Hleypur 70 kílómetra á Esju 20. júní 2012 10:00 Sigurður Kiernan mun hlaupa tíu ferðir upp og niður Esju í erfiðasta hlaupi Íslands. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Esjan er alltaf lúmsk,“ segir Sigurður Kiernan, framkvæmdastjóri Investum Holdings, sem hyggur á 70 kílómetra hlaup á Esjunni næsta laugardag í nýja íslenska ofurhlaupinu Mt. Esju Ultra Xtreme. Þátttakendur hlaupsins geta valið milli tveggja, fimm eða tíu ferða upp og niður Esjuna, eða 14, 35 og 70 kílómetra. Sigurður mun með hlaupi sínu taka þátt í erfiðasta fjallahlaupi sem haldið hefur verið á Íslandi, en fjórir eru skráðir í sömu vegalengd. Hann hóf að hlaupa af alvöru fyrir rúmum þremur árum og hefur tekið þátt í Laugavegshlaupinu og hlaupum í Frakklandi, Bandaríkjunum og á Kanaríeyjum. „Hlaupið á Kanarí var 123 kílómetra langt og náði þvert yfir eyjuna. Ég tók einnig þátt í 85 kílómetra fjallahlaupi í Bandaríkjunum í síðasta mánuði.“ Að þessu sögðu mætti ætla að Esjuhlaupið væri lítið mál fyrir svo vanan hlaupara. „Það er ekkert létt að hlaupa Esjuna. Það er margt sem getur komið upp á og Esjan er mjög brött. Maður þarf sérstaklega að passa sig á að fara ekki of geyst á niðurleið.“ Sigurður segist velja fjallahlaup umfram götuhlaup. „Þau eru meira ferðalag og maður fær að dást að náttúrunni.“ Hugmyndin að baki Esjuhlaupinu er að gefa fólki möguleika á að safna punktum hérlendis fyrir erlend hlaup. Rúmlega fimmtíu hafa skráð sig en netskráningu lýkur á miðnætti í kvöld á hlaup.is. Jafnframt verður mögulegt að skrá sig í versluninni Afreksvörum í Glæsibæ til lokunar á morgun. Nánari upplýsingar um hlaupið má finna á esjuhlaup.is.- hþt Heilsa Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira
„Esjan er alltaf lúmsk,“ segir Sigurður Kiernan, framkvæmdastjóri Investum Holdings, sem hyggur á 70 kílómetra hlaup á Esjunni næsta laugardag í nýja íslenska ofurhlaupinu Mt. Esju Ultra Xtreme. Þátttakendur hlaupsins geta valið milli tveggja, fimm eða tíu ferða upp og niður Esjuna, eða 14, 35 og 70 kílómetra. Sigurður mun með hlaupi sínu taka þátt í erfiðasta fjallahlaupi sem haldið hefur verið á Íslandi, en fjórir eru skráðir í sömu vegalengd. Hann hóf að hlaupa af alvöru fyrir rúmum þremur árum og hefur tekið þátt í Laugavegshlaupinu og hlaupum í Frakklandi, Bandaríkjunum og á Kanaríeyjum. „Hlaupið á Kanarí var 123 kílómetra langt og náði þvert yfir eyjuna. Ég tók einnig þátt í 85 kílómetra fjallahlaupi í Bandaríkjunum í síðasta mánuði.“ Að þessu sögðu mætti ætla að Esjuhlaupið væri lítið mál fyrir svo vanan hlaupara. „Það er ekkert létt að hlaupa Esjuna. Það er margt sem getur komið upp á og Esjan er mjög brött. Maður þarf sérstaklega að passa sig á að fara ekki of geyst á niðurleið.“ Sigurður segist velja fjallahlaup umfram götuhlaup. „Þau eru meira ferðalag og maður fær að dást að náttúrunni.“ Hugmyndin að baki Esjuhlaupinu er að gefa fólki möguleika á að safna punktum hérlendis fyrir erlend hlaup. Rúmlega fimmtíu hafa skráð sig en netskráningu lýkur á miðnætti í kvöld á hlaup.is. Jafnframt verður mögulegt að skrá sig í versluninni Afreksvörum í Glæsibæ til lokunar á morgun. Nánari upplýsingar um hlaupið má finna á esjuhlaup.is.- hþt
Heilsa Mest lesið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira