Virðingarvert framtak Kiwanis Ögmundur Jónasson skrifar 21. júní 2012 06:00 Á miðnætti í lok þjóðhátíðardagsins sló ég fyrsta höggið í maraþon-golfleik sem Kiwanishreyfingin efnir til hringinn um landið til að afla fjár til góðra málefna. Ég mætti til leiks – ekki sem sérstaklega glæsilegur fulltrúi golfíþróttarinnar – enda tókst höggið ekki vel – heldur sem fulltrúi samfélagsins. Átakið þarf einmitt á velvelja okkar allra að halda ef það á að skila árangri í fjársöfnuninni. Ekki er það svo að ég vilji halda út á þá braut að fjármagna velferðarkerfi okkar með söfnunum, fjarri því. Hins vegar hafa safnanir tvíþætt gildi. Í fyrsta lagi þá getur viðbótarfjármagn sem safnað er í samfélaginu skipt sköpum fyrir þá starfsemi sem nýtur góðs af, hvort takist að kaupa tiltekið tæki sem ella hefði ekki verið keypt eða aðstaða bætt sem ella hefði ekki orðið. Í öðru lagi er samfélagslegt átak til góðra verka ætíð félagslega styrkjandi. Ég fékk rækilega að kynnast því á sínum tíma þegar ég gegndi stöðu heilbrigðisráðherra og ferðaðist um landið, hve víða velferðarstofnanir eiga trausta bakhjarla í héraði sem stóðu vaktina fyrir þær öllum stundum. Þessum samfélagslega stuðningi og ræktarsemi á að sýna virðingu. Hann treystir innviði samfélagsins. Kiwanismenn ætla sér með þessu söfnunarátaki að styrkja annars vegar alþjóðlegt átak Kiwanis International og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna til að stöðva stífkrampa. Stífkrampi er óþekktur á Vesturlöndum en landlægur í 34 fátækustu ríkjum heims. Hins vegar á að styrkja viðurkennd sambýli í bæjarfélögum hér þar sem Kiwanisklúbbar starfa en margar óskir um aðstoð við slík sambýli hafa borist Kiwanishreyfingunni. Ég leyfi mér að hvetja alla til að sýna þessu frábæra framtaki athygli og velvilja. Tilgangurinn er góður. Og bara góður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Á miðnætti í lok þjóðhátíðardagsins sló ég fyrsta höggið í maraþon-golfleik sem Kiwanishreyfingin efnir til hringinn um landið til að afla fjár til góðra málefna. Ég mætti til leiks – ekki sem sérstaklega glæsilegur fulltrúi golfíþróttarinnar – enda tókst höggið ekki vel – heldur sem fulltrúi samfélagsins. Átakið þarf einmitt á velvelja okkar allra að halda ef það á að skila árangri í fjársöfnuninni. Ekki er það svo að ég vilji halda út á þá braut að fjármagna velferðarkerfi okkar með söfnunum, fjarri því. Hins vegar hafa safnanir tvíþætt gildi. Í fyrsta lagi þá getur viðbótarfjármagn sem safnað er í samfélaginu skipt sköpum fyrir þá starfsemi sem nýtur góðs af, hvort takist að kaupa tiltekið tæki sem ella hefði ekki verið keypt eða aðstaða bætt sem ella hefði ekki orðið. Í öðru lagi er samfélagslegt átak til góðra verka ætíð félagslega styrkjandi. Ég fékk rækilega að kynnast því á sínum tíma þegar ég gegndi stöðu heilbrigðisráðherra og ferðaðist um landið, hve víða velferðarstofnanir eiga trausta bakhjarla í héraði sem stóðu vaktina fyrir þær öllum stundum. Þessum samfélagslega stuðningi og ræktarsemi á að sýna virðingu. Hann treystir innviði samfélagsins. Kiwanismenn ætla sér með þessu söfnunarátaki að styrkja annars vegar alþjóðlegt átak Kiwanis International og Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna til að stöðva stífkrampa. Stífkrampi er óþekktur á Vesturlöndum en landlægur í 34 fátækustu ríkjum heims. Hins vegar á að styrkja viðurkennd sambýli í bæjarfélögum hér þar sem Kiwanisklúbbar starfa en margar óskir um aðstoð við slík sambýli hafa borist Kiwanishreyfingunni. Ég leyfi mér að hvetja alla til að sýna þessu frábæra framtaki athygli og velvilja. Tilgangurinn er góður. Og bara góður.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar