Á leiðinni í flug Guðmundur Andri Thorsson skrifar 18. júní 2012 06:00 Blaðamaður DV, Baldur Eiríksson, náði viðtali við Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóra í Kópavogi, í síðustu viku. Þar segir leiðtoginn að 23 prósenta launahækkun bæjarfulltrúa hafi ekki verið launahækkun heldur „leiðrétting". Hann segir líka að sú eina og hálfa milljón á mánuði sem honum hefur tekist að hala sjálfan sig upp í hljóti að vera eðlileg laun „miðað við aðra í sambærilegum stöðum". Ekki vitum við hverja hann ber sig saman við en mann grunar ýmislegt. Síðan reisir Ármann Kr. Ólafsson sér eftirfarandi bautastein í íslenskri stjórnmálasögu: „Við skárum niður allskonar lúxus, sameinuðum skóla til dæmis og hagræddum á ýmsan hátt – ég man þetta ekki alveg akkúrat núna enda á leiðinni í flug." Stiglækkandi hækkunHann er á leiðinni í flug. Nokkrum dögum síðar fékk Ármann svo einhverja hroðalegustu útreið sem íslenskur stjórnmálamaður hefur fengið í seinni tíð í grein sem rituð var af Skafta Halldórssyni, kennara í Kópavogi. Skafti hefur staðið í eldlínunni við að sameina skóla (lúxusinn) á þeim kjörum sem við vitum að íslenskir stjórnmálamenn á borð við Ármann Kr. telja sér sæma að bjóða kennurum upp á og hann útskýrði í grein sinni þá ómældu vinnu og erfiði sem það hefur kostað starfsfólk skólanna að framfylgja hagræðingardyntum stjórnmálamannanna og krafðist þess í kjölfarið að laun sín yrðu „leiðrétt" til samræmis við hið aukna álag. Kannski hefur einhver talað við Ármann. Kannski áttaði hann sig sjálfur á því að þetta hljómaði ekki alveg nógu vel hjá honum – ekki einu sinni þó að hann væri á leið í flug. Því að síðan hefur bæjarstjórinn skrifað grein eftir grein þar sem launahækkunin – eða leiðréttingin – fer hríðlækkandi dag frá degi; úr 23 prósentum niður í sex og hálft fyrst og var í síðustu grein hans komin niður í þrjú og hálft prósent og verður í næstu grein sjálfsagt orðið að launalækkun. Við það situr. Hann er á leiðinni í flug. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með meira fylgi en nokkru sinni. Við síðustu kosningar gerðu Kópavogsbúar að vísu tilraun til að hafna Sjálfstæðisflokknum og allri þeirri ógnarmiklu steypu sem þeim flokki fylgir í allri merkingu. Allt kom fyrir ekki: vinstri flokkarnir linntu ekki látum fyrr en þeir höfðu komið Sjálfstæðismönnum til valda á ný. Þannig er það reyndar ekki á landsvísu. Og það sem meira er. Aldrei í lýðveldissögunni hefur Sjálfstæðisflokkurinn og hliðarflokkur hans Framsóknarflokkurinn verið lengur utan stjórnar. Og ýmsir teknir að ókyrrast. En fylgi þeirra meðal almennings virðist fara sívaxandi enda fylgja nú loforð um iPad hverjum þeim sem tileinkar sér daglega Íslandssöguskrif Morgunblaðsins. Allt bendir til þess að flokkurinn sé á leið í flug. Við sjáum eitthvert nýtt sjálfsöryggi í framgöngu liðsodda flokksins. Sérlegir talsmenn Sjálfstæðismanna í fjármálasiðferði, þeir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson, koma hvað eftir annað í ræðustól Alþingis sárhneykslaðir og veifandi höndum eins og menn með málstað, til þess að lýsa yfir vandlætingu sinni út af framgöngu stjórnvalda í peningamálum. Allir láta eins og það sé eðlilegt. Guðlaugur Þór hafði á sínum tíma milligöngu um svimandi greiðslur flokknum til handa – og þáði sjálfur – frá FL-group og öðrum fjármálaflugfélögum. Og nú er hann á leiðinni í flug. Þeir valsa um sali Alþingis eins og þeir stjórni þar öllu, neita að hleypa málum í atkvæðagreiðslu nema séu í samráði við LÍU (þ.e.a.s. samin og ráðið af LÍÚ). Og fulltrúar meirihlutans á Alþingi virðast ekki hafa í sér einurð til þess að höggva á þennan hnút og beita heimildum sem til eru til þess að knýja fram atkvæðagreiðslu. Fljúgum hærraÞetta var annars ekki góð vika fyrir flokkinn. Úr Keflavík tóku að berast hryllingssögur af því hvernig pótintátar flokksins sölsuðu undir sig Sparisjóð Keflavíkur og notuðu til ævintýralegrar fyrirgreiðslu fyrir sig og sína. Það var ekki í tómarúmi. Eftir langvarandi valdatíð Sjálfstæðisflokksins var svo komið að menn voru metnir af því hversu röskir þeir væru að krækja sér í fé – hvernig sem að því var farið, hvaðan sem það kom. Hugmyndafræðin bak við sparisjóðina var dæmd dauð og úrelt – fé án hirðis, kallaði Pétur Blöndal það og hvatti um leið hirðana til að slátra fénu, steikja það á teini og éta sjálfir. Þetta var hugmyndafræði auðhyggju, sérgæsku, ofstopa, kæruleysis, hömluleysis, sjálfumgleði, græðgi, tillitsleysis, frekju og hroka. Hún smitaði marga og augljóslega strákana í Flokknum í Keflavík. Hún var ekki síst ríkjandi þessi hugmyndafræði vegna þess að hún átti sér öfluga útbreiðslumeistara í æðstu embættum þjóðarinnar sem gáfu henni lögmæti og réttlætingu. Og hún er á leiðinni í flug. Hitt hvort af þessu flugi verður er svo aftur undir okkur sjálfum komið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Blaðamaður DV, Baldur Eiríksson, náði viðtali við Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóra í Kópavogi, í síðustu viku. Þar segir leiðtoginn að 23 prósenta launahækkun bæjarfulltrúa hafi ekki verið launahækkun heldur „leiðrétting". Hann segir líka að sú eina og hálfa milljón á mánuði sem honum hefur tekist að hala sjálfan sig upp í hljóti að vera eðlileg laun „miðað við aðra í sambærilegum stöðum". Ekki vitum við hverja hann ber sig saman við en mann grunar ýmislegt. Síðan reisir Ármann Kr. Ólafsson sér eftirfarandi bautastein í íslenskri stjórnmálasögu: „Við skárum niður allskonar lúxus, sameinuðum skóla til dæmis og hagræddum á ýmsan hátt – ég man þetta ekki alveg akkúrat núna enda á leiðinni í flug." Stiglækkandi hækkunHann er á leiðinni í flug. Nokkrum dögum síðar fékk Ármann svo einhverja hroðalegustu útreið sem íslenskur stjórnmálamaður hefur fengið í seinni tíð í grein sem rituð var af Skafta Halldórssyni, kennara í Kópavogi. Skafti hefur staðið í eldlínunni við að sameina skóla (lúxusinn) á þeim kjörum sem við vitum að íslenskir stjórnmálamenn á borð við Ármann Kr. telja sér sæma að bjóða kennurum upp á og hann útskýrði í grein sinni þá ómældu vinnu og erfiði sem það hefur kostað starfsfólk skólanna að framfylgja hagræðingardyntum stjórnmálamannanna og krafðist þess í kjölfarið að laun sín yrðu „leiðrétt" til samræmis við hið aukna álag. Kannski hefur einhver talað við Ármann. Kannski áttaði hann sig sjálfur á því að þetta hljómaði ekki alveg nógu vel hjá honum – ekki einu sinni þó að hann væri á leið í flug. Því að síðan hefur bæjarstjórinn skrifað grein eftir grein þar sem launahækkunin – eða leiðréttingin – fer hríðlækkandi dag frá degi; úr 23 prósentum niður í sex og hálft fyrst og var í síðustu grein hans komin niður í þrjú og hálft prósent og verður í næstu grein sjálfsagt orðið að launalækkun. Við það situr. Hann er á leiðinni í flug. Sjálfstæðisflokkurinn mælist með meira fylgi en nokkru sinni. Við síðustu kosningar gerðu Kópavogsbúar að vísu tilraun til að hafna Sjálfstæðisflokknum og allri þeirri ógnarmiklu steypu sem þeim flokki fylgir í allri merkingu. Allt kom fyrir ekki: vinstri flokkarnir linntu ekki látum fyrr en þeir höfðu komið Sjálfstæðismönnum til valda á ný. Þannig er það reyndar ekki á landsvísu. Og það sem meira er. Aldrei í lýðveldissögunni hefur Sjálfstæðisflokkurinn og hliðarflokkur hans Framsóknarflokkurinn verið lengur utan stjórnar. Og ýmsir teknir að ókyrrast. En fylgi þeirra meðal almennings virðist fara sívaxandi enda fylgja nú loforð um iPad hverjum þeim sem tileinkar sér daglega Íslandssöguskrif Morgunblaðsins. Allt bendir til þess að flokkurinn sé á leið í flug. Við sjáum eitthvert nýtt sjálfsöryggi í framgöngu liðsodda flokksins. Sérlegir talsmenn Sjálfstæðismanna í fjármálasiðferði, þeir Guðlaugur Þór Þórðarson og Bjarni Benediktsson, koma hvað eftir annað í ræðustól Alþingis sárhneykslaðir og veifandi höndum eins og menn með málstað, til þess að lýsa yfir vandlætingu sinni út af framgöngu stjórnvalda í peningamálum. Allir láta eins og það sé eðlilegt. Guðlaugur Þór hafði á sínum tíma milligöngu um svimandi greiðslur flokknum til handa – og þáði sjálfur – frá FL-group og öðrum fjármálaflugfélögum. Og nú er hann á leiðinni í flug. Þeir valsa um sali Alþingis eins og þeir stjórni þar öllu, neita að hleypa málum í atkvæðagreiðslu nema séu í samráði við LÍU (þ.e.a.s. samin og ráðið af LÍÚ). Og fulltrúar meirihlutans á Alþingi virðast ekki hafa í sér einurð til þess að höggva á þennan hnút og beita heimildum sem til eru til þess að knýja fram atkvæðagreiðslu. Fljúgum hærraÞetta var annars ekki góð vika fyrir flokkinn. Úr Keflavík tóku að berast hryllingssögur af því hvernig pótintátar flokksins sölsuðu undir sig Sparisjóð Keflavíkur og notuðu til ævintýralegrar fyrirgreiðslu fyrir sig og sína. Það var ekki í tómarúmi. Eftir langvarandi valdatíð Sjálfstæðisflokksins var svo komið að menn voru metnir af því hversu röskir þeir væru að krækja sér í fé – hvernig sem að því var farið, hvaðan sem það kom. Hugmyndafræðin bak við sparisjóðina var dæmd dauð og úrelt – fé án hirðis, kallaði Pétur Blöndal það og hvatti um leið hirðana til að slátra fénu, steikja það á teini og éta sjálfir. Þetta var hugmyndafræði auðhyggju, sérgæsku, ofstopa, kæruleysis, hömluleysis, sjálfumgleði, græðgi, tillitsleysis, frekju og hroka. Hún smitaði marga og augljóslega strákana í Flokknum í Keflavík. Hún var ekki síst ríkjandi þessi hugmyndafræði vegna þess að hún átti sér öfluga útbreiðslumeistara í æðstu embættum þjóðarinnar sem gáfu henni lögmæti og réttlætingu. Og hún er á leiðinni í flug. Hitt hvort af þessu flugi verður er svo aftur undir okkur sjálfum komið.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun