Ari Trausti er traustsins verður
Sjálf hafði ég kynnst honum lítillega fyrir mörgum árum, er hann miðlaði Ítölum af reynslu sinni og þekkingu í tengslum við sýningu og útgáfu bókar um Ísland. Allt samstarf við Ara Trausta var eins og best varð á kosið, allt sem hann sagði stóðst eins og stafur á bók og ítölsku menninga- og menntamálayfirvöldin voru ákaflega ánægð með samskiptin og kynnin af honum. Fannst hann traustur, greindur og kúltíveraður.
Áhugi og virðing Ara Trausta fyrir náttúrunni skiptir miklu máli, sem og innsæi og þekking á ólíkum menningarheimum. Það er kostur að forseti Íslands láti sér annt um náttúruna, ekki eingöngu þá íslensku, heldur móður náttúru í öllu sínu veldi.
Mér finnst kostur að hann skuli ekki tengjast pólitík í hefðbundnum skilningi þess orðs og sérstaklega er ég hrifin af því hversu hreinn og beinn hann er. Hann kemur einfaldlega til dyranna eins og hann er klæddur. Ég veit að sátt getur skapast um hann sem forseta þjóðarinnar.
Hvaða Íslendingur sem er getur verið stoltur af forseta sem talar fimm tungumál reiprennandi, að ekki sé talað um þá yfirgripsmiklu og víðtæku þekkingu sem Ari Trausti býr yfir.
Ég er steinhissa á því að skoðanakannanir skuli ekki sýna meira fylgi við þennan glæsilega frambjóðanda og hvet menn til að horfa á kynningarþætti á RÚV-vefnum, þar sem frambjóðendur leggja spilin á borðið.
Mér finnst við lánsöm þjóð að eiga þess kost að eignast forseta eins og Ara Trausta Guðmundsson.
Skoðun
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir
Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Frelsi til sölu
Anton Guðmundsson skrifar
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið
Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði?
Svava Björg Mörk skrifar
Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall?
Silja Bára Ómarsdóttir skrifar
Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“
Rajan Parrikar skrifar
Dýr eiga skilið samúð og umhyggju
Anna Berg Samúelsdóttir skrifar
Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu
Hópur lækna skrifar
Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni?
Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar
Bjarni Ben í þátíð
Guðmundur Einarsson skrifar
Ísland og stórveldin
Reynir Böðvarsson skrifar
Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun
Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu
Ólafur Stephensen skrifar
Eru skattar og gjöld verðmætasköpun?
Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar
Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur?
Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar
Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit
Matthildur Bjarnadóttir skrifar
Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta
Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna?
Júlíus Valsson skrifar
Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin
Guðröður Atli Jónsson skrifar
Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað
Svava Björg Mörk skrifar
Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn
Ómar H. Kristmundsson skrifar
Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki
Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ögn um Vigdísarþætti
Hallgrímur Helgi Helgason skrifar
Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga
Jón Frímann Jónsson skrifar
Að skipta þjóðinni í tvo hópa
Ingólfur Sverrisson skrifar
Ferðaþjónustufólk kemur saman
Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar
Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri
Arna Harðardóttir skrifar
Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum
Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Kóngar vímuefnaheimsins
Lára G. Sigurðardóttir skrifar