Lopapeysur og viðskiptahættir Regína Ásvaldsdóttir skrifar 9. júlí 2012 06:00 Að undanförnu hafa borist fréttir af framleiðslu ?íslensku? lopapeysunnar í Kína og Taívan og mótmælum, meðal annars frá Handprjónasambandi Íslands, þar sem þess er krafist að merkingar á peysunum séu skýrar. Íslenska lopapeysan er í hugum margra nátengd sögu handverks hér á landi, þótt sú saga sé ekki löng. Það má ef til vill bera hana saman við kampavínið en enginn framleiðandi freyðivíns má kalla vínið sitt því nafni, nema það komi frá Champagne-héraði. Deilur af þessum toga eru ekki nýjar af nálinni í viðskiptalífinu. Alþjóðavæðingin hefur opnað fyrir frjálst flæði vöru og þjónustu og íslenskir hönnuðir, eins og aðrir, velja í síauknum mæli að senda framleiðslu til láglaunasvæða, sérstaklega ef um magnframleiðslu er að ræða. Íslenskt handverksfólk getur snúið vörn í sókn til að auka samkeppnishæfni sína. Til dæmis með því að merkja rækilega framleiðsluferil lopapeysa sem eru prjónaðar hér á landi. Miðla upplýsingum um hvaða efni er notað í vöruna, hvernig hún er framleidd og hvar. Neytendur eru í vaxandi mæli farnir að huga að samfélagsábyrgð. Í því felst aðbúnaður og mannréttindi starfsmanna, siðareglur og góðir viðskiptahættir. Alþjóðleg samtök um samfélagsábyrgð eins og GRI, Global Reporting Initiative, hvetja fyrirtæki til að gera árlega skýrslu sem tekur á öllum þáttum í kringum framleiðslu á vöru eða þjónustu. Ef vara er framleidd á láglaunasvæðum þá er mikilvægt að upplýsa um það hver sé raunverulegur aðbúnaður starfsmanna. Góð viðmið eru meðal annars að launin séu í samræmi við meðallaun í viðkomandi landi. Stór fyrirtæki í framleiðslu á útivistarfatnaði, svo sem Patagonia, hafa verið til fyrirmyndar í skráningu upplýsinga af þessum toga. Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, hefur staðið fyrir námskeiði í samstarfi við GRI og fleiri eru fyrirhuguð, meðal annars kynningarnámskeið í september. Það er von okkar að með aukinni fræðslu og umræðu um samfélagsábyrgð fjölgi þeim fyrirtækjum sem skrá upplýsingar um framleiðsluferil á réttan og aðgengilegan hátt og taki þannig þátt í því að auðvelda neytendum að velja vörur og þjónustu út frá siðferðilegum viðmiðunum, rétt eins og fjárhagslegum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stúka við Kórinn mun skera niður framtíð HK í fótbolta! Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Sjá meira
Að undanförnu hafa borist fréttir af framleiðslu ?íslensku? lopapeysunnar í Kína og Taívan og mótmælum, meðal annars frá Handprjónasambandi Íslands, þar sem þess er krafist að merkingar á peysunum séu skýrar. Íslenska lopapeysan er í hugum margra nátengd sögu handverks hér á landi, þótt sú saga sé ekki löng. Það má ef til vill bera hana saman við kampavínið en enginn framleiðandi freyðivíns má kalla vínið sitt því nafni, nema það komi frá Champagne-héraði. Deilur af þessum toga eru ekki nýjar af nálinni í viðskiptalífinu. Alþjóðavæðingin hefur opnað fyrir frjálst flæði vöru og þjónustu og íslenskir hönnuðir, eins og aðrir, velja í síauknum mæli að senda framleiðslu til láglaunasvæða, sérstaklega ef um magnframleiðslu er að ræða. Íslenskt handverksfólk getur snúið vörn í sókn til að auka samkeppnishæfni sína. Til dæmis með því að merkja rækilega framleiðsluferil lopapeysa sem eru prjónaðar hér á landi. Miðla upplýsingum um hvaða efni er notað í vöruna, hvernig hún er framleidd og hvar. Neytendur eru í vaxandi mæli farnir að huga að samfélagsábyrgð. Í því felst aðbúnaður og mannréttindi starfsmanna, siðareglur og góðir viðskiptahættir. Alþjóðleg samtök um samfélagsábyrgð eins og GRI, Global Reporting Initiative, hvetja fyrirtæki til að gera árlega skýrslu sem tekur á öllum þáttum í kringum framleiðslu á vöru eða þjónustu. Ef vara er framleidd á láglaunasvæðum þá er mikilvægt að upplýsa um það hver sé raunverulegur aðbúnaður starfsmanna. Góð viðmið eru meðal annars að launin séu í samræmi við meðallaun í viðkomandi landi. Stór fyrirtæki í framleiðslu á útivistarfatnaði, svo sem Patagonia, hafa verið til fyrirmyndar í skráningu upplýsinga af þessum toga. Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, hefur staðið fyrir námskeiði í samstarfi við GRI og fleiri eru fyrirhuguð, meðal annars kynningarnámskeið í september. Það er von okkar að með aukinni fræðslu og umræðu um samfélagsábyrgð fjölgi þeim fyrirtækjum sem skrá upplýsingar um framleiðsluferil á réttan og aðgengilegan hátt og taki þannig þátt í því að auðvelda neytendum að velja vörur og þjónustu út frá siðferðilegum viðmiðunum, rétt eins og fjárhagslegum.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar