Spænska fatamerkið Zara vann mál sem skóhönnuðurinn Christian Louboutin höfðaði gegn fyrirtækinu árið 2008. Ástæða málsins var að Zara seldi skó með rauðum sóla, en það taldi Louboutin sig hafa einkarétt á.
Málið hefur verið lengi á leið sinni í gegnum réttarkerfið í Frakklandi sem komst á dögunum að þeirri niðurstöðu að Zöru er leyfilegt að selja skó með rauðum sóla og þarf Louboutin því að greiða verslunarkeðjunni vinsælu um hálfa milljón í skaðabætur.
Louboutin er eitt frægasta skómerki í heimi og rauði sólinn táknrænn fyrir merkið. Louboutin er rándýrt merki og því gleðiefni fyrir tískuáhugamenn að geta keypt sér skó með rauðum sóla á viðráðanlegu verði.
Zara vann Louboutin - Mega selja rauða sóla
