Enn um vald forseta Finnur Torfi Stefánsson skrifar 13. júní 2012 06:00 Mikil hreyfing er nú meðal manna að gefa forseta Íslands heimild til þess að neita að undirrita lög frá Alþingi og gera hann þannig pólitískan. Þetta gera menn þvert gegn þeim skilningi á stjórnarskránni, sem verið hefur í gildi frá lýðveldisstofnun, að forseti sé, þrátt fyrir mikil formleg völd, efnislega með öllu valdalaus og ábyrgðarlaus á öllum stjórnarathöfnum. Sú túlkun byggir á skýrum og óumdeilanlegum ákvæðum stjórnarskrárinnar, eins og sýnt hefur verið fram á hér í blaðinu. Ekki verður þess vart að stuðningsmenn pólitísks forseta ætli sér að breyta stjórnarskránni með þeim hætti sem lögboðinn er, heldur eiga yfirlýsingar og endurtekningar í fjölmiðlum að duga og forseti að hrifsa völdin sjálfur í kjölfarið, eftir því sem hann telur henta. Mikill vandi steðjar að þessu góða fólki, því nú hafa runnið upp fyrir því djúpstæðir annmarkar málstaðarins, sem greinilega var ekki hugsað fyrir í upphafi. Ef forsetanum eru játuð völd til þess að neita að skrifa undir lög frá Alþingi þá hlýtur hann einnig að mega neita að skipa ráðherra, setja embættismenn í stöður, gera samninga við erlend ríki og margt fleira, sem upp er talið í stjórnarskránni, eftir því sem honum hentar. Eins og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu er það einkum með 11. gr. 13. gr og 14. gr. stjskr., sem öll efnisleg völd eru tekin af forseta og færð öðrum. Menn hafa þegar talað sig upp í það, að framangreind ákvæði gildi ekki um 26.gr stjskr., sem fjallar um málsskotsrétt. Þá hlýtur sú spurning að fylgja hvort ekki sé rétt að tala sig upp í það líka, að víkja greinunum þremur til hliðar hvað varðar allar aðrar starfsskyldur forsetans. Ræða menn það nú í fullri alvöru hvort forseti geti ekki sniðgengið þingræðisreglu og rofið þing að vild sinni. Einn ágætur háskólakennari skrifaði um þessi efni nýlega og reynir að koma fótum undir haltan málstað. Hann segir meðal annars: „Hins vegar gildir reglan (þ.e. 14.gr. stjskr., innskot undirritaðs) ekki um synjunarvald forseta skv. 26. gr. stjskr. Forseti getur því synjað lögum Alþingis staðfestingar án atbeina ráðherra…" Háskólakennarinn rökstyður þessa skoðun ekki einu orði og vitnar ekki í neinar réttarheimildir eða lagarök máli sínu til stuðnings. Fullyrðingin ein er látin duga. Efnislega samhljóða fullyrðing hefur dunið á eyrum landsmanna um nokkra hríð og eftir því sem best er vitað alltaf án rökstuðnings. Hér er þeirri aðferð fylgt að láta endurtekninguna undirbyggja sannfæringuna og bæta það upp sem á skortir í rökum. Það er gömul aðferð og hefur orðið mönnum til mikils tjóns og vandræða um langan aldur. Því næst heldur háskólakennarinn því fram að forsetinn hafi samkvæmt stjskr. „neikvæðar valdheimildir". Hann verði ekki þvingaður til að staðfesta tillögur ráðherra um ýmis mál. Samkvæmt þessu á forseti að hafa um það frjálst val hvort hann uppfyllir þær ýmsu skyldur embættisins sem á hann eru lagðar í stjórnarskránni. Þetta er frumleg kenning. Gaman væri að vita hvort kennarinn telur þetta valkvæði geta náð til annarra greina réttarins og hvort almenningur geti líka notið góðs af kenningunni og menn ráði því sjálfir að hve miklu leyti þeir hlýða lögum. Það gildir um þessa kenningu eins og staðhæfinguna um málskotsrétt forsetans, að engin tilraun er gerð til þess að rökstyðja hana, því síður er borið við að finna henni staðfestingu í lögum eða öðrum réttarheimildum. Hér er um að hreina hugarsmíð að ræða, sem er sett fram að því er virðist í þeirri von að hún fái hljómgrunn í fjölmiðlum og verði endurtekin nógu oft til þess að verða á endanum samþykkt sem gildur réttur á Íslandi. Þess verður oft vart að fræðimenn setji fram skoðanir og fullyrðingar með þessum hætti. Sá andi svífur yfir vötnum að menn þurfi ekki lengur að aga hugsun sína eftir akademískum venjum eða að fara eftir lögum. Hroki og sjálfsánægja bólunnar lifir enn. Það er að sönnu furðulegt að heyra löglærða menn tala og skrifa í þeim dúr að unnt sé að breyta stjórnarskrá með því að brjóta hana fyrst og ná síðan samstöðu um brotið í fjölmiðlaumræðu. Hér er komið að grundvelli réttarríkisins. Vilja menn fara eftir lögum eða ekki. Þá heggur sá er hlífa skyldi ef kennarar Lagadeildar HÍ styðja stjórnarskrárbreytingar án laga. Íslensk stjórnskipun er ekki losaralegur samtíningur heldur heilsteypt smíð. Hún er eins og hús sem hrynur til grunna ef einni meginstoð er kippt undan henni. Málsskotsréttur er nú efnislega í höndum ráðherra. Það má vel vera að gott sé fyrir stjórnarfarið að hafa víðtækari málskotsrétt en það. Hins vegar stríðir það gegn grunnhugsun stjórnarskrárinnar að forseti hafi slíkt vald. Hann hefur öðrum hlutverkum að gegna, m.a. þeim að stuðla að samstöðu þjóðarinnar og virðingu manna fyrir lögum, rétti og stjórnarfari. Oft var þörf á slíku og nú er það nauðsyn. Hvaða leið sem menn vilja fara í þessu efni ætti það að vera yfir deilur hafið, að stjórnarskránni verður ekki breytt með öðrum hætti en þeim sem mælt er fyrir um í lögum. Fjölmiðlaskrumið eitt getur þar aldrei dugað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Mikil hreyfing er nú meðal manna að gefa forseta Íslands heimild til þess að neita að undirrita lög frá Alþingi og gera hann þannig pólitískan. Þetta gera menn þvert gegn þeim skilningi á stjórnarskránni, sem verið hefur í gildi frá lýðveldisstofnun, að forseti sé, þrátt fyrir mikil formleg völd, efnislega með öllu valdalaus og ábyrgðarlaus á öllum stjórnarathöfnum. Sú túlkun byggir á skýrum og óumdeilanlegum ákvæðum stjórnarskrárinnar, eins og sýnt hefur verið fram á hér í blaðinu. Ekki verður þess vart að stuðningsmenn pólitísks forseta ætli sér að breyta stjórnarskránni með þeim hætti sem lögboðinn er, heldur eiga yfirlýsingar og endurtekningar í fjölmiðlum að duga og forseti að hrifsa völdin sjálfur í kjölfarið, eftir því sem hann telur henta. Mikill vandi steðjar að þessu góða fólki, því nú hafa runnið upp fyrir því djúpstæðir annmarkar málstaðarins, sem greinilega var ekki hugsað fyrir í upphafi. Ef forsetanum eru játuð völd til þess að neita að skrifa undir lög frá Alþingi þá hlýtur hann einnig að mega neita að skipa ráðherra, setja embættismenn í stöður, gera samninga við erlend ríki og margt fleira, sem upp er talið í stjórnarskránni, eftir því sem honum hentar. Eins og skýrt hefur verið frá hér í blaðinu er það einkum með 11. gr. 13. gr og 14. gr. stjskr., sem öll efnisleg völd eru tekin af forseta og færð öðrum. Menn hafa þegar talað sig upp í það, að framangreind ákvæði gildi ekki um 26.gr stjskr., sem fjallar um málsskotsrétt. Þá hlýtur sú spurning að fylgja hvort ekki sé rétt að tala sig upp í það líka, að víkja greinunum þremur til hliðar hvað varðar allar aðrar starfsskyldur forsetans. Ræða menn það nú í fullri alvöru hvort forseti geti ekki sniðgengið þingræðisreglu og rofið þing að vild sinni. Einn ágætur háskólakennari skrifaði um þessi efni nýlega og reynir að koma fótum undir haltan málstað. Hann segir meðal annars: „Hins vegar gildir reglan (þ.e. 14.gr. stjskr., innskot undirritaðs) ekki um synjunarvald forseta skv. 26. gr. stjskr. Forseti getur því synjað lögum Alþingis staðfestingar án atbeina ráðherra…" Háskólakennarinn rökstyður þessa skoðun ekki einu orði og vitnar ekki í neinar réttarheimildir eða lagarök máli sínu til stuðnings. Fullyrðingin ein er látin duga. Efnislega samhljóða fullyrðing hefur dunið á eyrum landsmanna um nokkra hríð og eftir því sem best er vitað alltaf án rökstuðnings. Hér er þeirri aðferð fylgt að láta endurtekninguna undirbyggja sannfæringuna og bæta það upp sem á skortir í rökum. Það er gömul aðferð og hefur orðið mönnum til mikils tjóns og vandræða um langan aldur. Því næst heldur háskólakennarinn því fram að forsetinn hafi samkvæmt stjskr. „neikvæðar valdheimildir". Hann verði ekki þvingaður til að staðfesta tillögur ráðherra um ýmis mál. Samkvæmt þessu á forseti að hafa um það frjálst val hvort hann uppfyllir þær ýmsu skyldur embættisins sem á hann eru lagðar í stjórnarskránni. Þetta er frumleg kenning. Gaman væri að vita hvort kennarinn telur þetta valkvæði geta náð til annarra greina réttarins og hvort almenningur geti líka notið góðs af kenningunni og menn ráði því sjálfir að hve miklu leyti þeir hlýða lögum. Það gildir um þessa kenningu eins og staðhæfinguna um málskotsrétt forsetans, að engin tilraun er gerð til þess að rökstyðja hana, því síður er borið við að finna henni staðfestingu í lögum eða öðrum réttarheimildum. Hér er um að hreina hugarsmíð að ræða, sem er sett fram að því er virðist í þeirri von að hún fái hljómgrunn í fjölmiðlum og verði endurtekin nógu oft til þess að verða á endanum samþykkt sem gildur réttur á Íslandi. Þess verður oft vart að fræðimenn setji fram skoðanir og fullyrðingar með þessum hætti. Sá andi svífur yfir vötnum að menn þurfi ekki lengur að aga hugsun sína eftir akademískum venjum eða að fara eftir lögum. Hroki og sjálfsánægja bólunnar lifir enn. Það er að sönnu furðulegt að heyra löglærða menn tala og skrifa í þeim dúr að unnt sé að breyta stjórnarskrá með því að brjóta hana fyrst og ná síðan samstöðu um brotið í fjölmiðlaumræðu. Hér er komið að grundvelli réttarríkisins. Vilja menn fara eftir lögum eða ekki. Þá heggur sá er hlífa skyldi ef kennarar Lagadeildar HÍ styðja stjórnarskrárbreytingar án laga. Íslensk stjórnskipun er ekki losaralegur samtíningur heldur heilsteypt smíð. Hún er eins og hús sem hrynur til grunna ef einni meginstoð er kippt undan henni. Málsskotsréttur er nú efnislega í höndum ráðherra. Það má vel vera að gott sé fyrir stjórnarfarið að hafa víðtækari málskotsrétt en það. Hins vegar stríðir það gegn grunnhugsun stjórnarskrárinnar að forseti hafi slíkt vald. Hann hefur öðrum hlutverkum að gegna, m.a. þeim að stuðla að samstöðu þjóðarinnar og virðingu manna fyrir lögum, rétti og stjórnarfari. Oft var þörf á slíku og nú er það nauðsyn. Hvaða leið sem menn vilja fara í þessu efni ætti það að vera yfir deilur hafið, að stjórnarskránni verður ekki breytt með öðrum hætti en þeim sem mælt er fyrir um í lögum. Fjölmiðlaskrumið eitt getur þar aldrei dugað.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun