

Þegar okkur langar að gera eitthvað
Flestir þekkja það að það er hundleiðinlegt að vera hræddur. Það er hundleiðinlegt að þora ekki að segja hug sinn og það er hundleiðinlegt að þurfa að gera öllum við borðið til geðs af ótta við að vera misskilinn vitlaust. Tilfinningin sem fylgir því að komast ekki leiðar sinnar, að geta ekki átt eðlileg samskipti við fólk, fá ekki aðgang að mikilvægum upplýsingum, að hafa ekki rödd í samfélaginu eða að geta ekki tekið þátt í atburðum er þrúgandi. Margir eru í samfélaginu dæmdir til þess að vera áhorfendur. Er meinuð þátttaka af þeim sem fara með geðþóttavald.
Við finnum gleði okkar í lífinu, í frelsinu, í örygginu, í árangri og þegar draumar okkar verða að veruleika. Hindranir sem eru innbyggðar í samfélagsgerð og afleiðingar misbeitingar á valdi skemma gleðina og frelsið.
Meginskilningur á hugtakinu „mannréttindi" tengist samskiptum einstaklinga við valdhafa og stofnanir ríkisins en á síðari árum hefur vald í auknum mæli verið fært frá ríkinu til stórfyrirtækja sem beita valdi til þess að tryggja stöðu sína eða einfaldlega af geðþótta. Mannréttindabrot og kúgun getur falist í menningu sem hunsar verðleika og skilgreinir suma einstaklinga óæðri öðrum. Oft speglar orðræðan slíkar hugmyndir eins og t.d. þegar einn þingmaðurinn notar í sömu setningunni orð eins og takmörkuð greind, munnræpa og asberger. En asberger er hegðunarmynstur sem hefur verið skýrt sem vægt einkenni af einhverfu en þar sem ég er ekki sérfræðingur ætla ég ekki að skýra það nánar en tel þó óviðeigandi að nota orðið í þessu samhengi þar sem það elur á fyrirlitningu en hrikaleg staða barna sem mæta mótbyr vegna slíkra einkenna hafa verið í umræðunni í vetur.
Við erum misjafnlega dugleg við að bregðast við tilfinningum okkar jafnvel þótt við vitum sjálf hvernig okkur líður. Þegar við högum okkur í andstöðu við vilja okkar og tilfinningar er skýringanna oft að leita í valdi sem við hræðumst. Þegar atvinnuleysi eykst magnast áhættan af því að vinnuveitendur fari að misbeita valdi sínu en einnig eykst hættan á því að fólk fari að óttast vinnuveitendur vegna þess að valkostum fækkar. Það hefur ekki í önnur hús að venda ef það missir vinnuna. Þetta getur leitt til þess að gagnrýnisraddir þagni og þægðin verði viðvarandi í litlausri flatneskju leiðinda.
Valdamisvægi getur birst í samskiptum launþega við vinnuveitendur, skuldara við lánadrottna, skjólstæðinga við ríkisstofnanir, nemanda við kennara eða skólastjóra, rétthafa við dómsstóla eða sjómanna við útgerðarmenn. Það er í slíkum samskiptum sem mannréttindabrot verða til. Sá sem er í valdastöðunni kúgar þann sem er háður valdinu til þess að vinna gegn eigin hagsmunum, eigin vilja eða eigin tilfinningum. Eða kúgar hann til að þegja og þvingar hann inn í hegðunarmynstur sem einstaklingnum líður ekki vel með. Mannréttindabrot birtist með margvíslegum hætti í samskiptum þeirra sem hafa valdið og þeirra sem standa einir gegn valdinu. Sterkasta afl einstaklinga er samstaða; að einstaklingar fylkist saman til þess að halda valdinu í skefjum.
Eitt stærsta valdatækið í samfélaginu eru fjölmiðlar. Umræðan í fjölmiðlum miðar oft að því að forheimska almenning og slæva dómgreind hans. Þeir sem stýra fjölmiðlum misbeita valdi sínu þegar þeir reyna að stjórna almenningsáliti í stað þess að afhjúpa tengsl eða fjalla á sanngjarnan, gagnrýnin og málefnalegan hátt um afleiðingar sem eiga rætur í fortíðinni eða um atburði líðandi stundar.
Þeir sem fara með völd í samfélaginu eru í sterkri stöðu til þess að hafa áhrif á sýn á mannréttindi í samfélaginu. Vegna þess að valdið spillir hefur Herdís mælt með því að forsetinn sitji í mesta lagi tvö kjörtímabil. Jafnvel þótt að Ólafi langi til þess að vera forseti um alla framtíð þá þurfum við að spyrja okkur hvort að hann eigi ekki skilið að komast í frí og endurhlaða batteríin. Starfsliðið á Bessastöðum hefur gott af því að fá nýjan yfirmann og þjóðin hefur gott af því að hlýða á nýja rödd frá Bessastöðum.
Skoðun

Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Stjórnarskráin
Jörgen Ingimar Hansson skrifar

„Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…”
Marta Wieczorek skrifar

Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili
Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar

Börn í vanda
Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar

Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar
Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar

Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur
Erlingur Erlingsson skrifar

Hinir mannlegu englar Landspítalans
Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar

Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll
Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar

Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr?
Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar

Stöndum vörð um akademískt frelsi
Björn Þorsteinsson skrifar

Samræmd próf jafna stöðuna
Jón Pétur Zimsen skrifar

VR og við sem erum miðaldra
Halla Gunnarsdóttir skrifar

Áslaug Arna - minn formaður
Katrín Atladóttir skrifar

Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga
Álfhildur Leifsdóttir skrifar

Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa
Pétur Henry Petersen skrifar

Djarfar áherslur – sterkara VR
Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar

Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn!
Kristín Linda Jónsdóttir skrifar

Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum
Sigvaldi Einarsson skrifar

Síðasti naglinn í líkkistuna?
Ragnheiður Stephensen skrifar

Af töppum
Einar Bárðarson skrifar

Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn
Birgir Dýrfjörð skrifar

Áfastur plasttappi lýðræðisins?
Ingunn Björnsdóttir skrifar

Stétt með stétt?
Helgi Áss Grétarsson skrifar

Áfram kennarar!
Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar

Landshornalýðurinn á Hálsunum
Hákon Gunnarsson skrifar

Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu
Steinar Birgisson skrifar

Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi
Árni Einarsson skrifar

Hugleiðing á konudag
Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma
Svanur Guðmundsson skrifar