
Í kosningamánuði
Eitt varpar þó skugga á starf samtakanna: Forsetinn hefur viðurkennt að á útrásaröld hafi klókir fésýslumenn „misnotað forsetaembættið". Af þeirri ástæðu vakna spurningar: Hvernig fóru þeir að því? Misnotuðu þeir síma embættisins og tölvur, bifreiðar þess og risnu? Gátu þeir misnotað forsetaembættið án þess að misnota forsetann sjálfan? Nei, það gátu þeir ekki. Forsetinn hefur því hlotið að vera verkfæri í höndum fépúkanna, en sá þegar ballið var búið að hann hafði hlaupið á sig. Og skellti skuld á „embættið" eins og væri það óhlutbundin stærð, kom sér ekki til að játa beinum orðum að sá sem fór með forsetaembættið hefði verið misnotaður.
Ekki minnumst við þess að nokkur annar forseti íslenzka lýðveldisins hafi þurft að viðurkenna að á sinni vakt væri æðsta embætti þjóðarinnar misnotað. En svo vel vill til að þetta telst styrkleikamerki, því hinn telefóníski útvarpsmaður, Pétur Gunnlaugsson á Sögu, mælir mjög fyrir endurkjöri Ólafs Ragnars Grímssonar á þeirri forsendu „að þjóðin vilji sterkan forseta". Og ef einhver þekkir hjörtun og nýrun símleiðis þá er það Pétur.
Reyndar á hann hér úr vöndu að ráða að einu leyti. Hann hefur nefnilega dögum oftar horn í síðu útlendinga sem hingað leita, ég tala nú ekki um séu þeir óskírðir til kristinnar trúar. Sögu-Pétur verður því heldur betur að gæta tungu sinnar þar sem er frú Dorrit Moussaieff. Hún er óbeinlínis í framboði líka, ef ekki beinlínis, sbr. fyrirtækið „Ólafur & Dorrit". Og annar heitur stuðningsmaður Ólafs Ragnars Grímssonar, guðfræðingurinn Jón Valur Jensson, ætti einnig að vara sig á því að halda Nýja testamentinu mikið að frúnni, það er trúvillurit, fyrir hennar fólki lýkur hinni einu og sönnu Biblíu á punktinum aftan við Gamla testamentið.
Við sem vinnum að tilnefningu Ólafs Ragnars Grímssonar til friðarverðlauna Nóbels vonum að sjálf kosningabarátta hans núna eftir sextán ára setu í embætti spilli á engan hátt fyrir. Ekki mátti miklu muna þegar forsetinn afréð að klæðast leðjugallanum í upphafi baráttunnar, því óvíst er að hann komist nokkurn tíma úr honum aftur, hvernig sem hann að venju hagar svip eftir sveitum og seglum eftir vindi. Kannski hefur hann fyrir bragðið tapað kosningunum nú þegar á vissan hátt, þótt hann næði endurkjöri. Á hinn bóginn dáumst við að þeim tveimur meginviðmiðum sem leynast undir niðri í öllum framboðsræðum hans, ávörpum og svörum. Þau viðmið endurspegla annars vegar frægt tilsvar í mannkynssögunni: „Ríkið, það er ég!", hins vegar hvatningarorð lausnarans í Mattheusarguðspjalli: „Komið til mín, allir þér sem erfiði hafið og þungar byrðar, og ég mun veita yður hvíld."
Skoðun

Sparnaðarráð fyrir ferðalagið
Svandís Edda Jónudóttir skrifar

Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín
Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar

Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram
Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar

Samráðsdagar á Kjalarnesi
Ævar Harðarson skrifar

Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda
Ingibjörg Isaksen skrifar

Að mása sig hása til að tefja
skrifar

Sjónarspil í Istanbul
Gunnar Pálsson skrifar

Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær
Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar

Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn
Hannes S. Jónsson skrifar

Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu
Eiríkur Rögnvaldsson skrifar

Gangast við mistökum
Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar

Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu
Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar

Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar

Að apa eða skapa
Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar

Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía?
Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar

Lífsnauðsynlegt aðgengi
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Hvers vegna var Úlfar rekinn?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB?
Sveinn Ólafsson skrifar

Sama steypan
Ingólfur Sverrisson skrifar

Ofbeldi gagnvart eldra fólki
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Að taka ekki mark á sjálfum sér
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Betri borg
Alexandra Briem skrifar

Að eiga sæti við borðið
Grímur Grímsson skrifar

Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Íþróttir eru lykilinn
Willum Þór Þórsson skrifar

Framtíð safna í ferðaþjónustu
Guðrún D. Whitehead skrifar

Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp?
Einar Baldvin Árnason skrifar

Að skapa framtíð úr fortíð
Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar

Tími til umbóta í byggingareftirliti
Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar