Selur 10.000 plötur heima hjá sér 11. júlí 2012 09:00 10.000 titlar Plötusafn Arnars Eggerts stórt og spannar fjölbreytta tónlist. Hann verður með yfir 10.000 titla til sölu í bakgarðinum um helgina. Fréttablaðið/stefán „Ég er að reyna að grisja safnið eins og ég get svo ég geti haldið áfram og safnað af meiri fókus. Það kom tímabil þar sem ég ætlaði að kaupa allar plötur heimsins en það er víst óþarfi," segir Arnar Eggert Thoroddsen tónlistarmógúll, sem verður með yfir 10.000 titla úr tónlistarsafni sínu á garðsölu um komandi helgi. Plötusafn Arnars Eggerts er líklegast með þeim stærri á landinu og því líklegt að flestir muni finna eitthvað við sitt hæfi á sölunni. „Þarna verður að finna góða sneið af þeirri músík sem komið hefur út. Íslensk og erlend tónlist, popp og rokk og bara allur skalinn," segir hann en verðinu verður haldið vel í skefjum og verða plöturnar falar á frá 100 upp í 500 krónur. Arnar býst við miklu fjöri á sölunni sem haldin verður í bakgarðinum heima hjá honum, að Auðarstræti 13, Reykjavík, laugardaginn 14. júlí og sunnudaginn 15. júlí frá klukkan 11 til 17. „Ég finn að það er að skapast mikil stemning fyrir þessu og fólk í músíkbransanum er sérstaklega spennt. Þetta gæti því endað í einhvers konar blokk-partýi í leiðinni," segir hann spenntur, en ekki skemmir góð veðurspá helgarinnar þar fyrir. Ástæða sölunnar er yfirvofandi flutningur Arnars og fjölskyldu hans til Edinborgar þar sem hann hyggst setjast á skólabekk og stunda framhaldsnám í tónlistarfræði eða musicology. „Það er hugur í fjölskyldunni en þetta verður auðvitað mikil breyting. Við erum á fullu í alls kyns handavinnu þessa dagana og að græja hitt og þetta," segir hann en fjölskyldan heldur utan 2. ágúst næstkomandi. - trs Lífið Tónlist Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
„Ég er að reyna að grisja safnið eins og ég get svo ég geti haldið áfram og safnað af meiri fókus. Það kom tímabil þar sem ég ætlaði að kaupa allar plötur heimsins en það er víst óþarfi," segir Arnar Eggert Thoroddsen tónlistarmógúll, sem verður með yfir 10.000 titla úr tónlistarsafni sínu á garðsölu um komandi helgi. Plötusafn Arnars Eggerts er líklegast með þeim stærri á landinu og því líklegt að flestir muni finna eitthvað við sitt hæfi á sölunni. „Þarna verður að finna góða sneið af þeirri músík sem komið hefur út. Íslensk og erlend tónlist, popp og rokk og bara allur skalinn," segir hann en verðinu verður haldið vel í skefjum og verða plöturnar falar á frá 100 upp í 500 krónur. Arnar býst við miklu fjöri á sölunni sem haldin verður í bakgarðinum heima hjá honum, að Auðarstræti 13, Reykjavík, laugardaginn 14. júlí og sunnudaginn 15. júlí frá klukkan 11 til 17. „Ég finn að það er að skapast mikil stemning fyrir þessu og fólk í músíkbransanum er sérstaklega spennt. Þetta gæti því endað í einhvers konar blokk-partýi í leiðinni," segir hann spenntur, en ekki skemmir góð veðurspá helgarinnar þar fyrir. Ástæða sölunnar er yfirvofandi flutningur Arnars og fjölskyldu hans til Edinborgar þar sem hann hyggst setjast á skólabekk og stunda framhaldsnám í tónlistarfræði eða musicology. „Það er hugur í fjölskyldunni en þetta verður auðvitað mikil breyting. Við erum á fullu í alls kyns handavinnu þessa dagana og að græja hitt og þetta," segir hann en fjölskyldan heldur utan 2. ágúst næstkomandi. - trs
Lífið Tónlist Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira