Miss J. hrifinn af Munda 2. júlí 2012 20:00 Miss J. Alexander er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í raunveruleikaþáttunum America´s Next Top Model. Hér sést hann klæðast peysu frá Munda. Mynd/Mundi „Hann kom í heimsókn í sýningarherbergið okkar hérna í París," segir farahönnuðurinn Mundi sem fékk hinn fræga gönguþjálfara og fyrirsætu Miss J. Alexander í heimsókn í vikunni. Miss J. Alexander er litríkur karakter sem skaust fram í sviðljósið sem hægri hönd fyrirsætunnar Tyru Banks í raunveruleikaþáttunum America"s Next Top Model. Þar var hann þekktur fyrir að koma fram í skemmtilegum fatasamsetninum og jafnvel klæðast dragi. Miss J sérhæfir sig í að kenna fyrirsætum að ganga tískupallinn enda fyrrum fyrirsæta sjálfur. Hann er búsettur í París en þar fer nú fram herrafatatískuvika fyrir sumarið 2013. Mundi er með svokallað „showroom" eða sýningarherbergi í París í þeim tilgangi að sýna fatalínu sína fyrir gesti og gangandi, sem gjarna eru innkaupafólk, ritstjórar tískutímarita og annað áhugafólk innan tískuheimsins. Þangað kom Miss J og sló á létta strengi með Munda. „Við spjölluðum saman og hann skoðaði og mátaði hjá okkur. Að lokum gaf ég honum bol áður en við kvöddumst," segir Mundi, sem er að ferð og flugi um heiminn með fatalínu sína í sumar. Auk þess að vera í París verður Mundi ásamt meðal annars hönnuðum Eygló, Hlín Reykdal og Hringu á tískuvikunni í Berlín sem hefst í næstu viku. -áp Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Hann kom í heimsókn í sýningarherbergið okkar hérna í París," segir farahönnuðurinn Mundi sem fékk hinn fræga gönguþjálfara og fyrirsætu Miss J. Alexander í heimsókn í vikunni. Miss J. Alexander er litríkur karakter sem skaust fram í sviðljósið sem hægri hönd fyrirsætunnar Tyru Banks í raunveruleikaþáttunum America"s Next Top Model. Þar var hann þekktur fyrir að koma fram í skemmtilegum fatasamsetninum og jafnvel klæðast dragi. Miss J sérhæfir sig í að kenna fyrirsætum að ganga tískupallinn enda fyrrum fyrirsæta sjálfur. Hann er búsettur í París en þar fer nú fram herrafatatískuvika fyrir sumarið 2013. Mundi er með svokallað „showroom" eða sýningarherbergi í París í þeim tilgangi að sýna fatalínu sína fyrir gesti og gangandi, sem gjarna eru innkaupafólk, ritstjórar tískutímarita og annað áhugafólk innan tískuheimsins. Þangað kom Miss J og sló á létta strengi með Munda. „Við spjölluðum saman og hann skoðaði og mátaði hjá okkur. Að lokum gaf ég honum bol áður en við kvöddumst," segir Mundi, sem er að ferð og flugi um heiminn með fatalínu sína í sumar. Auk þess að vera í París verður Mundi ásamt meðal annars hönnuðum Eygló, Hlín Reykdal og Hringu á tískuvikunni í Berlín sem hefst í næstu viku. -áp
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp