komið þar nálægt, heldur sig vera þess umkomið að taka að sér forystu í stjórnmálaflokki og þar með hugsanlega að þurfa að axla forystuábyrgð fyrir þjóð sína. Messaguttar kalla ekki eftir skipstjórnarsætinu eftir sinn fyrsta túr. Þó sumir af hinum nýju þingmönnum séu efnilegir og hafi óvænt fengið meiri ábyrgðarstörf en nýliðum eru jafnan fengin er oft sárgrætilegt að hlusta á hve mikið skortir á þekkingu þeirra jafnvel á eigin umfjöllunarefnum þegar þeir mæta spyrlum ljósvakamiðla. Eru þá eins og álfar út úr hól og virðast ekki einu sinni gera sér grein fyrir því sjálfir. Á það jafnt við um suma af mínum samherjum sem aðra og geri ég þar ekki upp á milli. Þegar verst lætur er eins og leikari sé að reyna að leika stjórnmálamann í lélegum farsa – og fari auk þess illa með hlutverkið. Við Íslendingar eigum mikið af hæfileikaríku fólki – fleiri slíka einstaklinga nú en þegar menn eins og Ólafur Thors, Bjarni Benediktsson, Matthías Bjarnason, Ólafur Björnsson, Emil Jónsson, Gylfi Þ. Gíslason, Benedikt Gröndal, Hannibal Valdimarsson, Eysteinn Jónsson, Ólafur Jóhannesson, Steingrímur Hermannsson, Lúðvík Jósepsson, Eðvarð Sigurðsson, Björn Jónsson og Magnús Kjartansson settu svip á löggjafarsamkomu okkar og standa mér enn í fersku minni. Fáir eru þar nú, sem nálgast gætu þeirra samjöfnuð. Að 10-15 einstaklingum undanteknum, sem þar sitja nú, er mér til efs að aðrir eigi þar nokkurt erindi. Hvernig stendur á því? Hvers vegna vilja þeir hæfileikamiklu Íslendingar, sem við eigum, ekki taka að sér að gegna löggjafarstörfum fyrir þjóð sína? Andrúmsloftið á Alþingi skapa alþingismenn sjálfir. Viðhorfið til þeirra skapast af almenningsálitinu. Ætli þeir beri ekki jafna ábyrgð á því hvernig komið er – alþingismennirnir sjálfir og íslenska þjóðin. Í lýðræðisríki fá þjóðir þá eina stjórnmálamenn sem þær velja sér sjálfar. Sagt er að slíkar þjóðir fái þá eina stjórnendur, sem þær eiga skilið. Sé framboðið ekki í stíl við væntingarnar er meira en lítið að.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar