Satt og ósatt um þingrof Guðni Th. Jóhannesson skrifar 5. júní 2012 06:00 Í umræðum um völd forseta hlýtur rétturinn til að rjúfa þing að koma við sögu enda segir í 24. grein stjórnarskrárinnar að hann geti gert það. Hér er vandinn hins vegar sá að í stjórnarskránni segir líka að forsetinn sé ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum, láti ráðherra framkvæma vald sitt og undirskrift hans undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veiti þeim gildi þegar ráðherra hafi einnig undirritað þau. Við gerð stjórnarskrárinnar var þó sérstaklega tekið fram að valdi til synjunar laga beitti forseti án þess að atbeina ráðherra þyrfti. En hvað segja venjur og hefðir um þingrofsvaldið? Aldrei í sögu lýðveldisins hefur þing verið rofið að frumkvæði forseta. Enginn fyrri forseta hélt því fram að slíkur réttur væri í sínum höndum og fyrir nokkrum árum var sá sem nú situr sama sinnis: Í janúar 2009, þegar ríkisstjórn Geirs H. Haarde hrökklaðist frá völdum, viðurkenndi Ólafur Ragnar Grímsson að forseti hefði ekki sjálfstæðan þingrofsrétt. Fróðlegt væri að vita fyrir víst hvort hann hefur núna skipt um skoðun, og þá hvers vegna. Hitt er svo annað mál hvernig forseta beri að verða við ósk forsætisráðherra um þingrof. Síðustu daga og vikur hefur Ólafur Ragnar hiklaust haldið því fram að þá hafi forseti frjálsar hendur. Bendir hann gjarnan á að árið 1950 synjaði Sveinn Björnsson ósk Ólafs Thors forsætisráðherra um þingrof og þar við sat. Ólafur Ragnar gleymir hins vegar að nefna, viljandi eða óviljandi, að stjórn nafna hans var minnihlutastjórn sem hafði í ofanálag beðist lausnar. Þar að auki var beiðni forsætisráðherrans óformleg og borin fram í samræðum þeirra Sveins um alla mögulega kosti í stjórnarkreppu. Reyndar er ólíklegt að þingmönnum Sjálfstæðisflokks hefði líkað hugmyndin um þingrof að frumkvæði stjórnar sem hafði ekki meirihluta á þingi; þeir mundu vel andúðina sem reis þegar framsóknarmenn gripu til þess ráðs árið 1931. Skoðanaskiptin árið 1950 hafa því þröngt fordæmisgildi. Jafnframt var það nú svo að í janúar 2009 sagði Ólafur Ragnar Grímsson að óskaði forsætisráðherra, sem nyti stuðnings meirihluta Alþingis, eftir þingrofi bæri forseta samkvæmt stjórnskipun landsins að verða við því. Aftur væri fróðlegt að heyra hvort forseta þyki eitthvað hafa breyst síðan þá. Sömuleiðis ætti Ólafur Ragnar Grímsson að vita af löngum stjórnmálaferli sínum að þegar forystumenn stjórnmálaflokka hafa ákveðið að setjast í samsteypustjórn sammælast þeir gjarnan um að forsætisráðherrann beiti ekki þingrofsrétti sínum nema um það sé eining meðal stjórnarflokkanna. Þetta var til dæmis gert snemma árs 1980 þegar Gunnar Thoroddsen myndaði sína sögulegu ríkisstjórn. Engum datt þá í hug að einnig þyrfti að ganga úr skugga um hver afstaða forseta væri. Ólafur Ragnar, sem fylgdist vel með þróun mála, er sjálfur þar með talinn. Svipaða sögu má segja frá árinu 1990. Þá var Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra kominn á fremsta hlunn með að rjúfa þing frekar en að hlíta því að bráðabirgðalög ríkisstjórnar hans yrðu felld á Alþingi eins og útlit var fyrir. Svo var komið að leiðtogar hinna ?stóru? flokkanna í stjórninni studdu Steingrím. Það voru alþýðuflokksmaðurinn Jón Baldvin Hannibalsson og Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins. Engum þessara þriggja framámanna stjórnarinnar datt annað í hug en að forseta bæri að undirrita þingrofsbeiðnina. Var þó óvíst hvort hún nyti meirihluta á Alþingi. Enn væri fróðlegt að heyra frá forseta hvað hefur breyst síðan hann var í eldlínunni hinum megin. Við verðum helst að geta treyst orðum þjóðhöfðingjans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2012 Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í umræðum um völd forseta hlýtur rétturinn til að rjúfa þing að koma við sögu enda segir í 24. grein stjórnarskrárinnar að hann geti gert það. Hér er vandinn hins vegar sá að í stjórnarskránni segir líka að forsetinn sé ábyrgðarlaus á stjórnarathöfnum, láti ráðherra framkvæma vald sitt og undirskrift hans undir löggjafarmál eða stjórnarerindi veiti þeim gildi þegar ráðherra hafi einnig undirritað þau. Við gerð stjórnarskrárinnar var þó sérstaklega tekið fram að valdi til synjunar laga beitti forseti án þess að atbeina ráðherra þyrfti. En hvað segja venjur og hefðir um þingrofsvaldið? Aldrei í sögu lýðveldisins hefur þing verið rofið að frumkvæði forseta. Enginn fyrri forseta hélt því fram að slíkur réttur væri í sínum höndum og fyrir nokkrum árum var sá sem nú situr sama sinnis: Í janúar 2009, þegar ríkisstjórn Geirs H. Haarde hrökklaðist frá völdum, viðurkenndi Ólafur Ragnar Grímsson að forseti hefði ekki sjálfstæðan þingrofsrétt. Fróðlegt væri að vita fyrir víst hvort hann hefur núna skipt um skoðun, og þá hvers vegna. Hitt er svo annað mál hvernig forseta beri að verða við ósk forsætisráðherra um þingrof. Síðustu daga og vikur hefur Ólafur Ragnar hiklaust haldið því fram að þá hafi forseti frjálsar hendur. Bendir hann gjarnan á að árið 1950 synjaði Sveinn Björnsson ósk Ólafs Thors forsætisráðherra um þingrof og þar við sat. Ólafur Ragnar gleymir hins vegar að nefna, viljandi eða óviljandi, að stjórn nafna hans var minnihlutastjórn sem hafði í ofanálag beðist lausnar. Þar að auki var beiðni forsætisráðherrans óformleg og borin fram í samræðum þeirra Sveins um alla mögulega kosti í stjórnarkreppu. Reyndar er ólíklegt að þingmönnum Sjálfstæðisflokks hefði líkað hugmyndin um þingrof að frumkvæði stjórnar sem hafði ekki meirihluta á þingi; þeir mundu vel andúðina sem reis þegar framsóknarmenn gripu til þess ráðs árið 1931. Skoðanaskiptin árið 1950 hafa því þröngt fordæmisgildi. Jafnframt var það nú svo að í janúar 2009 sagði Ólafur Ragnar Grímsson að óskaði forsætisráðherra, sem nyti stuðnings meirihluta Alþingis, eftir þingrofi bæri forseta samkvæmt stjórnskipun landsins að verða við því. Aftur væri fróðlegt að heyra hvort forseta þyki eitthvað hafa breyst síðan þá. Sömuleiðis ætti Ólafur Ragnar Grímsson að vita af löngum stjórnmálaferli sínum að þegar forystumenn stjórnmálaflokka hafa ákveðið að setjast í samsteypustjórn sammælast þeir gjarnan um að forsætisráðherrann beiti ekki þingrofsrétti sínum nema um það sé eining meðal stjórnarflokkanna. Þetta var til dæmis gert snemma árs 1980 þegar Gunnar Thoroddsen myndaði sína sögulegu ríkisstjórn. Engum datt þá í hug að einnig þyrfti að ganga úr skugga um hver afstaða forseta væri. Ólafur Ragnar, sem fylgdist vel með þróun mála, er sjálfur þar með talinn. Svipaða sögu má segja frá árinu 1990. Þá var Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra kominn á fremsta hlunn með að rjúfa þing frekar en að hlíta því að bráðabirgðalög ríkisstjórnar hans yrðu felld á Alþingi eins og útlit var fyrir. Svo var komið að leiðtogar hinna ?stóru? flokkanna í stjórninni studdu Steingrím. Það voru alþýðuflokksmaðurinn Jón Baldvin Hannibalsson og Ólafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins. Engum þessara þriggja framámanna stjórnarinnar datt annað í hug en að forseta bæri að undirrita þingrofsbeiðnina. Var þó óvíst hvort hún nyti meirihluta á Alþingi. Enn væri fróðlegt að heyra frá forseta hvað hefur breyst síðan hann var í eldlínunni hinum megin. Við verðum helst að geta treyst orðum þjóðhöfðingjans.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun