Gríman 2012 – íslensku sviðslistaverðlaunin Ása Richardsdóttir skrifar 1. júní 2012 06:00 Í dag klukkan fimm síðdegis verða tilnefningar valnefnda til íslensku sviðslistaverðlaunanna – Grímunnar – kunngjörðar í Tjarnarbíói – miðstöð sviðslista. 89 verk hafa verið frumsýnd á Íslandi á nýliðnu leikári og keppa þau öll til verðlauna. Leikárið um kring starfa fjórar valnefndir á vegum Grímunnar sem á fjórða tug einstaklinga skipa. Þetta fólk sækir leikhús, oft í viku, af einskærum áhuga og ástríðu. Valnefndarfólk Grímunnar hefur nú kosið þær sýningar og listafólk sem að þeirra mati hefur skarað fram úr í vetur – og tilnefnt verður til verðlauna í dag. Í stærstu sviðslistastofnunum landsins, Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu, hafa vel á þriðja tug verka verið frumflutt í vetur, í sviðssetningu fyrrnefndra stofnana og á vegum samstarfsfélaga þeirra úr röðum sjálfstæðra sviðslistahópa. Tugur verka hefur verið sviðsettur af hinum þremur meginstofnunum landsins, Leikfélagi Akureyrar, Íslensku óperunni og Íslenska dansflokknum og í Útvarpsleikhúsinu á RÚV voru frumflutt 7 glæný íslensk verk. Þar fyrir utan hafa sjálfstæðir sviðslistahópar frumsýnd á sjötta tug verka í vetur. Þessa grósku er ekki aðeins að finna á höfuðborgarsvæðinu, þar sem stærsti hluti verka er sýndur, heldur einnig landið um kring, frá Keflavík til Grindavíkur, til Borgarness, úti á Rifi á Snæfellsnesi, á Akureyri og víðar um landið. Leikhúsið fer æ oftar út fyrir eigin veggi og voru ýmis ný verk vetrarins sýnd á hótelum, skrifstofurýmum, í búðargluggum, á götum úti, í gömlum frystihúsum, svo fátt eitt sé talið. Sviðslistafólki er ekkert óviðkomandi og eru umfjöllunarefni verka vetrarins svo mörg að þau eru efni í aðra grein. En, ekkert af framangreindu væri mögulegt nema vegna þess að íslenskir áhorfendur hafa enn á ný sýnt í vetur að leikhúsið er þeim mikilvægt, sem griðarstaður, fyrir upplifun og skemmtun en einnig staður þar sem finna má nýjar hugmyndir, fegurð, ljótleika, hugljómun og dýpri sannleik. Íslenskar sviðslistir eru í sókn og sýna engin merki þess að yfir landið hafi dunið eitt stykki HRUN. Með nýju frumvarpi menningarmálaráðherra að sviðslistalögum er ætlunin að renna styrkari stoðum undir fjölbreytta sviðslistastarfsemi í landinu. Ein mikilvægasta nýbreytni laganna er að stofnuð verði kynningarmiðstöð sviðslista sem hafi þann megin tilgang að efla alþjóðlegt samstarf íslensks sviðslistafólks og koma verkum þeirra á framfæri erlendis. Þrátt fyrir gott gengi einstakra sviðslistahópa á erlendri grundu er stór akur enn óplægður í þessum efnum sem til framtíðar mun skapa fjölbreyttari atvinnutækifæri og listafólki sem og þjóðinni ný alþjóðleg viðmið og aukinn hróður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag klukkan fimm síðdegis verða tilnefningar valnefnda til íslensku sviðslistaverðlaunanna – Grímunnar – kunngjörðar í Tjarnarbíói – miðstöð sviðslista. 89 verk hafa verið frumsýnd á Íslandi á nýliðnu leikári og keppa þau öll til verðlauna. Leikárið um kring starfa fjórar valnefndir á vegum Grímunnar sem á fjórða tug einstaklinga skipa. Þetta fólk sækir leikhús, oft í viku, af einskærum áhuga og ástríðu. Valnefndarfólk Grímunnar hefur nú kosið þær sýningar og listafólk sem að þeirra mati hefur skarað fram úr í vetur – og tilnefnt verður til verðlauna í dag. Í stærstu sviðslistastofnunum landsins, Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu, hafa vel á þriðja tug verka verið frumflutt í vetur, í sviðssetningu fyrrnefndra stofnana og á vegum samstarfsfélaga þeirra úr röðum sjálfstæðra sviðslistahópa. Tugur verka hefur verið sviðsettur af hinum þremur meginstofnunum landsins, Leikfélagi Akureyrar, Íslensku óperunni og Íslenska dansflokknum og í Útvarpsleikhúsinu á RÚV voru frumflutt 7 glæný íslensk verk. Þar fyrir utan hafa sjálfstæðir sviðslistahópar frumsýnd á sjötta tug verka í vetur. Þessa grósku er ekki aðeins að finna á höfuðborgarsvæðinu, þar sem stærsti hluti verka er sýndur, heldur einnig landið um kring, frá Keflavík til Grindavíkur, til Borgarness, úti á Rifi á Snæfellsnesi, á Akureyri og víðar um landið. Leikhúsið fer æ oftar út fyrir eigin veggi og voru ýmis ný verk vetrarins sýnd á hótelum, skrifstofurýmum, í búðargluggum, á götum úti, í gömlum frystihúsum, svo fátt eitt sé talið. Sviðslistafólki er ekkert óviðkomandi og eru umfjöllunarefni verka vetrarins svo mörg að þau eru efni í aðra grein. En, ekkert af framangreindu væri mögulegt nema vegna þess að íslenskir áhorfendur hafa enn á ný sýnt í vetur að leikhúsið er þeim mikilvægt, sem griðarstaður, fyrir upplifun og skemmtun en einnig staður þar sem finna má nýjar hugmyndir, fegurð, ljótleika, hugljómun og dýpri sannleik. Íslenskar sviðslistir eru í sókn og sýna engin merki þess að yfir landið hafi dunið eitt stykki HRUN. Með nýju frumvarpi menningarmálaráðherra að sviðslistalögum er ætlunin að renna styrkari stoðum undir fjölbreytta sviðslistastarfsemi í landinu. Ein mikilvægasta nýbreytni laganna er að stofnuð verði kynningarmiðstöð sviðslista sem hafi þann megin tilgang að efla alþjóðlegt samstarf íslensks sviðslistafólks og koma verkum þeirra á framfæri erlendis. Þrátt fyrir gott gengi einstakra sviðslistahópa á erlendri grundu er stór akur enn óplægður í þessum efnum sem til framtíðar mun skapa fjölbreyttari atvinnutækifæri og listafólki sem og þjóðinni ný alþjóðleg viðmið og aukinn hróður.
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar