Ábyrgð Ólafs Sveinbjörn Finnsson skrifar 26. júní 2012 09:30 Íslendingar eru svo heppnir að búa í einu af þróuðustu samfélögum heims. Ekkert samfélag er þó fullkomið eins og við komumst að haustið 2008. Í rannsóknarskýrslu Alþingis var skoðaður þáttur þeirra sem báru ábyrgð á íslenska efnahagsundrinu og afleiðingum þess. Samkvæmt henni voru það helst stjórnmála- og bankamenn. Einnig segir að breytt gildismat hjá þjóðinni hafi skapað hættulegt andrúmsloft og kemst skýrslan að þeirri niðurstöðu að Ólafur Ragnar, forseti Íslands, beri þar mikla ábyrgð. Ólafur Ragnar hefur alla tíð gert lítið úr þeirri gagnrýni sem kom fram í rannsóknarskýrslunni. Hann hefur farið tvær leiðir þegar hann hefur verið beðinn um að bregðast við gagnrýninni. 1) Hann hefur bent á einstakar staðreyndavillur í skýrslunni til að draga úr trúverðugleika hennar. Þannig forðast hann að svara sanngjörnum spurningum sem vakna við lestur skýrslunnar. Um leið glatar hann því tækifæri að vinna með þjóðinni að nauðsynlegu uppgjöri og verður enn ein hindrunin í því ferli. 2) Ólafur hefur haldið því fram að hegðun sín og framkoma, t.a.m. við ræðu- og fundahöld, hafi ekki verið óeðlileg og vísar þá í tíðaranda þessara ára. Staðreyndin er þó sú að forsetinn var margoft gagnrýndur á árunum 2000-2008 og segir m.a. í rannsóknarskýrslunni: „Fjöldi sagnfræðinga gagnrýndi forsetann harðlega fyrir alhæfingar, þjóðernishroka og úreltar gamaldags túlkanir á sögunni [...]. Forsetinn lét gagnrýnina sem vind um eyru þjóta og endurtók ræðu sína á næstu tveimur árum [þ.e. 2006-2008]." (8. bindi, bls. 174) Ólafur brást ekki við alvarlegum athugasemdum fræðimanna fyrir hrun og stefna hans í þeim efnum hefur bersýnilega ekki tekið neinum breytingum. Hann getur ekki einu sinni hugsað sér að taka undir neinn þeirra þriggja lærdóma sem rannsóknarskýrslan birtir í lok kaflans um hlut forseta. Hann hefur raunar lagt sig fram við að tala gegn þessum þremur skynsamlegu ábendingum. Í fyrsta lagi telur Ólafur ekki þörf á því að skýra frekar hlut forseta í stjórnarskránni. Í öðru lagi vill hann ekki setja reglur um hlutverk forseta í samskiptum hans við önnur ríki. Í þriðja lagi vill Ólafur ekki að forsetaembættinu verði settar siðareglur. Á síðustu árum höfum við stigið mörg stór skref í átt að betra samfélagi. Við höfum ekki alltaf verið sammála um hvaða leiðir séu bestar en höfum þó verið sammála um að breytinga sé þörf. Ólafur Ragnar hefur ekki fylgt þjóðinni í þessum efnum og sýnir enga viðleitni til umbóta. Rannsóknarskýrsla Alþingis er nauðsynlegt veganesti í því uppgjöri sem við vinnum að þessa stundina. Mikilvægasti þáttur þess er að þjóðin öðlist á ný traust á sjálfri sér og þeim sem þjóna samfélaginu. Til þess að það geti átt sér stað er nauðsynlegt að þeir axli ábyrgð sem bera hana. Á laugardag gefst okkur tækifæri til þess að hafa frumkvæði að því að forsetaembættið taki þátt í uppgjörinu með okkur. Með því að kjósa nýjan forseta, fulltrúa nýrrar kynslóðar, sýnum við í verki að við viljum gera upp fortíðina á öllum vígstöðvum og þannig stuðla að betra samfélagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Íslendingar eru svo heppnir að búa í einu af þróuðustu samfélögum heims. Ekkert samfélag er þó fullkomið eins og við komumst að haustið 2008. Í rannsóknarskýrslu Alþingis var skoðaður þáttur þeirra sem báru ábyrgð á íslenska efnahagsundrinu og afleiðingum þess. Samkvæmt henni voru það helst stjórnmála- og bankamenn. Einnig segir að breytt gildismat hjá þjóðinni hafi skapað hættulegt andrúmsloft og kemst skýrslan að þeirri niðurstöðu að Ólafur Ragnar, forseti Íslands, beri þar mikla ábyrgð. Ólafur Ragnar hefur alla tíð gert lítið úr þeirri gagnrýni sem kom fram í rannsóknarskýrslunni. Hann hefur farið tvær leiðir þegar hann hefur verið beðinn um að bregðast við gagnrýninni. 1) Hann hefur bent á einstakar staðreyndavillur í skýrslunni til að draga úr trúverðugleika hennar. Þannig forðast hann að svara sanngjörnum spurningum sem vakna við lestur skýrslunnar. Um leið glatar hann því tækifæri að vinna með þjóðinni að nauðsynlegu uppgjöri og verður enn ein hindrunin í því ferli. 2) Ólafur hefur haldið því fram að hegðun sín og framkoma, t.a.m. við ræðu- og fundahöld, hafi ekki verið óeðlileg og vísar þá í tíðaranda þessara ára. Staðreyndin er þó sú að forsetinn var margoft gagnrýndur á árunum 2000-2008 og segir m.a. í rannsóknarskýrslunni: „Fjöldi sagnfræðinga gagnrýndi forsetann harðlega fyrir alhæfingar, þjóðernishroka og úreltar gamaldags túlkanir á sögunni [...]. Forsetinn lét gagnrýnina sem vind um eyru þjóta og endurtók ræðu sína á næstu tveimur árum [þ.e. 2006-2008]." (8. bindi, bls. 174) Ólafur brást ekki við alvarlegum athugasemdum fræðimanna fyrir hrun og stefna hans í þeim efnum hefur bersýnilega ekki tekið neinum breytingum. Hann getur ekki einu sinni hugsað sér að taka undir neinn þeirra þriggja lærdóma sem rannsóknarskýrslan birtir í lok kaflans um hlut forseta. Hann hefur raunar lagt sig fram við að tala gegn þessum þremur skynsamlegu ábendingum. Í fyrsta lagi telur Ólafur ekki þörf á því að skýra frekar hlut forseta í stjórnarskránni. Í öðru lagi vill hann ekki setja reglur um hlutverk forseta í samskiptum hans við önnur ríki. Í þriðja lagi vill Ólafur ekki að forsetaembættinu verði settar siðareglur. Á síðustu árum höfum við stigið mörg stór skref í átt að betra samfélagi. Við höfum ekki alltaf verið sammála um hvaða leiðir séu bestar en höfum þó verið sammála um að breytinga sé þörf. Ólafur Ragnar hefur ekki fylgt þjóðinni í þessum efnum og sýnir enga viðleitni til umbóta. Rannsóknarskýrsla Alþingis er nauðsynlegt veganesti í því uppgjöri sem við vinnum að þessa stundina. Mikilvægasti þáttur þess er að þjóðin öðlist á ný traust á sjálfri sér og þeim sem þjóna samfélaginu. Til þess að það geti átt sér stað er nauðsynlegt að þeir axli ábyrgð sem bera hana. Á laugardag gefst okkur tækifæri til þess að hafa frumkvæði að því að forsetaembættið taki þátt í uppgjörinu með okkur. Með því að kjósa nýjan forseta, fulltrúa nýrrar kynslóðar, sýnum við í verki að við viljum gera upp fortíðina á öllum vígstöðvum og þannig stuðla að betra samfélagi.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun