Skattgreiðendur urðu ekki fyrir tjóni Illugi Gunnarsson skrifar 25. júlí 2012 06:00 Uppgjör svokallaðra peningamarkaðssjóða hefur verið nokkuð til umræðu. Höfundur pistilsins “Frá degi til dags” kallaði eftir því að ég útskýrði þá fullyrðingu mína að fjármunir skattborgaranna hefðu ekki verið notaðir, þegar sá sjóður sem ég sat í stjórn hjá var gerður upp í kjölfar bankahrunsins. Það er mér bæði ljúft og skylt að gera. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, alþingismaður Samfylkingarinnar, lagði fram fyrirspurn til þáverandi fjármálaráðherra Steingríms J. Sigfússonar, um hvort fjármunir ríkissjóðs hefðu verið notaðir til þess að gera upp peningamarkaðssjóðina. Svar fjármálaráðherra var skýrt, engir fjármunir fóru úr ríkissjóði vegna uppgjörs peningamarkaðssjóðanna. Þessu til viðbótar er rétt að benda á að engar fjárhæðir má greiða úr ríkissjóði án heimilda í fjárlögum eða fjáraukalögum og fráleitt að ætla að einhvern veginn hafi verið hægt að taka peninga úr ríkissjóði án þess að það kæmi einhvers staðar fram. Jafnframt liggur fyrir að ríkið tók engar fjárhagslegar skuldbindingar á sig vegna þessa uppgjörs. Tugir þúsunda einstaklinga, fyrirtækja og sveitafélaga ávöxtuðu fjármuni sína í peningamarkaðssjóðum. Við uppgjör þess sjóðs sem ég sat í stjórn hjá varð niðurstaðan sú að sjóðsfélagar fengu endurgreidd tæplega 80% af inneign sinni. Uppgjörið þessara sjóða var gert þannig að hinir föllnu bankar, sem ríkið hafði tekið yfir, keyptu allar eignir þeirra að undangengnu verðmati. ESA hefur nú staðfest að sú ákvörðun var heimil. Á þeim tímapunkti hafði ríkið vissulega tekið yfir hina föllnu og gjaldþrota banka, og því er hægt að komast að þeirri niðurstöðu að þar með sé um ríkisstuðning að ræða. Íslenska ríkið er reyndar ósammála þeirri niðurstöðu eins og fram hefur komið á opinberum vettvangi. Tveir hinna föllnu banka voru síðan afhendir kröfuhöfum þeirra, en Landsbankinn er enn í ríkiseign. Niðurstaðan er því þessi: Engir fjármunir voru greiddir úr ríkissjóði og engar skuldbindingar féllu á íslenska skattgreiðendur vegna uppgjörs þess sjóðs sem ég sat í stjórn hjá. Mögulegt tap sem varð vegna uppkaupa á eignum sjóðsins var að lokum borið af kröfuhöfum, sem tóku bankann yfir eftir að þetta uppgjör hafði farið fram. Skattgreiðendur voru því jafn settir, fyrir uppgjör og eftir, en kröfuhafarnir fengu minna fyrir sinn snúð þegar þeir fengu bankana afhenta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Illugi Gunnarsson Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Sjá meira
Uppgjör svokallaðra peningamarkaðssjóða hefur verið nokkuð til umræðu. Höfundur pistilsins “Frá degi til dags” kallaði eftir því að ég útskýrði þá fullyrðingu mína að fjármunir skattborgaranna hefðu ekki verið notaðir, þegar sá sjóður sem ég sat í stjórn hjá var gerður upp í kjölfar bankahrunsins. Það er mér bæði ljúft og skylt að gera. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, alþingismaður Samfylkingarinnar, lagði fram fyrirspurn til þáverandi fjármálaráðherra Steingríms J. Sigfússonar, um hvort fjármunir ríkissjóðs hefðu verið notaðir til þess að gera upp peningamarkaðssjóðina. Svar fjármálaráðherra var skýrt, engir fjármunir fóru úr ríkissjóði vegna uppgjörs peningamarkaðssjóðanna. Þessu til viðbótar er rétt að benda á að engar fjárhæðir má greiða úr ríkissjóði án heimilda í fjárlögum eða fjáraukalögum og fráleitt að ætla að einhvern veginn hafi verið hægt að taka peninga úr ríkissjóði án þess að það kæmi einhvers staðar fram. Jafnframt liggur fyrir að ríkið tók engar fjárhagslegar skuldbindingar á sig vegna þessa uppgjörs. Tugir þúsunda einstaklinga, fyrirtækja og sveitafélaga ávöxtuðu fjármuni sína í peningamarkaðssjóðum. Við uppgjör þess sjóðs sem ég sat í stjórn hjá varð niðurstaðan sú að sjóðsfélagar fengu endurgreidd tæplega 80% af inneign sinni. Uppgjörið þessara sjóða var gert þannig að hinir föllnu bankar, sem ríkið hafði tekið yfir, keyptu allar eignir þeirra að undangengnu verðmati. ESA hefur nú staðfest að sú ákvörðun var heimil. Á þeim tímapunkti hafði ríkið vissulega tekið yfir hina föllnu og gjaldþrota banka, og því er hægt að komast að þeirri niðurstöðu að þar með sé um ríkisstuðning að ræða. Íslenska ríkið er reyndar ósammála þeirri niðurstöðu eins og fram hefur komið á opinberum vettvangi. Tveir hinna föllnu banka voru síðan afhendir kröfuhöfum þeirra, en Landsbankinn er enn í ríkiseign. Niðurstaðan er því þessi: Engir fjármunir voru greiddir úr ríkissjóði og engar skuldbindingar féllu á íslenska skattgreiðendur vegna uppgjörs þess sjóðs sem ég sat í stjórn hjá. Mögulegt tap sem varð vegna uppkaupa á eignum sjóðsins var að lokum borið af kröfuhöfum, sem tóku bankann yfir eftir að þetta uppgjör hafði farið fram. Skattgreiðendur voru því jafn settir, fyrir uppgjör og eftir, en kröfuhafarnir fengu minna fyrir sinn snúð þegar þeir fengu bankana afhenta.
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun