Á leiðinni í flug Guðmundur Andri Thorsson skrifar 18. júní 2012 06:00 Blaðamaður DV, Baldur Eiríksson, náði viðtali við Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóra í Kópavogi, í síðustu viku. Þar segir leiðtoginn að 23 prósenta launahækkun bæjarfulltrúa hafi ekki verið launahækkun heldur „leiðrétting". Hann segir líka að sú eina og hálfa milljón á mánuði sem honum hefur tekist að hala sjálfan sig upp í hljóti að vera eðlileg laun „miðað við aðra í sambærilegum stöðum". Ekki vitum við hverja hann ber sig saman við en mann grunar ýmislegt. Síðan reisir Ármann Kr. Ólafsson sér eftirfarandi bautastein í íslenskri stjórnmálasögu: „Við skárum niður allskonar lúxus, sameinuðum skóla til dæmis og hagræddum á ýmsan hátt – ég man þetta ekki alveg akkúrat núna enda á leiðinni í flug." Stiglækkandi hækkunHann er á leiðinni í flug. Nokkrum dögum síðar fékk Ármann svo einhverja hroðalegustu útreið sem íslenskur stjórnmálamaður hefur fengið í seinni tíð í grein sem rituð var af Skafta Halldórssyni, kennara í Kópavogi. Skafti hefur staðið í eldlínunni við að sameina skóla (lúxusinn) á þeim kjörum sem við vitum að íslenskir stjórnmálamenn á borð við Ármann Kr. telja sér sæma að bjóða kennurum upp á og hann útskýrði í grein sinni þá ómældu vinnu og erfiði sem það hefur kostað starfsfólk skólanna að framfylgja hagræðingardyntum stjórnmálamannanna og krafðist þess í kjölfarið að laun sín yrðu „leiðrétt" til samræmis við hið aukna álag. Kannski hefur einhver talað við Ármann. Kannski áttaði hann sig sjálfur á því að þetta hljómaði ekki alveg nógu vel hjá honum – ekki einu sinni þó að hann væri á leið í flug. Því að síðan hefur bæjarstjórinn skrifað grein eftir grein þar sem launahækkunin – eða leiðréttingin – fer hríðlækkandi dag frá degi; úr 23 prósentum niður í sex og hálft fyrst og var í síðustu grein hans komin niður í þrjú og hálft prósent og verður í næstu grein sjálfsagt orðið að launalækkun. Við það situr. Hann er á leiðinni í flug. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með meira fylgi en nokkru sinni. Við síðustu kosningar gerðu Kópavogsbúar að vísu tilraun til að hafna Sjálfstæðisflokknum og allri þeirri ógnarmiklu steypu sem þeim flokki fylgir í allri merkingu. Allt kom fyrir ekki: vinstri flokkarnir linntu ekki látum fyrr en þeir höfðu komið Sjálfstæðismönnum til valda á ný. Þannig er það reyndar ekki á landsvísu. Og það sem meira er. Aldrei í lýðveldissögunni hefur Sjálfstæðisflokkurinn og hliðarflokkur hans Framsóknarflokkurinn verið lengur utan stjórnar. Og ýmsir teknir að ókyrrast. En fylgi þeirra meðal almennings virðist fara sívaxandi enda fylgja nú loforð um iPad hverjum þeim sem tileinkar sér daglega Íslandssöguskrif Morgunblaðsins. Allt bendir til þess að flokkurinn sé á leið í flug. Við sjáum eitthvert nýtt sjálfsöryggi í framgöngu liðsodda flokksins. Sérlegir talsmenn Sjálfstæðismanna í fjármálasiðferði, þeir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson, koma hvað eftir annað í ræðustól Alþingis sárhneykslaðir og veifandi höndum eins og menn með málstað, til þess að lýsa yfir vandlætingu sinni út af framgöngu stjórnvalda í peningamálum. Allir láta eins og það sé eðlilegt. Guðlaugur Þór hafði á sínum tíma milligöngu um svimandi greiðslur flokknum til handa – og þáði sjálfur – frá FL-group og öðrum fjármálaflugfélögum. Og nú er hann á leiðinni í flug. Þeir valsa um sali Alþingis eins og þeir stjórni þar öllu, neita að hleypa málum í atkvæðagreiðslu nema séu í samráði við LÍU (þ.e.a.s. samin og ráðið af LÍÚ). Og fulltrúar meirihlutans á Alþingi virðast ekki hafa í sér einurð til þess að höggva á þennan hnút og beita heimildum sem til eru til þess að knýja fram atkvæðagreiðslu. Fljúgum hærraÞetta var annars ekki góð vika fyrir flokkinn. Úr Keflavík tóku að berast hryllingssögur af því hvernig pótintátar flokksins sölsuðu undir sig Sparisjóð Keflavíkur og notuðu til ævintýralegrar fyrirgreiðslu fyrir sig og sína. Það var ekki í tómarúmi. Eftir langvarandi valdatíð Sjálfstæðisflokksins var svo komið að menn voru metnir af því hversu röskir þeir væru að krækja sér í fé – hvernig sem að því var farið, hvaðan sem það kom. Hugmyndafræðin bak við sparisjóðina var dæmd dauð og úrelt – fé án hirðis, kallaði Pétur Blöndal það og hvatti um leið hirðana til að slátra fénu, steikja það á teini og éta sjálfir. Þetta var hugmyndafræði auðhyggju, sérgæsku, ofstopa, kæruleysis, hömluleysis, sjálfumgleði, græðgi, tillitsleysis, frekju og hroka. Hún smitaði marga og augljóslega strákana í Flokknum í Keflavík. Hún var ekki síst ríkjandi þessi hugmyndafræði vegna þess að hún átti sér öfluga útbreiðslumeistara í æðstu embættum þjóðarinnar sem gáfu henni lögmæti og réttlætingu. Og hún er á leiðinni í flug. Hitt hvort af þessu flugi verður er svo aftur undir okkur sjálfum komið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir Skoðun Halldór 17.05.2025 Halldór Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð í beinni Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Atvinnufrelsi! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að mása eða fara í golf Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Leiðréttum kerfisbundið misrétti Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Sjá meira
Blaðamaður DV, Baldur Eiríksson, náði viðtali við Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóra í Kópavogi, í síðustu viku. Þar segir leiðtoginn að 23 prósenta launahækkun bæjarfulltrúa hafi ekki verið launahækkun heldur „leiðrétting". Hann segir líka að sú eina og hálfa milljón á mánuði sem honum hefur tekist að hala sjálfan sig upp í hljóti að vera eðlileg laun „miðað við aðra í sambærilegum stöðum". Ekki vitum við hverja hann ber sig saman við en mann grunar ýmislegt. Síðan reisir Ármann Kr. Ólafsson sér eftirfarandi bautastein í íslenskri stjórnmálasögu: „Við skárum niður allskonar lúxus, sameinuðum skóla til dæmis og hagræddum á ýmsan hátt – ég man þetta ekki alveg akkúrat núna enda á leiðinni í flug." Stiglækkandi hækkunHann er á leiðinni í flug. Nokkrum dögum síðar fékk Ármann svo einhverja hroðalegustu útreið sem íslenskur stjórnmálamaður hefur fengið í seinni tíð í grein sem rituð var af Skafta Halldórssyni, kennara í Kópavogi. Skafti hefur staðið í eldlínunni við að sameina skóla (lúxusinn) á þeim kjörum sem við vitum að íslenskir stjórnmálamenn á borð við Ármann Kr. telja sér sæma að bjóða kennurum upp á og hann útskýrði í grein sinni þá ómældu vinnu og erfiði sem það hefur kostað starfsfólk skólanna að framfylgja hagræðingardyntum stjórnmálamannanna og krafðist þess í kjölfarið að laun sín yrðu „leiðrétt" til samræmis við hið aukna álag. Kannski hefur einhver talað við Ármann. Kannski áttaði hann sig sjálfur á því að þetta hljómaði ekki alveg nógu vel hjá honum – ekki einu sinni þó að hann væri á leið í flug. Því að síðan hefur bæjarstjórinn skrifað grein eftir grein þar sem launahækkunin – eða leiðréttingin – fer hríðlækkandi dag frá degi; úr 23 prósentum niður í sex og hálft fyrst og var í síðustu grein hans komin niður í þrjú og hálft prósent og verður í næstu grein sjálfsagt orðið að launalækkun. Við það situr. Hann er á leiðinni í flug. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með meira fylgi en nokkru sinni. Við síðustu kosningar gerðu Kópavogsbúar að vísu tilraun til að hafna Sjálfstæðisflokknum og allri þeirri ógnarmiklu steypu sem þeim flokki fylgir í allri merkingu. Allt kom fyrir ekki: vinstri flokkarnir linntu ekki látum fyrr en þeir höfðu komið Sjálfstæðismönnum til valda á ný. Þannig er það reyndar ekki á landsvísu. Og það sem meira er. Aldrei í lýðveldissögunni hefur Sjálfstæðisflokkurinn og hliðarflokkur hans Framsóknarflokkurinn verið lengur utan stjórnar. Og ýmsir teknir að ókyrrast. En fylgi þeirra meðal almennings virðist fara sívaxandi enda fylgja nú loforð um iPad hverjum þeim sem tileinkar sér daglega Íslandssöguskrif Morgunblaðsins. Allt bendir til þess að flokkurinn sé á leið í flug. Við sjáum eitthvert nýtt sjálfsöryggi í framgöngu liðsodda flokksins. Sérlegir talsmenn Sjálfstæðismanna í fjármálasiðferði, þeir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson, koma hvað eftir annað í ræðustól Alþingis sárhneykslaðir og veifandi höndum eins og menn með málstað, til þess að lýsa yfir vandlætingu sinni út af framgöngu stjórnvalda í peningamálum. Allir láta eins og það sé eðlilegt. Guðlaugur Þór hafði á sínum tíma milligöngu um svimandi greiðslur flokknum til handa – og þáði sjálfur – frá FL-group og öðrum fjármálaflugfélögum. Og nú er hann á leiðinni í flug. Þeir valsa um sali Alþingis eins og þeir stjórni þar öllu, neita að hleypa málum í atkvæðagreiðslu nema séu í samráði við LÍU (þ.e.a.s. samin og ráðið af LÍÚ). Og fulltrúar meirihlutans á Alþingi virðast ekki hafa í sér einurð til þess að höggva á þennan hnút og beita heimildum sem til eru til þess að knýja fram atkvæðagreiðslu. Fljúgum hærraÞetta var annars ekki góð vika fyrir flokkinn. Úr Keflavík tóku að berast hryllingssögur af því hvernig pótintátar flokksins sölsuðu undir sig Sparisjóð Keflavíkur og notuðu til ævintýralegrar fyrirgreiðslu fyrir sig og sína. Það var ekki í tómarúmi. Eftir langvarandi valdatíð Sjálfstæðisflokksins var svo komið að menn voru metnir af því hversu röskir þeir væru að krækja sér í fé – hvernig sem að því var farið, hvaðan sem það kom. Hugmyndafræðin bak við sparisjóðina var dæmd dauð og úrelt – fé án hirðis, kallaði Pétur Blöndal það og hvatti um leið hirðana til að slátra fénu, steikja það á teini og éta sjálfir. Þetta var hugmyndafræði auðhyggju, sérgæsku, ofstopa, kæruleysis, hömluleysis, sjálfumgleði, græðgi, tillitsleysis, frekju og hroka. Hún smitaði marga og augljóslega strákana í Flokknum í Keflavík. Hún var ekki síst ríkjandi þessi hugmyndafræði vegna þess að hún átti sér öfluga útbreiðslumeistara í æðstu embættum þjóðarinnar sem gáfu henni lögmæti og réttlætingu. Og hún er á leiðinni í flug. Hitt hvort af þessu flugi verður er svo aftur undir okkur sjálfum komið.
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun