Nýr tíðarandi, næsti forseti Gunnar Hersveinn skrifar 1. júní 2012 06:00 Næsti forseti Íslands þarf nauðsynlega að tilheyra þeim tíðaranda sem nú blæs um landið. Næsti forseti má alls ekki tilheyra tíðaranda hrokans þar sem útvaldir Íslendingar áttu að njóta aðdáunar annarra með því að fara um heiminn líkt og uppdiktaðir víkingar í útrás. Íslendingar hafa þegar valið sér önnur gildi en þau sem ríktu á tímum gangstera, ráðstera og bankstera. Heiðarleiki er þjóðgildið sem valið var af visku þjóðar á tveimur þýðingarmiklum þjóðfundum. Ástæðan fyrir kröfunni um heiðarleika voru óbærileg einkenni tíðarandans fyrir hrun: spilling, blekking, ábyrgðar- og skeytingarleysi, ágirnd, græðgi, yfirstétt, ofríki og dramb. Heiðarlegt samfélag byggir á virðingu, jöfnuði og mannúð. Þetta samfélag vex þó ekki upp úr jarðveginum af eigin mætti. Þeir sem drottnuðu 2007 hafa t.a.m. lítinn áhuga á að vökva sprotana og reyna fremur með plastblóm í hnappagati að telja fólki trú um að aðeins þeir séu færir til að spinna upp framtíðarlandið. Forseti sem virðir gildin sem þjóðin valdi á þjóðfundunum 2009 og 2010 yrði góður áfangasigur fyrir nýjan tíðaranda – og lýðræði, hófsemd og samkennd myndu eflast í landinu. Skapa þarf endurnýjað traust og hvetja til ábyrgðar þar sem samhljómur er á milli hugsjóna og aðgerða. Hentistefna og klækjabrögð gamla valdsins þurfa því nauðsynlega að líða undir lok. Komandi forsetakosningar bjóða upp á nýtt andlit, nýja kynslóð og önnur gildi en þau sem nú hopa á fæti. Kosningarnar skipta máli! Niðurstaðan mun hafa áhrif á stöðu tíðarandans og hversu kraftmikill hann verður. Það er alls ekki farsælt að rödd gamla tímans blási áfram í sprungnar blöðrur – heldur þarf þjóðin nýja og bjarta rödd. Sú rödd má ekki vera hjáróma eða ámátleg, heldur traust og heiðarleg. Átök og deilur verða ekki lengur efst á baugi, heldur samtal og sameining. Já, greina má andblæ betri tíðar. Þeir sem á hinn bóginn geta ekki rétt hjálparhönd ættu a.m.k. að sýna þá sjálfsögðu kurteisi að standa ekki í veginum fyrir breyttum tímum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Skoðun Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til innviðaráðherra Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Hin dásamlega sturlun: Umræðan á Íslandi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Áhrif, evran, innviðir, öryggi Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Hugleiðing um rauð epli og skynjun veruleikans Gauti Páll Jónsson skrifar Skoðun Tumi þumall og blaðurmaðurinn Kristján Logason skrifar Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Stefnum á að veita 1000 börnum innblástur fyrir framtíðina Dr. Bryony Mathew skrifar Skoðun Samgönguáætlun – skuldbinding, ekki kosningaloforð skrifar Skoðun Menntun til framtíðar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Við getum öll bjargað lífi Kristófer Kristófersson skrifar Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Menntastefna stjórnvalda – ferð án fyrirheits? Sigvaldi Egill Lárusson skrifar Skoðun Fyrir hvern erum við að byggja? Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Beint og milliliðalaust Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Áfengissala: Þrýstingur úr tveimur áttum Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Ég er íslensk – en samt séð sem eitthvað annað Sóley Lóa Smáradóttir skrifar Skoðun Hin yndislega aðlögun Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Sjá meira
Næsti forseti Íslands þarf nauðsynlega að tilheyra þeim tíðaranda sem nú blæs um landið. Næsti forseti má alls ekki tilheyra tíðaranda hrokans þar sem útvaldir Íslendingar áttu að njóta aðdáunar annarra með því að fara um heiminn líkt og uppdiktaðir víkingar í útrás. Íslendingar hafa þegar valið sér önnur gildi en þau sem ríktu á tímum gangstera, ráðstera og bankstera. Heiðarleiki er þjóðgildið sem valið var af visku þjóðar á tveimur þýðingarmiklum þjóðfundum. Ástæðan fyrir kröfunni um heiðarleika voru óbærileg einkenni tíðarandans fyrir hrun: spilling, blekking, ábyrgðar- og skeytingarleysi, ágirnd, græðgi, yfirstétt, ofríki og dramb. Heiðarlegt samfélag byggir á virðingu, jöfnuði og mannúð. Þetta samfélag vex þó ekki upp úr jarðveginum af eigin mætti. Þeir sem drottnuðu 2007 hafa t.a.m. lítinn áhuga á að vökva sprotana og reyna fremur með plastblóm í hnappagati að telja fólki trú um að aðeins þeir séu færir til að spinna upp framtíðarlandið. Forseti sem virðir gildin sem þjóðin valdi á þjóðfundunum 2009 og 2010 yrði góður áfangasigur fyrir nýjan tíðaranda – og lýðræði, hófsemd og samkennd myndu eflast í landinu. Skapa þarf endurnýjað traust og hvetja til ábyrgðar þar sem samhljómur er á milli hugsjóna og aðgerða. Hentistefna og klækjabrögð gamla valdsins þurfa því nauðsynlega að líða undir lok. Komandi forsetakosningar bjóða upp á nýtt andlit, nýja kynslóð og önnur gildi en þau sem nú hopa á fæti. Kosningarnar skipta máli! Niðurstaðan mun hafa áhrif á stöðu tíðarandans og hversu kraftmikill hann verður. Það er alls ekki farsælt að rödd gamla tímans blási áfram í sprungnar blöðrur – heldur þarf þjóðin nýja og bjarta rödd. Sú rödd má ekki vera hjáróma eða ámátleg, heldur traust og heiðarleg. Átök og deilur verða ekki lengur efst á baugi, heldur samtal og sameining. Já, greina má andblæ betri tíðar. Þeir sem á hinn bóginn geta ekki rétt hjálparhönd ættu a.m.k. að sýna þá sjálfsögðu kurteisi að standa ekki í veginum fyrir breyttum tímum.
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Hver vill heyra um eitthvað jákvætt sem er gert í skólunum? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn af ferðum Angelu Müller. Eru erlendir ferðamenn afætur? BJarnheiður Hallsdóttir skrifar
Finnst ykkur þetta í lagi? Opinn pistill til heilbrigðisráðherra, landlæknis og forystu heilbrigðiskerfisins Steindór Þórarinsson Skoðun
Tímamót í velferðarmálum: Nýtt örorkulífeyriskerfi tekur gildi Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun