Snjóhengja sparifjáreigenda Sighvatur Björgvinsson skrifar 12. júní 2012 06:00 Stóra fleininn í holdi þeirra, sem stjórna eiga peningamálum á Íslandi, segja þeir vera aflandskrónuvandann. Sá vandi komi í veg fyrir að hægt sé að afnema gjaldeyrishöftin nema á löngum tíma og með miklum undirbúningi. Aflandskrónur eru peningalegar eignir útlendinga hér á Íslandi sem þeir vilja gjarna fá til sín aftur – og þá í gjaldeyri eins og þeir komu með hingað á sínum tíma. Íslenska krónan er nefnilega hvergi gjaldgeng í útlöndum þótt sumum sé það feimnismál. Það er sagt vera ekki hægt. Þessar peningalegu eignir útlendinga eru því í stofufangelsi hér uppi á Íslandi. Gjaldeyrishöftin eru fangelsismúrarnir. Þessar „aflandskrónur", sem réttir eigendur vilja fá í gjaldeyri en fá ekki, voru fyrst sagðar nema 400-600 m.kr. en eru nú sagðar nema 900-1000 m.kr. Viðbótin er vegna eignatilkalls erlendra kröfuhafa í íslensku þrotabönkunum. Þetta hefur verið kölluð „snjóhengjan", sem vofi yfir landsmönnum – snjóhengja, sem muni færa samfélagið nánast í kaf sé henni leyft að falla. En fleiri snjóhengjur vofa yfir en snjóhengja aflandskrónanna. Hvað um íslenska sparifjáreigendur – um sjálfa þegna þessarar þjóðar? Hver hefur verið þeirra sára reynsla? Reynsla ÍslendingaÍ fyrsta lagi að íslensku bönkunum er ekki treystandi. Þeir hrundu allir með tölu. Í öðru lagi að íslenska gjaldmiðlinum er ekki heldur treystandi. Þær krónur, sem almenningur átti sem sparifé á innlánsreikningum, misstu helming af verðgildi sínu á einni nóttu. Helftin af sparifé landsmanna hvarf í einni andrá! Hvað gerir fólk með slíka reynslu brennda í vitund sér þann sama dag og aftur verða heimiluð frjáls gjaldeyrisviðskipti á Íslandi? Því er auðsvarað. Sparifjáreigendur nota fyrsta tækifæri til þess að breyta sparifjáreign sinni í íslenskum krónum í dollara, norskar krónur, pund eða aðra erlenda gjaldmiðla og leggja sitt sparifé inn í erlenda banka. Með því vinnur fólk tvennt: Kemur fé sínu í vörslu hjá bönkum í löndum með virku innistæðutryggingakerfi. Kemur í veg fyrir verðhrun sparifjárinneignar sinnar með því að breyta hrunkrónu í traustan erlendan gjaldmiðil. Mikil hengjaÞetta er snjóhengja íslenskra sparifjáreigenda. Mér tókst ekki í fljótheitum að finna upplýsingar um samanlagðar innistæður á innlánsreikningum banka og sparisjóða á Íslandi. Sjálfsagt eru þær upplýsingar einhvers staðar til, en liggja ekki á lausu. Notast því við upplýsingar úr ársreikningi Landsbanka Íslands sem hluta fyrir heild en árið 2011 voru innistæður á innlánsreikningum bankans samtals 450 m.kr. og þar af aðeins 100 m.kr. í bundnum reikningum. Hjá þessum eina banka var sem sé laust fé á innlánsreikningum 350 m.kr. – fjármunir, sem fyrirstöðulítið væri hægt að breyta yfir í erlendan gjaldeyri nánast samdægurs og gjaldeyrishöftum væri aflétt. Nú er sjálfsagt nokkuð stór hluti af þessum „lausu" sparifjárinnistæðum veltufé í þeim skilningi að fólk þarf að hafa það handbært til daglegra nota – en dágóður hluti er það samt ekki og féð inni á bundnu reikningunum er þangað sett til frambúðarávöxtunar. Sérhver eigandi slíkra fjármuna; lausra eða bundinna; sér það auðvitað á augabragði hve miklu hagfelldara það væri að breyta þessu sparifé úr hrunkrónum í stöðugan gjaldeyri og flytja þá eign úr hrunbönkum þangað sem virkt innistæðutryggingakerfi er við lýði. Nú eru hér aðeins skoðaðar innistæður í Landsbanka Íslands. Sé staðan áþekk í öðrum bankastofnunum er snjóhengja sparifjáreigenda lítið minni en snjóhengja aflandskrónueigenda. Ég fæ því ekki séð að hægt sé að afnema gjaldeyrishöft að fullu nema fyrst sé búið að skipta út hinni ónýtu mynt Íslendinga fyrir traustari gjaldmiðil svo a.m.k. þeirri vá sé eytt, að íslenskir sparifjáreigendur þurfi að horfa upp á sparifé sitt hrapa í verðgildi eins og gerst hefur með reglulegu millibili öll þau ár, sem hrunkrónan hefur verið við lýði. Losum þjóðina við ónýtan gjaldmiðil! Meira þjóðþrifaverk er trauðla unnt að vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sighvatur Björgvinsson Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Sjá meira
Stóra fleininn í holdi þeirra, sem stjórna eiga peningamálum á Íslandi, segja þeir vera aflandskrónuvandann. Sá vandi komi í veg fyrir að hægt sé að afnema gjaldeyrishöftin nema á löngum tíma og með miklum undirbúningi. Aflandskrónur eru peningalegar eignir útlendinga hér á Íslandi sem þeir vilja gjarna fá til sín aftur – og þá í gjaldeyri eins og þeir komu með hingað á sínum tíma. Íslenska krónan er nefnilega hvergi gjaldgeng í útlöndum þótt sumum sé það feimnismál. Það er sagt vera ekki hægt. Þessar peningalegu eignir útlendinga eru því í stofufangelsi hér uppi á Íslandi. Gjaldeyrishöftin eru fangelsismúrarnir. Þessar „aflandskrónur", sem réttir eigendur vilja fá í gjaldeyri en fá ekki, voru fyrst sagðar nema 400-600 m.kr. en eru nú sagðar nema 900-1000 m.kr. Viðbótin er vegna eignatilkalls erlendra kröfuhafa í íslensku þrotabönkunum. Þetta hefur verið kölluð „snjóhengjan", sem vofi yfir landsmönnum – snjóhengja, sem muni færa samfélagið nánast í kaf sé henni leyft að falla. En fleiri snjóhengjur vofa yfir en snjóhengja aflandskrónanna. Hvað um íslenska sparifjáreigendur – um sjálfa þegna þessarar þjóðar? Hver hefur verið þeirra sára reynsla? Reynsla ÍslendingaÍ fyrsta lagi að íslensku bönkunum er ekki treystandi. Þeir hrundu allir með tölu. Í öðru lagi að íslenska gjaldmiðlinum er ekki heldur treystandi. Þær krónur, sem almenningur átti sem sparifé á innlánsreikningum, misstu helming af verðgildi sínu á einni nóttu. Helftin af sparifé landsmanna hvarf í einni andrá! Hvað gerir fólk með slíka reynslu brennda í vitund sér þann sama dag og aftur verða heimiluð frjáls gjaldeyrisviðskipti á Íslandi? Því er auðsvarað. Sparifjáreigendur nota fyrsta tækifæri til þess að breyta sparifjáreign sinni í íslenskum krónum í dollara, norskar krónur, pund eða aðra erlenda gjaldmiðla og leggja sitt sparifé inn í erlenda banka. Með því vinnur fólk tvennt: Kemur fé sínu í vörslu hjá bönkum í löndum með virku innistæðutryggingakerfi. Kemur í veg fyrir verðhrun sparifjárinneignar sinnar með því að breyta hrunkrónu í traustan erlendan gjaldmiðil. Mikil hengjaÞetta er snjóhengja íslenskra sparifjáreigenda. Mér tókst ekki í fljótheitum að finna upplýsingar um samanlagðar innistæður á innlánsreikningum banka og sparisjóða á Íslandi. Sjálfsagt eru þær upplýsingar einhvers staðar til, en liggja ekki á lausu. Notast því við upplýsingar úr ársreikningi Landsbanka Íslands sem hluta fyrir heild en árið 2011 voru innistæður á innlánsreikningum bankans samtals 450 m.kr. og þar af aðeins 100 m.kr. í bundnum reikningum. Hjá þessum eina banka var sem sé laust fé á innlánsreikningum 350 m.kr. – fjármunir, sem fyrirstöðulítið væri hægt að breyta yfir í erlendan gjaldeyri nánast samdægurs og gjaldeyrishöftum væri aflétt. Nú er sjálfsagt nokkuð stór hluti af þessum „lausu" sparifjárinnistæðum veltufé í þeim skilningi að fólk þarf að hafa það handbært til daglegra nota – en dágóður hluti er það samt ekki og féð inni á bundnu reikningunum er þangað sett til frambúðarávöxtunar. Sérhver eigandi slíkra fjármuna; lausra eða bundinna; sér það auðvitað á augabragði hve miklu hagfelldara það væri að breyta þessu sparifé úr hrunkrónum í stöðugan gjaldeyri og flytja þá eign úr hrunbönkum þangað sem virkt innistæðutryggingakerfi er við lýði. Nú eru hér aðeins skoðaðar innistæður í Landsbanka Íslands. Sé staðan áþekk í öðrum bankastofnunum er snjóhengja sparifjáreigenda lítið minni en snjóhengja aflandskrónueigenda. Ég fæ því ekki séð að hægt sé að afnema gjaldeyrishöft að fullu nema fyrst sé búið að skipta út hinni ónýtu mynt Íslendinga fyrir traustari gjaldmiðil svo a.m.k. þeirri vá sé eytt, að íslenskir sparifjáreigendur þurfi að horfa upp á sparifé sitt hrapa í verðgildi eins og gerst hefur með reglulegu millibili öll þau ár, sem hrunkrónan hefur verið við lýði. Losum þjóðina við ónýtan gjaldmiðil! Meira þjóðþrifaverk er trauðla unnt að vinna.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar