„Leikur á borði“ 22. júní 2012 16:00 Ég man enn þann dag þegar mér var ljóst að Vigdís hefði verið forseti Íslands fyrstu ár ævi minnar. Ég var ekki nema þriggja ára þegar Vigdís lét af störfum sem forseti og man svo sem ekki eftir henni sem slíkri en hún var alltaf þessi virðulega manneskja sem ég leit upp til og bar mikla virðingu fyrir. En það skipti mig máli þá tíu ára gamalli að Vigdís hefði verið forsetinn minn. Það má kannski vera að ástæðan sé sú að móðir mín sagði mér gjarnan söguna af því þegar hún stóð á Aragötunni og veifaði Vigdísi nýkjörnum forseta að morgni 30. júní, eftir harða vinnu við að hjóla út bæklinga fyrir Vigdísi. Mömmu fannst alltaf einsog hún ætti eitthvað í sigrinum 1980. Stoltið sem ég upplifði þarna tíu ára langar mig að upplifa aftur núna. Ég hef aldrei fundið fyrir tengingu við Ólaf og aldrei getað sagt með stolti: “Þetta er Ólafur Ragnar, forsetinn minn!” og finnst mér það mikill skömm. Ólafur er eini forsetinn sem ég hef reynslu af. Síðan ég fæddist (árið 1993) hafa verið fjórir forsætisráðherrar, sjö forsetar alþingis, tíu borgarstjórar en einungis tveir forsetar lýðveldisins og annar þeirra hefur setið í sextán ár og vill sitja í fjögur ár í viðbót. En ég vil ekki bera saman Vigdísi og Ólaf, hvað þá Vigdísi og Þóru. En ég hef ákveðið að kjósa Þóru. Ástæðan er sú að ég held og veit að ég geti horft á hana og sagt með stolti: “JÁ! Þetta er Þóra, forsetinn minn!” Ég hef verið það heppin að hitta hana og fengið tækifæri á að spjalla við hana tvisvar. Nærvera hennar er hlý og náungakærleikurinn svo mikill. Hún fær - mig nítján ára “peð á plánetunni jörð” til að finnast ég vera jafn merkileg og mikilvæg og drottning á leikborði samfélagsins. Þóra hefur verið manni kunnuleg lengi. Hún var góðlátlegi Útsvarsspyrillinn sem heilsaði manni blítt á föstudagskvöldum sem og hlutlausi beitti blaðamaðurinn í Kastljósinu. Síðasta vetur og sumar var ég tíður gestur í strætóleið 1 á leið suður í Hafnafjörð og var Þóra ekki sjaldséð sjón í þessum strætóferðum mínum á kvöldin. Hún kom inn uppstíluð einsog maður hefði séð hana í sjónvarpinu fyrr um kvöldið nema í stað hátískufatnaðs var hún búin að skipta yfir í þægilegri föt í vindjakka yfir... Fatnaður hennar skiptir svo sem ekki máli heldur yfirbragðið yfir henni. Hún gekk inn einsog hver annar, settist niður með bókina sína og las, jafnvel þarna bar maður virðingu fyrir henni. Því hún brosti til manns - bláókunnulegu peði alveg eins og þegar hún bauð manni “gott kvöld” á skjánum, með sömu virðingu og hlýju. Þóra er manneskjan sem ég vil sjá á Bessastöðum. Því ég veit að hún mun koma fram við þjóðina af virðingu og vinsemd og fá okkur til að sameinast. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Ég man enn þann dag þegar mér var ljóst að Vigdís hefði verið forseti Íslands fyrstu ár ævi minnar. Ég var ekki nema þriggja ára þegar Vigdís lét af störfum sem forseti og man svo sem ekki eftir henni sem slíkri en hún var alltaf þessi virðulega manneskja sem ég leit upp til og bar mikla virðingu fyrir. En það skipti mig máli þá tíu ára gamalli að Vigdís hefði verið forsetinn minn. Það má kannski vera að ástæðan sé sú að móðir mín sagði mér gjarnan söguna af því þegar hún stóð á Aragötunni og veifaði Vigdísi nýkjörnum forseta að morgni 30. júní, eftir harða vinnu við að hjóla út bæklinga fyrir Vigdísi. Mömmu fannst alltaf einsog hún ætti eitthvað í sigrinum 1980. Stoltið sem ég upplifði þarna tíu ára langar mig að upplifa aftur núna. Ég hef aldrei fundið fyrir tengingu við Ólaf og aldrei getað sagt með stolti: “Þetta er Ólafur Ragnar, forsetinn minn!” og finnst mér það mikill skömm. Ólafur er eini forsetinn sem ég hef reynslu af. Síðan ég fæddist (árið 1993) hafa verið fjórir forsætisráðherrar, sjö forsetar alþingis, tíu borgarstjórar en einungis tveir forsetar lýðveldisins og annar þeirra hefur setið í sextán ár og vill sitja í fjögur ár í viðbót. En ég vil ekki bera saman Vigdísi og Ólaf, hvað þá Vigdísi og Þóru. En ég hef ákveðið að kjósa Þóru. Ástæðan er sú að ég held og veit að ég geti horft á hana og sagt með stolti: “JÁ! Þetta er Þóra, forsetinn minn!” Ég hef verið það heppin að hitta hana og fengið tækifæri á að spjalla við hana tvisvar. Nærvera hennar er hlý og náungakærleikurinn svo mikill. Hún fær - mig nítján ára “peð á plánetunni jörð” til að finnast ég vera jafn merkileg og mikilvæg og drottning á leikborði samfélagsins. Þóra hefur verið manni kunnuleg lengi. Hún var góðlátlegi Útsvarsspyrillinn sem heilsaði manni blítt á föstudagskvöldum sem og hlutlausi beitti blaðamaðurinn í Kastljósinu. Síðasta vetur og sumar var ég tíður gestur í strætóleið 1 á leið suður í Hafnafjörð og var Þóra ekki sjaldséð sjón í þessum strætóferðum mínum á kvöldin. Hún kom inn uppstíluð einsog maður hefði séð hana í sjónvarpinu fyrr um kvöldið nema í stað hátískufatnaðs var hún búin að skipta yfir í þægilegri föt í vindjakka yfir... Fatnaður hennar skiptir svo sem ekki máli heldur yfirbragðið yfir henni. Hún gekk inn einsog hver annar, settist niður með bókina sína og las, jafnvel þarna bar maður virðingu fyrir henni. Því hún brosti til manns - bláókunnulegu peði alveg eins og þegar hún bauð manni “gott kvöld” á skjánum, með sömu virðingu og hlýju. Þóra er manneskjan sem ég vil sjá á Bessastöðum. Því ég veit að hún mun koma fram við þjóðina af virðingu og vinsemd og fá okkur til að sameinast.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun