Af hverju ESB-aðild? Einar Benediktsson skrifar 16. ágúst 2012 06:00 Umræðan þessa dagana um Ísland og Evrópusambandið tengist ekki raunveruleika aðildarsamninganna heldur sýndarleik um ókunnar niðurstöður. Hinn mesti vindmyllubardagi er látlaust háður í Morgunblaðinu um þessi mál og tal um þjóðaratkvæðagreiðslu nú er út í bláinn enda einungis nokkrir mánuðir síðan Alþingi felldi síðast tillögu um slíkt. Ákvörðun þjóðarinnar um aðild á að sjálfsögðu að koma, en aðeins þegar málið liggur fyrir. Þótt samningsniðurstöður liggi ekki fyrir hefur gríðarlega mikið verk verið unnið við að skila málinu í höfn. Frekari lokun samningskafla og efnislegt stöðumat mun liggja fyrir á næstu mánuðum og málið verður í heild sinni ljóst að vori þegar væntanlega verður efnt til Alþingiskosninga. NEI-liðið er, og hefur alltaf verið, hrætt við að aðildarsamningurinn verði þá eitt af þeim málum sem frambjóðendur og kjósendur taki til jákvæðrar afstöðu. Sá ótti stafar væntanlega af því að í ljós komi að aðildarsamningurinn sé hagstæður og landinu mikill ávinningur. Ég hef trú á því aðallega af eftirgreindum ástæðum:Við aðild að Evrópusambandinu og síðar upptöku evru verður sá efnahagslegi stöðugleiki sem Íslendingar hafa lengstum farið á mis við.Mikið öryggi og sparnaður verður við að þurfa ekki lengur að hafa stóran gjaldeyrisforða til að styðja við þá örmynt sem krónan er.Reynsla annarra sýnir að erlend fjárfesting mun aukast.Lækkun vaxta mun hafa veruleg áhrif á greiðslubyrði einstaklinga, heimila og fyrirtækja.Aðild að ESB leiðir til afnáms tolla á fullunnar íslenskar sjávarafurðir.Mikill viðskiptalegur ávinningur verður við alþjóðlegan gjaldmiðil sem nýtur trausts og er gjaldgengur í öðrum löndum án sérstaks aukaálags.Frekari ávinningur af áframhaldandi þátttöku Íslands í rannsóknar-, vísinda-, mennta- og menningarsamstarfi Evrópusambandsins.Niður fellur margvíslegur kostnaður vegna EFTA og reksturs EES-samningsins og Þýðingarmiðstöðvar utanríkisráðuneytisins. Af þessu má vera ljóst að kostnaður við ESB-aðild er ekki þrándur í götu, heldur þvert á móti. Þátttaka í Myntbandalagi Evrópu og upptaka evru yrði að sjálfsögðu markmið okkar. Nú er það svo að evran átti að vera varanleg lausn enda væri aðgætin fjár- og peningamálastefna skilyrði fyrir þeim árangri. Ekki varð sú raunin í löndum Suður-Evrópu og Írlandi. Framtíð núverandi evrusvæðis er í óvissu vegna vafa um þátttöku evruríkja sem höllum fæti standa. Það yrði augljóslega mikið áfall ef Grikkland og hugsanlega fjögur önnur evruríki drægju sig út úr því samstarfi og það ekki einvörðungu fyrir Evrópulönd. Komi til þess að þær þjóðir taki aftur upp eigin gjaldmiðil, sem reyndar er óvíst, verður sá vandi væntanlega aðeins tímabundinn. Utan hinna upprunalegu sex aðildarríkja, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Belgíu, Hollands og Lúxemborgar, virðist engan bilbug að finna á Austurríki, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Eistlandi, Slóvakíu, Slóveníu, Kýpur og Möltu í þessu samstarfi. Það er ekki aðeins augljós hagur okkar Íslendinga að ljúka aðildarviðræðunum. Öllu heldur yrði það álitshnekkir að hlaupa frá þeim samningum aðeins vegna þess að Evrópusambandið er blóraböggull í vandræðalegri stjórnmálaumræðu. Umfram annað er nauðsynlegt að hafa ávallt í huga að aðild að samstarfi Evrópuþjóða er verkefni ókominna ára og kynslóða. Hér ráða ekki skyndisjónarmið um misskilinn pólitískan ávinning í næstu kosningum. Nú er réttur tími fyrir Íslendinga að ráða því máli til lykta að okkar staða er í hópi fullgildra þátttakenda í því eina þjóðasamstarfi sem við tilheyrum – Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar Benediktsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Sjá meira
Umræðan þessa dagana um Ísland og Evrópusambandið tengist ekki raunveruleika aðildarsamninganna heldur sýndarleik um ókunnar niðurstöður. Hinn mesti vindmyllubardagi er látlaust háður í Morgunblaðinu um þessi mál og tal um þjóðaratkvæðagreiðslu nú er út í bláinn enda einungis nokkrir mánuðir síðan Alþingi felldi síðast tillögu um slíkt. Ákvörðun þjóðarinnar um aðild á að sjálfsögðu að koma, en aðeins þegar málið liggur fyrir. Þótt samningsniðurstöður liggi ekki fyrir hefur gríðarlega mikið verk verið unnið við að skila málinu í höfn. Frekari lokun samningskafla og efnislegt stöðumat mun liggja fyrir á næstu mánuðum og málið verður í heild sinni ljóst að vori þegar væntanlega verður efnt til Alþingiskosninga. NEI-liðið er, og hefur alltaf verið, hrætt við að aðildarsamningurinn verði þá eitt af þeim málum sem frambjóðendur og kjósendur taki til jákvæðrar afstöðu. Sá ótti stafar væntanlega af því að í ljós komi að aðildarsamningurinn sé hagstæður og landinu mikill ávinningur. Ég hef trú á því aðallega af eftirgreindum ástæðum:Við aðild að Evrópusambandinu og síðar upptöku evru verður sá efnahagslegi stöðugleiki sem Íslendingar hafa lengstum farið á mis við.Mikið öryggi og sparnaður verður við að þurfa ekki lengur að hafa stóran gjaldeyrisforða til að styðja við þá örmynt sem krónan er.Reynsla annarra sýnir að erlend fjárfesting mun aukast.Lækkun vaxta mun hafa veruleg áhrif á greiðslubyrði einstaklinga, heimila og fyrirtækja.Aðild að ESB leiðir til afnáms tolla á fullunnar íslenskar sjávarafurðir.Mikill viðskiptalegur ávinningur verður við alþjóðlegan gjaldmiðil sem nýtur trausts og er gjaldgengur í öðrum löndum án sérstaks aukaálags.Frekari ávinningur af áframhaldandi þátttöku Íslands í rannsóknar-, vísinda-, mennta- og menningarsamstarfi Evrópusambandsins.Niður fellur margvíslegur kostnaður vegna EFTA og reksturs EES-samningsins og Þýðingarmiðstöðvar utanríkisráðuneytisins. Af þessu má vera ljóst að kostnaður við ESB-aðild er ekki þrándur í götu, heldur þvert á móti. Þátttaka í Myntbandalagi Evrópu og upptaka evru yrði að sjálfsögðu markmið okkar. Nú er það svo að evran átti að vera varanleg lausn enda væri aðgætin fjár- og peningamálastefna skilyrði fyrir þeim árangri. Ekki varð sú raunin í löndum Suður-Evrópu og Írlandi. Framtíð núverandi evrusvæðis er í óvissu vegna vafa um þátttöku evruríkja sem höllum fæti standa. Það yrði augljóslega mikið áfall ef Grikkland og hugsanlega fjögur önnur evruríki drægju sig út úr því samstarfi og það ekki einvörðungu fyrir Evrópulönd. Komi til þess að þær þjóðir taki aftur upp eigin gjaldmiðil, sem reyndar er óvíst, verður sá vandi væntanlega aðeins tímabundinn. Utan hinna upprunalegu sex aðildarríkja, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Belgíu, Hollands og Lúxemborgar, virðist engan bilbug að finna á Austurríki, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Eistlandi, Slóvakíu, Slóveníu, Kýpur og Möltu í þessu samstarfi. Það er ekki aðeins augljós hagur okkar Íslendinga að ljúka aðildarviðræðunum. Öllu heldur yrði það álitshnekkir að hlaupa frá þeim samningum aðeins vegna þess að Evrópusambandið er blóraböggull í vandræðalegri stjórnmálaumræðu. Umfram annað er nauðsynlegt að hafa ávallt í huga að aðild að samstarfi Evrópuþjóða er verkefni ókominna ára og kynslóða. Hér ráða ekki skyndisjónarmið um misskilinn pólitískan ávinning í næstu kosningum. Nú er réttur tími fyrir Íslendinga að ráða því máli til lykta að okkar staða er í hópi fullgildra þátttakenda í því eina þjóðasamstarfi sem við tilheyrum – Evrópu.
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar