Kennir að segja sögu með mynd 2. júní 2012 08:30 Ljósmyndarinn Saga Sigurðardóttir kemur heim í lok júlí og ætlar að deila ljósmyndaþekkingu sinni í fyrsta sinn á Lunga-listahátíðinni. „Ég er rosa spennt að getað loksins komið heim í smá sumarfrí og haldið námskeiðið í leiðinni,“ segir ljósmyndarinn Saga Sigurðardóttir sem ætlar að halda námskeið í tískuljósmyndun á Lunga-listahátíðinni í sumar. Hátíðin fer fram í á Seyðisfirði dagana 15.-22. júlí en þetta er í fyrsta sinn sem Saga heldur námskeið hér á landi. Saga er búsett í London þar sem hún hefur getið sér góðs orð sem ljósmyndari og hafa myndir eftir hana birst í helstu tískumiðlum heims á borð við Dazed and Confused, ID og Nylon. „Ég hef áður haldið fyrirlestra um mína vinnu og kennt einn og einn tíma í Central Saint Martins-skólanum í London en þetta er í fyrsta sinn sem ég held heilt námskeið. Það er spennandi,“ segir Saga sem er menntuð í tískuljósmyndun. „Námskeiðið verður mjög tískutengt því þar liggur áhugasvið mitt. Ég ætla að reyna að kenna fólki að opna fyrir sköpunarkraftinn og segja sögu með mynd.“ Námskeiðið er eitt af mörgum sem fara fram á Lunga-hátíðinni. Þar er meðal annars að finna námskeið í fornleifafræðilegri skúlptúrgerð, námskeið í göldrum og námskeið í tónlistarmyndbandagerð svo fátt eitt sé nefnt. Saga segist ætla að nota fyrstu dagana í að kenna fólki hugmyndavinnu. „Ég er búinn að fá Ísak Helgason, förðunarmeistara, til að koma og vera með mér í nokkra daga til að fólk fái innsýn í alla vinnuna sem liggur að baki hverri mynd. Það eru allir velkomnir og þurfa ekkert að kunna neitt í ljósmyndun né vera með flottar græjur. Einnota myndavél er flott,“ segir Saga sem hefur í nógu að snúast. „Það er alltaf nóg að gera og mikil vinna framundan. Þess vegna hlakka ég til að koma heim í smá frí.“ -áp Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira
„Ég er rosa spennt að getað loksins komið heim í smá sumarfrí og haldið námskeiðið í leiðinni,“ segir ljósmyndarinn Saga Sigurðardóttir sem ætlar að halda námskeið í tískuljósmyndun á Lunga-listahátíðinni í sumar. Hátíðin fer fram í á Seyðisfirði dagana 15.-22. júlí en þetta er í fyrsta sinn sem Saga heldur námskeið hér á landi. Saga er búsett í London þar sem hún hefur getið sér góðs orð sem ljósmyndari og hafa myndir eftir hana birst í helstu tískumiðlum heims á borð við Dazed and Confused, ID og Nylon. „Ég hef áður haldið fyrirlestra um mína vinnu og kennt einn og einn tíma í Central Saint Martins-skólanum í London en þetta er í fyrsta sinn sem ég held heilt námskeið. Það er spennandi,“ segir Saga sem er menntuð í tískuljósmyndun. „Námskeiðið verður mjög tískutengt því þar liggur áhugasvið mitt. Ég ætla að reyna að kenna fólki að opna fyrir sköpunarkraftinn og segja sögu með mynd.“ Námskeiðið er eitt af mörgum sem fara fram á Lunga-hátíðinni. Þar er meðal annars að finna námskeið í fornleifafræðilegri skúlptúrgerð, námskeið í göldrum og námskeið í tónlistarmyndbandagerð svo fátt eitt sé nefnt. Saga segist ætla að nota fyrstu dagana í að kenna fólki hugmyndavinnu. „Ég er búinn að fá Ísak Helgason, förðunarmeistara, til að koma og vera með mér í nokkra daga til að fólk fái innsýn í alla vinnuna sem liggur að baki hverri mynd. Það eru allir velkomnir og þurfa ekkert að kunna neitt í ljósmyndun né vera með flottar græjur. Einnota myndavél er flott,“ segir Saga sem hefur í nógu að snúast. „Það er alltaf nóg að gera og mikil vinna framundan. Þess vegna hlakka ég til að koma heim í smá frí.“ -áp
Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Fleiri fréttir Gærurnar verða að hátísku Húsfyllir þegar tískusýning tók yfir Ásmundarsal Sjáðu tískusýningu heitustu hönnuða framtíðarinnar Skúli Mogensen, Andri Snær og Sandra Barilli í stuði Troðfullt á opnun hjá ofurskvísum Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Biður drottninguna að blessa heimilið Krotaði á átta milljón krónu tösku móður sinnar Orðin þrítug og nennir ekkert að pæla í áliti annarra Versace stígur til hliðar eftir áratugastarf Hátísku-Laufey á fremsta bekk í París „Bara gaman þegar fólk er í sjokki yfir okkur“ Enginn nakinn á Óskarnum Sjá meira