Þór en ekki Þóra Eva Björk Kaaber skrifar 25. júní 2012 06:00 Ertu jafnréttissinnuð/jafnréttissinnaður? Finnst þér að konur eigi að hafa atvinnutækifæri til jafns við karlmenn? Telurðu að karlmaður geti veitt barni sínu gott og ástríkt uppeldi? Þó svo að flestir svari þessum spurningum játandi þá eru til staðar ákveðnar gagnrýnisraddir varðandi framboð Þóru Arnórsdóttur til forseta Íslands. Þessar gagnrýnisraddir felast annars vegar í því að kona, með nýfætt barn, sem býður sig fram til embættis forseta Íslands, geti ekki veitt barni sínu þá umönnun sem það þarf á að halda, samhliða því að gera starfi sínu nægilega góð skil, nái hún kjöri. Hins vegar felast þær í því að faðir barnsins, sem hyggst vera heimavinnandi húsfaðir, nái kona hans kjöri, sé ekki fær um að veita barni sínu fullnægjandi umönnun og uppeldi. Þessi gagnrýni í garð Þóru og eiginmanns hennar er í raun mjög and-jafnréttisleg, bæði hvað konur og karla varðar. Hér á landi eru ótal konur í hvers kyns annasömum störfum sem ná engu að síður að sinna börnum og búi vel og vandlega og þá oft í samstarfi við feður barnanna. Og hér á landi eru einnig ótal ástríkir feður sem annast og ala upp börn sín. Hvort sem þeir gera það í samstarfi við mæður barnanna, eru einhleypir eða hommar. Ef við höfum áhyggjur af því að börn almennt fái ekki nægan tíma með foreldrum sínum, ættum við þá ekki heldur öll, konur og karlar, að líta í eigin barm, í stað þess að taka einstaka „framakonur" fyrir? Felst lausnin í því að herja á konur? Í því að skerða frelsi kvenna til atvinnu? Að taka konur fyrir, og þá sér í lagi þær sem eiga börn samhliða því að sækjast eftir háttsettum embættum, gagnrýna þær einar og sér og óbeint segja þeim að þeirra staður sé ekki á vettvangi annasamra starfa heldur, þegar allt kemur til alls, heimilið? Væri ekki heldur ráð að hvert og eitt okkar, reyndi að stuðla að samfélagi sem er hliðhollara fjölskyldunni í heild sinni, um leið og það býður konum og körlum raunverulega sömu tækifærin? Og að sama skapi treysta Þóru fyrir ákvörðun sinni ásamt eiginmanni sínum. Þóru sem er ekki að fara að yfirgefa fjölskyldu sína og snúa baki við móðurhlutverkinu, heldur Þóru sem sækist eftir því að búa á Bessastöðum ásamt eiginmanni og börnum og gegna embætti forseta Íslands. Starfi sem er vafalaust annasamt, rétt eins og svo mörg önnur störf í okkar þjóðfélagi. Mundu gagnrýnisraddir sem þessar heyrast ef Þóra væri Þór; nýbakaður faðir í framboði til forseta Íslands? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ertu jafnréttissinnuð/jafnréttissinnaður? Finnst þér að konur eigi að hafa atvinnutækifæri til jafns við karlmenn? Telurðu að karlmaður geti veitt barni sínu gott og ástríkt uppeldi? Þó svo að flestir svari þessum spurningum játandi þá eru til staðar ákveðnar gagnrýnisraddir varðandi framboð Þóru Arnórsdóttur til forseta Íslands. Þessar gagnrýnisraddir felast annars vegar í því að kona, með nýfætt barn, sem býður sig fram til embættis forseta Íslands, geti ekki veitt barni sínu þá umönnun sem það þarf á að halda, samhliða því að gera starfi sínu nægilega góð skil, nái hún kjöri. Hins vegar felast þær í því að faðir barnsins, sem hyggst vera heimavinnandi húsfaðir, nái kona hans kjöri, sé ekki fær um að veita barni sínu fullnægjandi umönnun og uppeldi. Þessi gagnrýni í garð Þóru og eiginmanns hennar er í raun mjög and-jafnréttisleg, bæði hvað konur og karla varðar. Hér á landi eru ótal konur í hvers kyns annasömum störfum sem ná engu að síður að sinna börnum og búi vel og vandlega og þá oft í samstarfi við feður barnanna. Og hér á landi eru einnig ótal ástríkir feður sem annast og ala upp börn sín. Hvort sem þeir gera það í samstarfi við mæður barnanna, eru einhleypir eða hommar. Ef við höfum áhyggjur af því að börn almennt fái ekki nægan tíma með foreldrum sínum, ættum við þá ekki heldur öll, konur og karlar, að líta í eigin barm, í stað þess að taka einstaka „framakonur" fyrir? Felst lausnin í því að herja á konur? Í því að skerða frelsi kvenna til atvinnu? Að taka konur fyrir, og þá sér í lagi þær sem eiga börn samhliða því að sækjast eftir háttsettum embættum, gagnrýna þær einar og sér og óbeint segja þeim að þeirra staður sé ekki á vettvangi annasamra starfa heldur, þegar allt kemur til alls, heimilið? Væri ekki heldur ráð að hvert og eitt okkar, reyndi að stuðla að samfélagi sem er hliðhollara fjölskyldunni í heild sinni, um leið og það býður konum og körlum raunverulega sömu tækifærin? Og að sama skapi treysta Þóru fyrir ákvörðun sinni ásamt eiginmanni sínum. Þóru sem er ekki að fara að yfirgefa fjölskyldu sína og snúa baki við móðurhlutverkinu, heldur Þóru sem sækist eftir því að búa á Bessastöðum ásamt eiginmanni og börnum og gegna embætti forseta Íslands. Starfi sem er vafalaust annasamt, rétt eins og svo mörg önnur störf í okkar þjóðfélagi. Mundu gagnrýnisraddir sem þessar heyrast ef Þóra væri Þór; nýbakaður faðir í framboði til forseta Íslands?
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun