Forseta-þingræði: fulltrúalýðræði + ópólitískt beint lýðræði Björn Einarsson skrifar 8. júní 2012 06:00 Forsetakosningarnar snúast um aukið beint lýðræði. Stjórnarskráin var samin þannig 1944 að hún sameinar pólitískt fulltrúalýðræði og ópólitískt beint lýðræði. Þannig á forsetinn að vera bremsa á pólitíska valdið, þegar það fer fram úr vilja þjóðarinnar. Allt frá lýðveldisstofnun hefur hið pólitíska vald reynt að túlka burtu beina lýðræðið. Nú þegar beina lýðræðið hefur verið virkjað er mikilvægt að við kjósum okkur forseta, sem heldur áfram að þróa beint lýðræði innan marka stjórnarskrárinnar, en er jafnframt ópólitískur. Lýðræði felur í sér að uppspretta valdsins er hjá fólkinu í landinu, þ.e. fullveldisréttur borgaranna. Fulltrúalýðræðið í huga John Stuart Mills fól í sér að kjósendur væru valdalausir milli kosninga. Forseta-þingræðið skv. núverandi stjórnarskrá var frá upphafi ætlað að blanda saman fulltrúalýðræði og beinu lýðræði þannig að þjóðin tæki ákvörðun um mikilvæg málefni milli þingkosninga. Það gerir hún með málskotsrétti forsetans, sem á að vera bremsa á pólitíska valdið, þegar vilji þingsins er annar en almennings. Það er löng hefð fyrir beinu lýðræði hérlendis, allt frá þjóðfundinum 1851, með Jón Sigurðsson í forsæti. Hann var haldinn þrátt fyrir nýlega endurreisn Alþingis 1848. Sveinn Björnsson kom beinu lýðræði inn í stjórnarskrána, með þjóðina á bak við sig, í óþökk Alþingis. En þegar hann var kominn í forsetaembættið virti hann það ekki. Síðan þá hefur það markvisst verið túlkað í burtu af stjórnmálamönnum, með tvo lagaprófessora fremsta í flokki, þá Bjarna Benediktsson og Ólaf Jóhannesson, en þeir voru jafnframt stjórnmálaforingjar. Fulltrúalýðræðið á ekki að fela í sér alvald þingræðisins. Það leiðir til stjórnmálaspillingar, eins og við höfum reynslu af, þ.e.a.s. fyrirgreiðslupólitíkin alla síðustu öld. Alvald þingræðis leiddi einnig hinn vestræna heim til öfga í stjórnmálum, bæði til hægri og vinstri; nasismann, kommúnismann og óheftan kapítalismann. Í alvaldi þingræðis eru stjórnmálaákvarðanir teknar af forystumönnum stjórnmálaflokkanna eða með hrossakaupum milli flokka. Fulltrúalýðræðið þarf að þróast. Stjórnmálamönnum er ætlað að vera sérfræðingar í stjórnun landsins. Þeir eiga að hafa frumkvæði og vera framsýnir og hafa hagsmuni allra landsmanna í huga, hvar í flokki sem þeir standa. Stjórnmál snúast um heildina en ekki sérhagsmuni. Þeir eiga að stjórna í umboði okkar og í samræmi við vilja fólksins í landinu. Rökræðulýðræði (deliberative democracy) felur í sér aukin samráð stjórnamálamanna og borgaranna. Skylda þarf stjórnmálamenn til að réttlæta allar stjórnvaldsákvarðanir. Sjónarmið fólksins þarf að leggja að jöfnu við sjónarmið sérfræðinga og hagsmunaaðila við samningu lagafrumvarpa. Halda ætti borgarafundi á vegum Alþingis um einstök málefni. Beint lýðræði er tvenns konar. Pólitískt beint lýðræði, þar sem pólitískar ákvarðanir eru í höndum borgaranna án aðkomu stjórnmálamanna, hefur ekki reynst vel. Í Sviss hefur það almennt leitt til afturhaldsemi og í Kaliforníu hefur það sligað fjármál fylkisins, þar sem ákvarðanir eru teknar án aðkomu stjórnmálamanna og því ekki í samræmi við fjárhagsgetu þess. Tölvukosningar eru því ekki lausnin. Ópólitískt beint lýðræði felur hins vegar í sér að kjósendur hafa eitthvað að segja um einstök málefni og lög sem hafa verið samþykkt á Alþingi, en eru á skjön við vilja þjóðarinnar. Málskotsréttur forsetans hefur það hlutverk. Honum er ætlað að vera bremsa á pólitíska valdið en ekki að hafa frumkvæði, sem keppir við það. Forsetinn á ekki að vera pólitískur. Ekki gengur það upp að hafa tvenns konar pólitískt vald í landinu, pólitískan forseta annars vegar og ríkisstjórn með þingið hins vegar. Það gengur ekki frekar en að hafa tvenn lög í landinu, svo vitnað sé í Þorgeir Ljósvetningagoða. Forsetinn á að vera umboðsmaður fólksins í landinu, eftirlitsmaður með pólitísku valdi, svo að stjórnvöld brjóti ekki á fullveldisrétti þess. Hann á að vera ópólitískur hemill á stjórnmálin, en ekki að taka efnislega afstöðu til pólitískra mála eða taka pólitískt frumkvæði. Betri stjórnskipun fæst með auknu lýðræði. Fulltrúalýðræðið og ópólitískt beint lýðræði þurfa því að fara saman. Aukið lýðræði fæst ekki með auknu vægi Alþingis, eða að pólitíska valdið sé einráða. Það fæst heldur ekki með pólitískum beinum kosningum í tölvum án aðkomu stjórnmálamanna. Aukið lýðræði fæst með því að jafnvægi sé milli starfa þingsins og vilja þjóðarinnar. Við núverandi aðstæður fæst betri stjórnskipun með því að auka beint lýðræði, þannig að fólkið sé ekki valdalaust milli kosninga. Það fæst með því að auka vægi forsetans sem eftirlitsaðila með pólitíska valdinu, sem umboðsmanns almennings í landinu. Forsetakosningarnar snúast því um aukið beint lýðræði. Ólafur Ragnar Grímsson virkjaði málskotsréttinn og hann á heiður skilinn fyrir það. En hann er stjórnmálamaður sem tekur pólitíska afstöðu til mála. Ég vil því hvetja frambjóðendur til að tala skýrt, hvort þeir myndu þróa áfram ópólitískt beint lýðræði. Eins vil ég hvetja alla til að kjósa ópólítískan frambjóðanda, sem kemur til með að standa vörð um aukið ópólitískt beint lýðræði í landinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Forsetakosningarnar snúast um aukið beint lýðræði. Stjórnarskráin var samin þannig 1944 að hún sameinar pólitískt fulltrúalýðræði og ópólitískt beint lýðræði. Þannig á forsetinn að vera bremsa á pólitíska valdið, þegar það fer fram úr vilja þjóðarinnar. Allt frá lýðveldisstofnun hefur hið pólitíska vald reynt að túlka burtu beina lýðræðið. Nú þegar beina lýðræðið hefur verið virkjað er mikilvægt að við kjósum okkur forseta, sem heldur áfram að þróa beint lýðræði innan marka stjórnarskrárinnar, en er jafnframt ópólitískur. Lýðræði felur í sér að uppspretta valdsins er hjá fólkinu í landinu, þ.e. fullveldisréttur borgaranna. Fulltrúalýðræðið í huga John Stuart Mills fól í sér að kjósendur væru valdalausir milli kosninga. Forseta-þingræðið skv. núverandi stjórnarskrá var frá upphafi ætlað að blanda saman fulltrúalýðræði og beinu lýðræði þannig að þjóðin tæki ákvörðun um mikilvæg málefni milli þingkosninga. Það gerir hún með málskotsrétti forsetans, sem á að vera bremsa á pólitíska valdið, þegar vilji þingsins er annar en almennings. Það er löng hefð fyrir beinu lýðræði hérlendis, allt frá þjóðfundinum 1851, með Jón Sigurðsson í forsæti. Hann var haldinn þrátt fyrir nýlega endurreisn Alþingis 1848. Sveinn Björnsson kom beinu lýðræði inn í stjórnarskrána, með þjóðina á bak við sig, í óþökk Alþingis. En þegar hann var kominn í forsetaembættið virti hann það ekki. Síðan þá hefur það markvisst verið túlkað í burtu af stjórnmálamönnum, með tvo lagaprófessora fremsta í flokki, þá Bjarna Benediktsson og Ólaf Jóhannesson, en þeir voru jafnframt stjórnmálaforingjar. Fulltrúalýðræðið á ekki að fela í sér alvald þingræðisins. Það leiðir til stjórnmálaspillingar, eins og við höfum reynslu af, þ.e.a.s. fyrirgreiðslupólitíkin alla síðustu öld. Alvald þingræðis leiddi einnig hinn vestræna heim til öfga í stjórnmálum, bæði til hægri og vinstri; nasismann, kommúnismann og óheftan kapítalismann. Í alvaldi þingræðis eru stjórnmálaákvarðanir teknar af forystumönnum stjórnmálaflokkanna eða með hrossakaupum milli flokka. Fulltrúalýðræðið þarf að þróast. Stjórnmálamönnum er ætlað að vera sérfræðingar í stjórnun landsins. Þeir eiga að hafa frumkvæði og vera framsýnir og hafa hagsmuni allra landsmanna í huga, hvar í flokki sem þeir standa. Stjórnmál snúast um heildina en ekki sérhagsmuni. Þeir eiga að stjórna í umboði okkar og í samræmi við vilja fólksins í landinu. Rökræðulýðræði (deliberative democracy) felur í sér aukin samráð stjórnamálamanna og borgaranna. Skylda þarf stjórnmálamenn til að réttlæta allar stjórnvaldsákvarðanir. Sjónarmið fólksins þarf að leggja að jöfnu við sjónarmið sérfræðinga og hagsmunaaðila við samningu lagafrumvarpa. Halda ætti borgarafundi á vegum Alþingis um einstök málefni. Beint lýðræði er tvenns konar. Pólitískt beint lýðræði, þar sem pólitískar ákvarðanir eru í höndum borgaranna án aðkomu stjórnmálamanna, hefur ekki reynst vel. Í Sviss hefur það almennt leitt til afturhaldsemi og í Kaliforníu hefur það sligað fjármál fylkisins, þar sem ákvarðanir eru teknar án aðkomu stjórnmálamanna og því ekki í samræmi við fjárhagsgetu þess. Tölvukosningar eru því ekki lausnin. Ópólitískt beint lýðræði felur hins vegar í sér að kjósendur hafa eitthvað að segja um einstök málefni og lög sem hafa verið samþykkt á Alþingi, en eru á skjön við vilja þjóðarinnar. Málskotsréttur forsetans hefur það hlutverk. Honum er ætlað að vera bremsa á pólitíska valdið en ekki að hafa frumkvæði, sem keppir við það. Forsetinn á ekki að vera pólitískur. Ekki gengur það upp að hafa tvenns konar pólitískt vald í landinu, pólitískan forseta annars vegar og ríkisstjórn með þingið hins vegar. Það gengur ekki frekar en að hafa tvenn lög í landinu, svo vitnað sé í Þorgeir Ljósvetningagoða. Forsetinn á að vera umboðsmaður fólksins í landinu, eftirlitsmaður með pólitísku valdi, svo að stjórnvöld brjóti ekki á fullveldisrétti þess. Hann á að vera ópólitískur hemill á stjórnmálin, en ekki að taka efnislega afstöðu til pólitískra mála eða taka pólitískt frumkvæði. Betri stjórnskipun fæst með auknu lýðræði. Fulltrúalýðræðið og ópólitískt beint lýðræði þurfa því að fara saman. Aukið lýðræði fæst ekki með auknu vægi Alþingis, eða að pólitíska valdið sé einráða. Það fæst heldur ekki með pólitískum beinum kosningum í tölvum án aðkomu stjórnmálamanna. Aukið lýðræði fæst með því að jafnvægi sé milli starfa þingsins og vilja þjóðarinnar. Við núverandi aðstæður fæst betri stjórnskipun með því að auka beint lýðræði, þannig að fólkið sé ekki valdalaust milli kosninga. Það fæst með því að auka vægi forsetans sem eftirlitsaðila með pólitíska valdinu, sem umboðsmanns almennings í landinu. Forsetakosningarnar snúast því um aukið beint lýðræði. Ólafur Ragnar Grímsson virkjaði málskotsréttinn og hann á heiður skilinn fyrir það. En hann er stjórnmálamaður sem tekur pólitíska afstöðu til mála. Ég vil því hvetja frambjóðendur til að tala skýrt, hvort þeir myndu þróa áfram ópólitískt beint lýðræði. Eins vil ég hvetja alla til að kjósa ópólítískan frambjóðanda, sem kemur til með að standa vörð um aukið ópólitískt beint lýðræði í landinu.
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir Skoðun