Notendamiðað velferðarkerfi Tryggvi Gíslason skrifar 23. júlí 2012 09:30 Heilbrigðisþjónusta frá vöggu til grafar er einn af grunnsteinum samfélagsins. Alþingi hefur látið undir höfuð leggjast að móta heildarstefnu í heilbrigðismálum við breyttar aðstæður: breytingar á búsetu, breytta atvinnuhætti, breytt mataræði – og andspænis þeirri dýru en dýrmætu staðreynd að fólk lifir lengur. Nýir sjúkdómar hafa komið fram vegna breyttra samskipta og breyttra viðhorfa og breyttra lifnaðarhátta. Mótun heildarstefnu í heilbrigðismálum er því knýjandi nauðsyn þar sem tillit er tekið til breyttra þarfa og breyttra viðhorfa undir kjörorðinu notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi. Hollvinasamtök líkardeilda undirbúa því ráðstefnu í Reykjavík 24. september um mótun heildarstefnu í heilbrigðismálum þjóðarinnar undir kjörorðinu notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi. Með því er átt við kerfi mótað í samráði við sjúka og aldraðra og aðstandendur þeirra á ábyrgð alþingismanna en ekki mótað af forstöðumönnum spítala og starfsfólki Heilbrigðis- og velferðarráðuneytisins. Gerð er krafa um að Alþingi móti heildarstefnu í heilbrigðismálum þjóðarinnar með tilliti til þarfa notenda á grundvelli samráðs við sjúka og aldraða og aðstandendur þeirra. Fyrirmynd notendamiðaðrar heilbrigðisþjónustu er áætlun Norðmanna sem nefnd er Samhandlingsreformen og byggð er á lögum frá 2011. Er áætlunin í samræmi við nýja stefnu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. Samhandlingsreformen tók gildi í upphafi þessa árs og er ætlað að taka tillit til þarfa sjúklinga á öllum stigum. Lögð er áhersla á forvarnir fremur en „lagfæringar“, hjálp strax en ekki þegar allt er komið í eindaga, aukið samstarf stofnana innan heilbrigðiskerfisins, þjónustu nær fólkinu, samstarf sérhæfðrar þjónustu, fleiri verkefni til sveitarfélaga. Síðast en ekki síst er lögð áhersla á bætta þjónustu við sjúklinga með því að auka áhrif sjúklinganna sjálfra og aðstandenda þeirra: „bedre for pasientene - sterkere brukermedvirkning“, eins og þetta heitir á norsku. Til ráðstefnunnar er boðið fulltrúum samtaka aðstandenda sjúkra og aldraðra, frjálsum samtökum um heilbrigðis- og velferðarmál, stéttarfélögum lækna og hjúkrunarfólks, fulltrúum sjúkrastofnana, heilsugæslustöðva og sveitarfélaga svo og alþingismönnum og ráðherrum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Gíslason Mest lesið Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni í stað sóunar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Landsvirkjun semur lög um bráðabirgðavirkjanir Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Sjá meira
Heilbrigðisþjónusta frá vöggu til grafar er einn af grunnsteinum samfélagsins. Alþingi hefur látið undir höfuð leggjast að móta heildarstefnu í heilbrigðismálum við breyttar aðstæður: breytingar á búsetu, breytta atvinnuhætti, breytt mataræði – og andspænis þeirri dýru en dýrmætu staðreynd að fólk lifir lengur. Nýir sjúkdómar hafa komið fram vegna breyttra samskipta og breyttra viðhorfa og breyttra lifnaðarhátta. Mótun heildarstefnu í heilbrigðismálum er því knýjandi nauðsyn þar sem tillit er tekið til breyttra þarfa og breyttra viðhorfa undir kjörorðinu notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi. Hollvinasamtök líkardeilda undirbúa því ráðstefnu í Reykjavík 24. september um mótun heildarstefnu í heilbrigðismálum þjóðarinnar undir kjörorðinu notendamiðað heilbrigðis- og velferðarkerfi. Með því er átt við kerfi mótað í samráði við sjúka og aldraðra og aðstandendur þeirra á ábyrgð alþingismanna en ekki mótað af forstöðumönnum spítala og starfsfólki Heilbrigðis- og velferðarráðuneytisins. Gerð er krafa um að Alþingi móti heildarstefnu í heilbrigðismálum þjóðarinnar með tilliti til þarfa notenda á grundvelli samráðs við sjúka og aldraða og aðstandendur þeirra. Fyrirmynd notendamiðaðrar heilbrigðisþjónustu er áætlun Norðmanna sem nefnd er Samhandlingsreformen og byggð er á lögum frá 2011. Er áætlunin í samræmi við nýja stefnu Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar. Samhandlingsreformen tók gildi í upphafi þessa árs og er ætlað að taka tillit til þarfa sjúklinga á öllum stigum. Lögð er áhersla á forvarnir fremur en „lagfæringar“, hjálp strax en ekki þegar allt er komið í eindaga, aukið samstarf stofnana innan heilbrigðiskerfisins, þjónustu nær fólkinu, samstarf sérhæfðrar þjónustu, fleiri verkefni til sveitarfélaga. Síðast en ekki síst er lögð áhersla á bætta þjónustu við sjúklinga með því að auka áhrif sjúklinganna sjálfra og aðstandenda þeirra: „bedre for pasientene - sterkere brukermedvirkning“, eins og þetta heitir á norsku. Til ráðstefnunnar er boðið fulltrúum samtaka aðstandenda sjúkra og aldraðra, frjálsum samtökum um heilbrigðis- og velferðarmál, stéttarfélögum lækna og hjúkrunarfólks, fulltrúum sjúkrastofnana, heilsugæslustöðva og sveitarfélaga svo og alþingismönnum og ráðherrum.
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar