Syngur við tölvugerða tónlist 10. júlí 2012 11:00 Gerði nær allt sjálf Oléna gaf út plötuna Made in Hurt by Heart á dögunum og er það hennar fyrsta plata. Hún gerði hana að nær öllu leyti sjálf. „Ég samdi allt efnið og flyt það. Platan var hljómjöfnuð í New York en að öðru leyti gerði hana alla sjálf," segir Oléna Simone, franskur listamaður sem hefur verið búsett á Íslandi frá árinu 2005 og var að gefa út sína fyrstu plötu, Made in Hurt by Heart. Sjálf spilar Oléna ekki á nein hljóðfæri heldur býr hún alla tónlistina til í tölvu. „Ég tek upp alls konar umhverfishljóð og önnur hljóð sem ég kann vel við og vinn svo með þau í tölvunni og bý til tónlist," segir hún. Hún hefur ekki stundað neitt tónlistartengt nám en var þó í listaskóla í Frakklandi. Þetta er í fyrsta skipti sem Oléna gefur út tónlistina sína, en hún samdi texta og tók þátt í flutningi tveggja laga á plötu hljómsveitarinnar Asonat sem kom út í apríl. Oléna segir tónlistina sína vera mjög heiðarlega og byggða á hennar daglega lífi. „Þetta er hálfgerð sjálfsævisaga en textana byggi ég á eigin tilfinningum og hugsunum," segir hún. Frá því hún byrjaði fyrst að flytja tónlist hefur henni verið líkt við íslensku stjörnuna Björk. „Ég fékk meira að segja að heyra það úti í Frakklandi. Ég er alls ekki að reyna að vera eins og hún, eða nokkur annar, heldur vil ég bara vera ég sjálf," segir hún og bætir við að hún taki því þó sem miklu hrósi að vera líkt við söngkonuna. Oléna stefnir á tónleika til að fylgja plötunni eftir þegar fram líða stundir og fer að hægjast um hjá henni. „Svo sótti ég líka um á Airwaves svo það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því," segir hún hress í bragði. Plötuna má nálgast í verslunum 12 Tóna á Skólavörðustíg og í Hörpu, eða á heimasíðunum Gogoyoko og Bandcamp. - trs Lífið Tónlist Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Ég samdi allt efnið og flyt það. Platan var hljómjöfnuð í New York en að öðru leyti gerði hana alla sjálf," segir Oléna Simone, franskur listamaður sem hefur verið búsett á Íslandi frá árinu 2005 og var að gefa út sína fyrstu plötu, Made in Hurt by Heart. Sjálf spilar Oléna ekki á nein hljóðfæri heldur býr hún alla tónlistina til í tölvu. „Ég tek upp alls konar umhverfishljóð og önnur hljóð sem ég kann vel við og vinn svo með þau í tölvunni og bý til tónlist," segir hún. Hún hefur ekki stundað neitt tónlistartengt nám en var þó í listaskóla í Frakklandi. Þetta er í fyrsta skipti sem Oléna gefur út tónlistina sína, en hún samdi texta og tók þátt í flutningi tveggja laga á plötu hljómsveitarinnar Asonat sem kom út í apríl. Oléna segir tónlistina sína vera mjög heiðarlega og byggða á hennar daglega lífi. „Þetta er hálfgerð sjálfsævisaga en textana byggi ég á eigin tilfinningum og hugsunum," segir hún. Frá því hún byrjaði fyrst að flytja tónlist hefur henni verið líkt við íslensku stjörnuna Björk. „Ég fékk meira að segja að heyra það úti í Frakklandi. Ég er alls ekki að reyna að vera eins og hún, eða nokkur annar, heldur vil ég bara vera ég sjálf," segir hún og bætir við að hún taki því þó sem miklu hrósi að vera líkt við söngkonuna. Oléna stefnir á tónleika til að fylgja plötunni eftir þegar fram líða stundir og fer að hægjast um hjá henni. „Svo sótti ég líka um á Airwaves svo það verður spennandi að sjá hvað kemur út úr því," segir hún hress í bragði. Plötuna má nálgast í verslunum 12 Tóna á Skólavörðustíg og í Hörpu, eða á heimasíðunum Gogoyoko og Bandcamp. - trs
Lífið Tónlist Mest lesið „Einhvern tímann verðurðu að leyfa barninu þínu að flytja að heiman“ Lífið Smashing Pumpkins pumpuðu upp stemningu – en listin varð undir hávaðanum Gagnrýni „Þetta var eins og Atlantis sem sökk“ Lífið Taka fyrir sambönd flugfreyja og flugmanna út frá sögum úr bransanum Lífið Jón Ólafs og Hildur Vala keyptu í Vesturbænum Lífið Leggst undir hnífinn vegna brjóstakrabbameins og frestar túrnum Lífið Svona heppnaðist hárígræðslan hjá Baldri og Einari Lífið Opna Preppbarinn í Keflavík og bjóða 50% afslátt Lífið samstarf Býr beint fyrir neðan barnsmóður sína Lífið Trúlofuð en ekki búin að flytja inn saman Lífið Fleiri fréttir Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“