Atkvæði í ótta eða trausti á komandi kynslóð? Svanur Sigurbjörnsson skrifar 22. júní 2012 06:00 Kosningakerfið er meingallað. Fólk sem vill góðan framtíðarkost í stað núverandi forseta á það á hættu að of mikil dreifing atkvæða tryggi Ólafi Ragnari sigur. Með jafningja í framboði er því mikilvægt að kjósa taktískt þannig að nýr forseti flytji fyrir okkur næsta áramótaávarp. Ég hef átt erfitt með að gera upp á milli Þóru og Ara Trausta, en þau hafa bæði sína kosti sem eru ekki alveg á sama sviðinu. Það sem ríður baggamuninn er að Þóra hefur virst mér hafa aðeins betri snertingu við áhorfendur sína og er einstaklega góð ræðumanneskja. Hún hefur þrefalt meira fylgi en Ari Trausti í endurteknum könnunum og þar sem mér er mikið um mun að þaulseta, pólitík og al á óvissu einkenni ekki forsetaembættið áfram tel ég Þóru vænlegasta kostinn til að sigra sitjandi forseta í kosningunum. Hún er ekki bara einhver valkostur heldur mjög frambærilegur valkostur. Það væri líka gott að sjá að þjóðin hafi hug á því að kjósa aftur konu í embættið. Það er að vissu leyti auðveldara að líta framhjá konum í framboði núna því að þegar Vigdís var kosin var svo mikilvægt að hefja jafnréttisferlið. Nú er auðvelt að sofna á verðinum. Þorir þjóðin að kjósa aðra konu? Gifta konu með fullt hús af börnum? Lítum á hinar konurnar í framboði. Herdís hóf framboð sitt með því að væna Þóru og forsetann um pólitísk leppframboð án allra gagna ákæru sinni til stuðnings. Slíkt ber vott um dómgreindarleysi og kom mér illilega á óvart frá konu sem hefur barist fyrir mannréttindum Andrea hefur verið afar skelegg en hún hefur of pólitískar hugmyndir um það hvað hún myndi gera sem forseti. Hún virðist frekar vera á leið til að verða forsætisráðherra einhvern góðan vordaginn. Þóra hefur komið afar heiðarlega fram í sinni baráttu og veit hvert hlutverk forsetans er. Framboðsræður Þóru hafa verið afar góðar og mér sýnist að hún muni halda góðum og hófsömum gildum á lofti mun betur en Ólafur Ragnar og hún mun verða nánari fólkinu í landinu. Hans ímynd hefur snúist svo mikið um viðskipti og pólitísk deilumál. Það er því kominn tími til að huga að grunninum og því sameiningarafli og upplyftingu sem góður nýr forseti eins og Þóra getur fært þjóðinni. Ég kýs Þóru! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
Kosningakerfið er meingallað. Fólk sem vill góðan framtíðarkost í stað núverandi forseta á það á hættu að of mikil dreifing atkvæða tryggi Ólafi Ragnari sigur. Með jafningja í framboði er því mikilvægt að kjósa taktískt þannig að nýr forseti flytji fyrir okkur næsta áramótaávarp. Ég hef átt erfitt með að gera upp á milli Þóru og Ara Trausta, en þau hafa bæði sína kosti sem eru ekki alveg á sama sviðinu. Það sem ríður baggamuninn er að Þóra hefur virst mér hafa aðeins betri snertingu við áhorfendur sína og er einstaklega góð ræðumanneskja. Hún hefur þrefalt meira fylgi en Ari Trausti í endurteknum könnunum og þar sem mér er mikið um mun að þaulseta, pólitík og al á óvissu einkenni ekki forsetaembættið áfram tel ég Þóru vænlegasta kostinn til að sigra sitjandi forseta í kosningunum. Hún er ekki bara einhver valkostur heldur mjög frambærilegur valkostur. Það væri líka gott að sjá að þjóðin hafi hug á því að kjósa aftur konu í embættið. Það er að vissu leyti auðveldara að líta framhjá konum í framboði núna því að þegar Vigdís var kosin var svo mikilvægt að hefja jafnréttisferlið. Nú er auðvelt að sofna á verðinum. Þorir þjóðin að kjósa aðra konu? Gifta konu með fullt hús af börnum? Lítum á hinar konurnar í framboði. Herdís hóf framboð sitt með því að væna Þóru og forsetann um pólitísk leppframboð án allra gagna ákæru sinni til stuðnings. Slíkt ber vott um dómgreindarleysi og kom mér illilega á óvart frá konu sem hefur barist fyrir mannréttindum Andrea hefur verið afar skelegg en hún hefur of pólitískar hugmyndir um það hvað hún myndi gera sem forseti. Hún virðist frekar vera á leið til að verða forsætisráðherra einhvern góðan vordaginn. Þóra hefur komið afar heiðarlega fram í sinni baráttu og veit hvert hlutverk forsetans er. Framboðsræður Þóru hafa verið afar góðar og mér sýnist að hún muni halda góðum og hófsömum gildum á lofti mun betur en Ólafur Ragnar og hún mun verða nánari fólkinu í landinu. Hans ímynd hefur snúist svo mikið um viðskipti og pólitísk deilumál. Það er því kominn tími til að huga að grunninum og því sameiningarafli og upplyftingu sem góður nýr forseti eins og Þóra getur fært þjóðinni. Ég kýs Þóru!
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar