Ný barnalög í augsýn Ögmundur Jónasson skrifar 5. júní 2012 06:00 Á Alþingi stendur fyrir dyrum lokaafgreiðsla á frumvarpi til barnalaga. Verði frumvarpið að lögum munu grunngildi Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins vera lögfest hér á landi, m.a. um rétt barna til að tjá sig í öllum málum sem þau varða, að teknu tilliti til aldurs og þroska. Velferðarnefnd Alþingis hefur gert afgerandi breytingar á frumvarpinu frá því að ég lagði það fram. Í fyrsta lagi telur Velferðarnefnd að dómarar eigi að hafa heimild til að dæma sameiginlega forsjá og hjá hvoru foreldri barn skuli hafa lögheimili. Þessi breyting kann að leiða til þess að fleiri forsjármál verði útkljáð fyrir dómstólum en áður. Ég hef talað fyrir annarri nálgun en hún er sú að leggja heldur áherslu á hina stórauknu og skyldubundnu sáttameðferð fyrir foreldra sem frumvarpið kveður á um. Í sáttameðferð fá foreldrar aðstoð við að tala saman og taka ákvarðanir sem báðir aðilar geta unað við. Dómsalur er hins vegar farvegur átaka, þar sem foreldrarnir reyna að finna hvor öðrum allt til foráttu til að styrkja sína stöðu í dómsmálinu. Slík átök geta reynst börnum erfið. Breytingar til hins verraAlþingi hefur einnig lagst gegn tillögu minni um að taka út úr barnalögum heimild til aðfarargerðar, þ.e. að senda lögreglu inn á heimili barns til að sækja það og koma á umgengni. Tillaga mín var ekki sett fram í tómarúmi. Hún var sett fram vegna ábendinga frá mannréttindasamtökum og áhyggna sem viðraðar voru á vettvangi barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna í fyrirtöku á framkvæmd íslenskra stjórnvalda á Barnasáttmálanum. Það þurfa að vera veigamiklar ástæður fyrir því að réttlætanlegt sé að fjarlægja barn af heimili sínu með lögregluvaldi. Samkvæmt barnaverndarlögum er hægt að grípa til þess úrræðis ef barni er hætta búin á heimili sínu. Slík heimild þarf vissulega að vera fyrir hendi. En þegar kemur að ákvarðaðri umgengni er réttara að beina þvingunum gegn foreldrunum heldur en gegn barni. Ný barnalög styrkja réttarstöðu barna og minna okkur á að samfélagið í heild sinni ber ábyrgð á velferð barna. Þær breytingar sem Alþingi hefur lagt til eru mjög til hins verra. En frumvarpið er að uppistöðu gott og verði það að lögum fagna ég því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Á Alþingi stendur fyrir dyrum lokaafgreiðsla á frumvarpi til barnalaga. Verði frumvarpið að lögum munu grunngildi Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins vera lögfest hér á landi, m.a. um rétt barna til að tjá sig í öllum málum sem þau varða, að teknu tilliti til aldurs og þroska. Velferðarnefnd Alþingis hefur gert afgerandi breytingar á frumvarpinu frá því að ég lagði það fram. Í fyrsta lagi telur Velferðarnefnd að dómarar eigi að hafa heimild til að dæma sameiginlega forsjá og hjá hvoru foreldri barn skuli hafa lögheimili. Þessi breyting kann að leiða til þess að fleiri forsjármál verði útkljáð fyrir dómstólum en áður. Ég hef talað fyrir annarri nálgun en hún er sú að leggja heldur áherslu á hina stórauknu og skyldubundnu sáttameðferð fyrir foreldra sem frumvarpið kveður á um. Í sáttameðferð fá foreldrar aðstoð við að tala saman og taka ákvarðanir sem báðir aðilar geta unað við. Dómsalur er hins vegar farvegur átaka, þar sem foreldrarnir reyna að finna hvor öðrum allt til foráttu til að styrkja sína stöðu í dómsmálinu. Slík átök geta reynst börnum erfið. Breytingar til hins verraAlþingi hefur einnig lagst gegn tillögu minni um að taka út úr barnalögum heimild til aðfarargerðar, þ.e. að senda lögreglu inn á heimili barns til að sækja það og koma á umgengni. Tillaga mín var ekki sett fram í tómarúmi. Hún var sett fram vegna ábendinga frá mannréttindasamtökum og áhyggna sem viðraðar voru á vettvangi barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna í fyrirtöku á framkvæmd íslenskra stjórnvalda á Barnasáttmálanum. Það þurfa að vera veigamiklar ástæður fyrir því að réttlætanlegt sé að fjarlægja barn af heimili sínu með lögregluvaldi. Samkvæmt barnaverndarlögum er hægt að grípa til þess úrræðis ef barni er hætta búin á heimili sínu. Slík heimild þarf vissulega að vera fyrir hendi. En þegar kemur að ákvarðaðri umgengni er réttara að beina þvingunum gegn foreldrunum heldur en gegn barni. Ný barnalög styrkja réttarstöðu barna og minna okkur á að samfélagið í heild sinni ber ábyrgð á velferð barna. Þær breytingar sem Alþingi hefur lagt til eru mjög til hins verra. En frumvarpið er að uppistöðu gott og verði það að lögum fagna ég því.
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar