Einelti, samfélagslegur fjandi! Héðinn Sveinbjörnsson skrifar 2. júní 2012 06:00 Í mörg ár hefur verið rætt um einelti og afleiðingar þess og þekkja margir þennan fjanda sem einelti er. Margir hafa verið þolendur eineltis og margir hafa verið gerendur. Þeir eru ófáir sem eiga einhverja sögu úr grunnskóla um einelti og líta á sína eigin grunnskólagöngu sem helvíti á jörðu. Ég var þolandi eineltis og örugglega gerandi líka, ef svo var vona ég að þeir geti fyrirgefið mér. Ég hef fyrirgefið þeim sem lögðu mig í einelti. Fyrir rétt rúmum tuttugu árum var ég forfallakennari í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Á einni viku sá ég sjö einstaklinga lagða í einelti. Það kom mér á óvart hve mikið eineltið var og nefndi það við einn gamlan og reyndan kennara. Ein athugasemd situr í mér eftir það samtal, þegar við ræddum hvaða einstaklingar væru þolendur, hann sagði „Nei, þessi er ekki lagður í einelti, hann leitar í neikvæða athygli!" Þetta var 1991 og við ekki komin lengra. Á heimasíðu umboðsmanns barna, www.barn.is, er að finna skýrslu frá ráðstefnunni „Börn vilja ræða um einelti við fullorðna" sem haldin var 1998. Í formála segir: „Þar settust 80 börn og 50 fullorðnir á rökstóla og ræddu þetta alvarlega vandamál í blönduðum umræðuhópum kynslóðanna." Þetta var 1998, hefur eitthvað breyst? Nú, fjórtán árum síðar er enn verið að ræða þennan fjanda sem einelti er. Mikið er rætt um hvort hinar eða þessar eineltisáætlanir virki. Við erum búin að ræða svo mikið að „Ísland án eiturlyfja árið 2000" kemur upp í hugann! Það sem er merkilegt við þessa umfjöllun um einelti er að hún einskorðast við börn og skólasamfélagið og að það sé skólanna að gera eitthvað í þessu vandamáli sem einelti er. Já, svo sannarlega á skólinn að taka þátt í að koma í veg fyrir einelti en það er ekki skólans að uppræta einelti. Það er samvinnuverkefni alls samfélagsins og það byrjar á heimilinu. „Það læra börnin sem fyrir þeim er haft" kemur upp í hugann. Á heimilum, í samskiptamiðlum og í fjölmiðlum hegða fyrirmyndirnar sér þannig að börn geta svo hæglega túlkað þeirra framferði sem samþykki fyrir t.d. einelti. Margir kannast við að bölva mönnum og málefnum fyrir framan sjónvarpið, heyra börnin það? Birtingarmynd eineltis er alls staðar og eru stjórnmál gott dæmi um það. Heiftin ræður ríkjum og í skjóli fjarlægðar í gegnum net- og fjölmiðla stunda stjórnmálamenn það að reyna að koma höggi á andstæðinginn undir því yfirskyni að þeir séu að láta frjálsar skoðanir í ljós og oftar en ekki er ýmislegt látið vaða sem særir. Það særir ekki bara þann sem fyrir verður heldur vini, fjölskyldu og börn. Stundum ganga stjórnmálamenn það langt að embættismenn verða ítrekað fyrir aðkasti án þess að þeir síðarnefndu geti hönd yfir höfuð sér borið. Sér barnið þitt hvað þú skrifar um náungann á samskiptamiðlum eins og fésbók? Getum við leyft okkur að skrifa hvað sem er, jafnvel í reiði og réttlætt það? Eru fúkyrði skoðun? Er dónaskapur túlkun? Hugsum áður en við tjáum okkur. Árið er 2012 og einelti er samfélagslegur fjandi sem við þurfum að útrýma! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Hver ber ábyrgð á Karlanetinu? Kjartan Ragnarsson,Védís Drótt Cortez skrifar Skoðun Biðsalur dauðans eða aftökustaður á heiði? Davíð Bergmann skrifar Skoðun ,,Friðardúfan“ Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Nýsköpunarátak fyrir framtíð Íslands Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Það sem við skuldum hvort öðru Jónas Már Torfason skrifar Skoðun Fjárfestum í mannréttindafræðslu Vala Karen Viðarsdóttir,Pétur Hjörvar Þorkelsson skrifar Skoðun Sakavottorðið og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Stór orð – litlar efndir Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar Skoðun Netið er ekki öruggt Sunna Elvira Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Meirihluti bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á villigötum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Valkvæð tilvitnun í Feneyjanefndina Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Mótorhjólin úti – Fjórhjólin inni Njáll Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Í mörg ár hefur verið rætt um einelti og afleiðingar þess og þekkja margir þennan fjanda sem einelti er. Margir hafa verið þolendur eineltis og margir hafa verið gerendur. Þeir eru ófáir sem eiga einhverja sögu úr grunnskóla um einelti og líta á sína eigin grunnskólagöngu sem helvíti á jörðu. Ég var þolandi eineltis og örugglega gerandi líka, ef svo var vona ég að þeir geti fyrirgefið mér. Ég hef fyrirgefið þeim sem lögðu mig í einelti. Fyrir rétt rúmum tuttugu árum var ég forfallakennari í grunnskóla á höfuðborgarsvæðinu. Á einni viku sá ég sjö einstaklinga lagða í einelti. Það kom mér á óvart hve mikið eineltið var og nefndi það við einn gamlan og reyndan kennara. Ein athugasemd situr í mér eftir það samtal, þegar við ræddum hvaða einstaklingar væru þolendur, hann sagði „Nei, þessi er ekki lagður í einelti, hann leitar í neikvæða athygli!" Þetta var 1991 og við ekki komin lengra. Á heimasíðu umboðsmanns barna, www.barn.is, er að finna skýrslu frá ráðstefnunni „Börn vilja ræða um einelti við fullorðna" sem haldin var 1998. Í formála segir: „Þar settust 80 börn og 50 fullorðnir á rökstóla og ræddu þetta alvarlega vandamál í blönduðum umræðuhópum kynslóðanna." Þetta var 1998, hefur eitthvað breyst? Nú, fjórtán árum síðar er enn verið að ræða þennan fjanda sem einelti er. Mikið er rætt um hvort hinar eða þessar eineltisáætlanir virki. Við erum búin að ræða svo mikið að „Ísland án eiturlyfja árið 2000" kemur upp í hugann! Það sem er merkilegt við þessa umfjöllun um einelti er að hún einskorðast við börn og skólasamfélagið og að það sé skólanna að gera eitthvað í þessu vandamáli sem einelti er. Já, svo sannarlega á skólinn að taka þátt í að koma í veg fyrir einelti en það er ekki skólans að uppræta einelti. Það er samvinnuverkefni alls samfélagsins og það byrjar á heimilinu. „Það læra börnin sem fyrir þeim er haft" kemur upp í hugann. Á heimilum, í samskiptamiðlum og í fjölmiðlum hegða fyrirmyndirnar sér þannig að börn geta svo hæglega túlkað þeirra framferði sem samþykki fyrir t.d. einelti. Margir kannast við að bölva mönnum og málefnum fyrir framan sjónvarpið, heyra börnin það? Birtingarmynd eineltis er alls staðar og eru stjórnmál gott dæmi um það. Heiftin ræður ríkjum og í skjóli fjarlægðar í gegnum net- og fjölmiðla stunda stjórnmálamenn það að reyna að koma höggi á andstæðinginn undir því yfirskyni að þeir séu að láta frjálsar skoðanir í ljós og oftar en ekki er ýmislegt látið vaða sem særir. Það særir ekki bara þann sem fyrir verður heldur vini, fjölskyldu og börn. Stundum ganga stjórnmálamenn það langt að embættismenn verða ítrekað fyrir aðkasti án þess að þeir síðarnefndu geti hönd yfir höfuð sér borið. Sér barnið þitt hvað þú skrifar um náungann á samskiptamiðlum eins og fésbók? Getum við leyft okkur að skrifa hvað sem er, jafnvel í reiði og réttlætt það? Eru fúkyrði skoðun? Er dónaskapur túlkun? Hugsum áður en við tjáum okkur. Árið er 2012 og einelti er samfélagslegur fjandi sem við þurfum að útrýma!
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Skattlagning mótorhjóla: Órökstudd gjaldtaka sem skapar ranglæti og hvetur til undanskota Gunnlaugur Karlsson skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Getur heilbrigðisþjónustu verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun