Fremstur meðal jafningja - og stjórnmálaflokkur eins manns Tryggvi Gíslason skrifar 21. júní 2012 06:00 Árið 1968 var Kristján Eldjárn kjörinn forseti með 65% greiddra atkvæða, þótt á móti honum færi einn af mikilhæfustu stjórnmálamönnum aldarinnar, hógvær lærdómsmaður, Gunnar Thoroddsen, sem hlaut aðeins tæp 35%, enda þótt að baki honum stæði Sjálfstæðisflokkurinn heill og óskiptur auk margra valdamanna þjóðarinnar. Stuðningsmenn Kristjáns Eldjárns völdu honum einkunnarorðin fremstur meðal jafningja. En hvers vegna kaus íslenska þjóðin til forseta hógværan og lítillátan fræðimann, sem einkum var kunnur almenningi af útvarps- og sjónvarpsþáttum um forna menningu þjóðarinnar, en höfnuðu margreyndum stjórnmálamanni á þeim miklu umbrota- og átakatímum sem ríktu í landinu – og raunar heiminum öllum? Átök þessara ára voru mikil og mikil óvissa ríkjandi. Kalda stríðið var í algleymingi og heiftúðug átök innan NATO vegna valdaráns herforingjanna í Grikklandi. Eftir vorið í Prag gerði Varsjárbandalagið innrás í Tékkóslóvakíu í ágúst 1968 og heimurinn rambaði á barmi styrjaldar. Gengi íslensku krónunnar var þetta ár lækkað um 35,3% vegna lélegra aflabragða og lækkandi fiskverðs. Hatrammar deilur urðu á Alþingi og ASÍ mótmælti „harðlega, eindregið og einhuga þeirri stórfelldu árás á launakjör alþýðu". Aðsúgur var gerður að forsætisráðherra á götum úti og þúsundir Íslendinga fluttust af landi brott vegna atvinnuleysis. Hafís var fyrir Norðurlandi og Austfjörðum og ísbrú milli Íslands og Grænlands. Árið 1968 – þegar Kristján Eldjárn var kjörinn forseti – var því ekki síður umbrota- og óvissutími en nú – á því herrans ári 2012. Engum Íslendingi datt hins vegar í hug árið 1968 að forseti Íslands ætti að bjarga atvinnuvegum og efnahag þjóðarinnar eða heimsfriðnum – allra síst forsetanum sjálfum. Slíkt stórlæti var Kristjáni Eldjárn fjarlægt. Frá því hann talaði fyrst til þjóðarinnar við embættistöku sína 1. ágúst 1968 þar til að hann ávarpaði Alþingi við þinglausnir 25. maí 1980 lagði hann áherslu á það sem sameinaði þjóðina – og hann talaði til allrar þjóðarinnar – ekki einkum til afreksmanna á sviði viðskipta og atvinnulífs – og hann lagði áherslu á það sem sameinaði þjóðina og gerði Íslendinga að þjóð. Enginn efaðist heldur um heiðarleika og einlægni Kristjáns Eldjárns sem forseta. Nú tala skillitlir menn um, að Ólafur Ragnar Grímsson verði að „standa vaktina" áfram sem forseti og sjá til þess að Ísland – og jafnvel heimurinn allur bjargist – komist klakklaust út úr þeim vanda – óvissutímanum sem að steðjar. Sjálfur fer Ólafur Ragnar Grímsson fremstur í þeim flokki og þykist ekki gera sér grein fyrir, að það eru aðrir sem eiga að standa þá vakt í þingræðis- og lýðræðislandi: löggjafarþing, ríkisstjórn – og dómstólar. Aldrei minnist Ólafur Ragnar Grímsson í kosningabaráttu sinni á „land, þjóð og tungu", sögu þjóðarinnar eða það sem sameinar hana – heldur miklar fyrir sér og öðrum óvissuna og hættuna, sem að steðjar. Slíkt hentar betur í þeim hræðsluáróðri sem hann notar í málrófi sínu og virðist falla mörgum vel. Sannarlega eru blikur á lofti – eins og verið hafa í þúsund ára sögu þjóðarinnar. En það er ekki hræðslan sem bjargar Íslendingum – né öðrum þjóðum, heldur samstaða og sameiginlegur arfur, réttlæti og heiðarleiki, heiðarlegur forseti sem þekkir takmörk sín, stendur sína plikt sem forseti, ekki sem stjórnmálamaður – stjórnmálaflokkur eins manns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Tryggvi Gíslason Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Sjá meira
Árið 1968 var Kristján Eldjárn kjörinn forseti með 65% greiddra atkvæða, þótt á móti honum færi einn af mikilhæfustu stjórnmálamönnum aldarinnar, hógvær lærdómsmaður, Gunnar Thoroddsen, sem hlaut aðeins tæp 35%, enda þótt að baki honum stæði Sjálfstæðisflokkurinn heill og óskiptur auk margra valdamanna þjóðarinnar. Stuðningsmenn Kristjáns Eldjárns völdu honum einkunnarorðin fremstur meðal jafningja. En hvers vegna kaus íslenska þjóðin til forseta hógværan og lítillátan fræðimann, sem einkum var kunnur almenningi af útvarps- og sjónvarpsþáttum um forna menningu þjóðarinnar, en höfnuðu margreyndum stjórnmálamanni á þeim miklu umbrota- og átakatímum sem ríktu í landinu – og raunar heiminum öllum? Átök þessara ára voru mikil og mikil óvissa ríkjandi. Kalda stríðið var í algleymingi og heiftúðug átök innan NATO vegna valdaráns herforingjanna í Grikklandi. Eftir vorið í Prag gerði Varsjárbandalagið innrás í Tékkóslóvakíu í ágúst 1968 og heimurinn rambaði á barmi styrjaldar. Gengi íslensku krónunnar var þetta ár lækkað um 35,3% vegna lélegra aflabragða og lækkandi fiskverðs. Hatrammar deilur urðu á Alþingi og ASÍ mótmælti „harðlega, eindregið og einhuga þeirri stórfelldu árás á launakjör alþýðu". Aðsúgur var gerður að forsætisráðherra á götum úti og þúsundir Íslendinga fluttust af landi brott vegna atvinnuleysis. Hafís var fyrir Norðurlandi og Austfjörðum og ísbrú milli Íslands og Grænlands. Árið 1968 – þegar Kristján Eldjárn var kjörinn forseti – var því ekki síður umbrota- og óvissutími en nú – á því herrans ári 2012. Engum Íslendingi datt hins vegar í hug árið 1968 að forseti Íslands ætti að bjarga atvinnuvegum og efnahag þjóðarinnar eða heimsfriðnum – allra síst forsetanum sjálfum. Slíkt stórlæti var Kristjáni Eldjárn fjarlægt. Frá því hann talaði fyrst til þjóðarinnar við embættistöku sína 1. ágúst 1968 þar til að hann ávarpaði Alþingi við þinglausnir 25. maí 1980 lagði hann áherslu á það sem sameinaði þjóðina – og hann talaði til allrar þjóðarinnar – ekki einkum til afreksmanna á sviði viðskipta og atvinnulífs – og hann lagði áherslu á það sem sameinaði þjóðina og gerði Íslendinga að þjóð. Enginn efaðist heldur um heiðarleika og einlægni Kristjáns Eldjárns sem forseta. Nú tala skillitlir menn um, að Ólafur Ragnar Grímsson verði að „standa vaktina" áfram sem forseti og sjá til þess að Ísland – og jafnvel heimurinn allur bjargist – komist klakklaust út úr þeim vanda – óvissutímanum sem að steðjar. Sjálfur fer Ólafur Ragnar Grímsson fremstur í þeim flokki og þykist ekki gera sér grein fyrir, að það eru aðrir sem eiga að standa þá vakt í þingræðis- og lýðræðislandi: löggjafarþing, ríkisstjórn – og dómstólar. Aldrei minnist Ólafur Ragnar Grímsson í kosningabaráttu sinni á „land, þjóð og tungu", sögu þjóðarinnar eða það sem sameinar hana – heldur miklar fyrir sér og öðrum óvissuna og hættuna, sem að steðjar. Slíkt hentar betur í þeim hræðsluáróðri sem hann notar í málrófi sínu og virðist falla mörgum vel. Sannarlega eru blikur á lofti – eins og verið hafa í þúsund ára sögu þjóðarinnar. En það er ekki hræðslan sem bjargar Íslendingum – né öðrum þjóðum, heldur samstaða og sameiginlegur arfur, réttlæti og heiðarleiki, heiðarlegur forseti sem þekkir takmörk sín, stendur sína plikt sem forseti, ekki sem stjórnmálamaður – stjórnmálaflokkur eins manns.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun