

Við kusum hana
Eitt sem ég þreytist þó aldrei á að ræða og útskýra og boða eins og ég sé farandprestur á prósentum, er staða jafnréttismála á Íslandi. Og ber þar fyrst og hæst fæðingarorlof mæðra og feðra. Nú veit ég auðvitað að Ísland er ekki fullkomið þegar kemur að jafnrétti kynjanna, en á heimsvísu tilheyrum við nú samt lánsömum lúxushópi örfárra landa þar sem velferðarkerfi búa svo að fólki að konur og karlar eiga raunverulega jafnan séns án þess að þurfa að fórna starfsframa fyrir barneignir eða barneignum fyrir starfsframa. Þegar ég lýsi fæðingarorlofsreglum fyrir fólki hér í Bandaríkjunum, gapir það eins og ég sé að lýsa framandi plánetu þar sem allt er fallegt og rétt og gott. Svo dettur það niður á jörðina og muldrar ofan í hálsmálið, jájá, þetta er auðvitað útópía.
Þegar ég hóf skólagöngu mína fyrir um 30 árum var það einmitt hér í Bandaríkjunum. Við systir mín vorum ekki bara einu Íslendingarnir í skólanum okkar heldur einu útlendingarnir. Við fengum fyrir vikið ágætis athygli og vorum stundum beðnar að deila því sem var öðruvísi og merkilegt við Ísland. Það fyrsta sem ég sagði öllum sem heyra vildu var að á Íslandi væri kona forseti. Ég teiknaði mynd af Vigdísi Finnbogadóttur og fór með hana í skólann. Ég sagði fólki að á Íslandi væru konur og karlar alveg jöfn, við værum alveg rosalega heppin með það. En við vorum ekki bara heppin, við kusum hana. Þessi litla, ruglaða og stórhuga þjóð var fyrst í heimi til að geta sagt, við kusum hana.
Og nú þegar ég segi fólki hér í New York frá því að eftir rétt um viku séu forsetakosningar á Íslandi og að helsta ógnin við sitjandi forseta sé jafnaldra mín sem hafi verið ólétt af sínu þriðja barni þegar hún tilkynnti um framboð sitt fyrir um tveimur mánuðum og að í millitíðinni hafi hún eignast barnið og að maðurinn hennar muni taka sitt fæðingarorlof og fara síðan í leyfi til að sjá um barnið og börnin nái hún kjöri, og nei nei, hann sé alls ekkert svo óvenjulegur íslenskur karlmaður þó mikill gæðanáungi sé, þetta þyki allt bara frekar eðilegt og gott og blessað á Íslandi, þá fæ ég sama svip og þegar ég held fæðingarorlofsræðuna, þennan jájá, þið-búið-í-einhverskonar-geimveruútópíu-þarna-á-Íslandi-svip.
Þegar ég bæti því síðan við að þessi kona hafi ógnað sitjandi forseta svo með framboði sínu að hann hafi, eftir 16 ár í embætti, þar sem hann hefur lagt sig fram við að vera landsföðurlegur og yfir dægurþras hafinn, dottið niður á hrikalegt plan skítkasts og gremju, rangfærslna og þversagna, segir fólk, já en glætan að það virki, þið eruð svo framsýn og frábær og klár, þið sjáið í gegnum slíkt. Já, ég vona að við sjáum í gegnum slíkt. Ég vona líka að á þessum dögum sem eru til kosninga að við hlustum vel og vandlega. Að við hlustum beint á orð Þóru Arnórsdóttur en ekki bara á það sem einhver sagði að einhver hefði sagt um eitthvað. Þegar keppt er og mikið er í húfi, má að sjálfsögðu við því búast að lævísir leikmenn komi af stað allskyns tali og orðrómi til að grafa undan keppinautum sínum. En við erum vonandi of klár og framsýn og frábær til láta blekkjast af slíku. Vonandi tökum við líka skýran, skynsaman og jákvæðan málflutning framyfir rangfærslurnar, þrasið og karpið.
Það sem skiptir þó allra mestu máli er að hér höfum við til þjónustu reiðubúna, Þóru Arnórsdóttur, sem er alveg hreint framúrskarandi manneskja. Hún er skynsöm, heiðarleg, réttsýn, yfirveguð og greind. Hún er laus við hégóma og sjálfhverfu og myndi ekki nálgast forsetaembættið út frá sjálfri sér heldur út frá okkur hinum. Hún yrði okkar þjónn, okkar málsvari, okkar forseti. Okkur stendur hún til boða og nú er bara undir okkur komið að vera svo heppin að geta sagt, við kusum hana!
Skoðun

Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir
Anna Maria Jónsdóttir skrifar

Listin við að fara sér hægt
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli!
Eydís Inga Valsdóttir skrifar

Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi
Anna Greta Ólafsdóttir skrifar

Bjánarnir úti á landi
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar

Hvað kostar EES samningurinn þjóðina?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

En hvað með loftslagið?
Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar

Ráðherra og valdníðsla í hans nafni
Örn Pálmason skrifar

Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Er fótbolti að verða vélmennafótbolti?
Andri Hrafn Sigurðsson skrifar

Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging?
Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar

Fjárfestum í hjúkrun
Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar

Tölum um endurhæfingu!
Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar

Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins
Baldur Thorlacius skrifar

Alvöru mamma
Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar

Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar
Simon Cramer Larsen skrifar

Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu?
Berglind Sunna Bragadóttir skrifar

Ef þetta eru hægriöfgaskoðanir, þá er ég stoltur hægriöfgamaður
Davíð Bergmann skrifar

Heimsmet í sjálfhverfu
Friðrik Þór Friðriksson skrifar

Atvinnuleysisbætur sem hluti af velferðarkerfinu
Steinar Harðarson skrifar

Viska þarf að standa vörð um sérfræðinga á vinnumarkaði
Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar

Hver ber ábyrgð á vanefndum Viðreisnar og Samfylkingar? Inga blessunin Sæland?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Í skugga kalda stríðsins: Svallið, smyglið og leyndarlífið á Miðnesheiði
Steinar Björgvinsson skrifar

Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra
Örn Pálmason skrifar

Tölum aðeins um einhverfu
Trausti Dagsson skrifar

Það sem sést, og það sem ekki sést
Eiríkur Ingi Magnússon skrifar

Hagræðing, aðhald og nýjar áherslur skila besta ársreikningi Kópavogsbæjar í 17 ár
Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar

Gyðjur, góðgæti og gleðistundir um páskana
Jóhanna María Ægisdóttir skrifar

Eru markaðsforsendur fyrir óperu á Íslandi sterkari en margir halda?
Þóra Einarsdóttir skrifar

KSÍ og kvennaboltinn
Árni Guðmundsson skrifar